Vikan


Vikan - 29.07.1993, Síða 28

Vikan - 29.07.1993, Síða 28
 Grænland - granni okk- ar í vestri - er flestum íslendingum sem lok- uð bók, þrátt fyrir nálægðina. Landið er paradís útivistarfólks og allra þeirra sem vilja sjá og upplifa eitthvað virkilega upp- runalegt og óvenjulegt. Og þá þarf ekki að leita langt yfir skammt. Þriggja daga Græn- landsferð er áreiðanlega á við þriggja vikna sólarlandaferð, - svo mikið er víst. Við flugum með Flugleiðum til Narsarsuaq. Það er þægi- leg tveggja stunda ferð og haldið beint á Hotel Narsarsu- aq, steinsnar frá flugvellinum. Allt í kring um Narsarsuaq eru sögustaðir íslendingabyggða og mikil náttúrufegurð. Fyrsta daginn gengum við inn f dalinn inn af Stokkanesi sem er gamla íslenska nafnið á Narsarsuaq. Þetta var dags- ferð um ægifagurt landsvæði en kennileitin eru flest nafn- laus, svo undarlegt sem það kann nú að virðast. Blómskrúð er mikið í daln- um. Engjarósin var mest áber- andi á þessum tíma, í júlíbyrj- un. Og berjalyng og runna- gróður, birki og víðir. Mývarg- urinn var mættur til leiks og eins gott að setja upp flugna- netið. Við vorum þrettán ( hópnum, allra þjóða kvikindi á öllum aldri og tveir danskir far- arstjórar. Þarna voru tveir Þjóðverjar, þrír Englendingar frá Brighton, fjögurra manna fjölskylda frá Barcelona og fjórir islendingar. Mátti því heyra sýnishorn nokkurra tungumála þennan fagra dag í þessari ferð sem heitið var alla leið inn að Grænlandsjökli sjálfum. Yfir fjöll og firnindi var að fara þar til komið var að skriðjökli sem gengur úr Grænlandsjökli. Spænska fjöl- skyldan lét ekki sitt eftir liggja er komið var að jöklinum, held- ur skálmaði út á jökulbreiðuna og dansaði af fögnuði yfir þessu ótrúlega afreki sínu! Þarna er landslag afar fjöl- breytt og ægifagurt - jökul- sorfnir klettar, fjallavötn, blóm- skrúð, ár og lækir. Hrafn á flugi. Margt minnir á ísland en þó er landið á einhvern hátt stórbrotnara, frumstæðara og tröllslegra. Og þvílíkar and- stæður: Sólskin, hiti, gróður- 28 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.