Vikan


Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 37

Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 37
RINN FUÚGANDI honum nam hann staðar með því að þrýsta flötum lófum fram fyrir sig og kom niður á fæt- urna eins léttilega og þröstur. „Já, ef þetta er ekki saga til næsta bæjar!“ hugsaði hann. Hann baðaði aftur út höndun- um, spyrnti í með tánum og hóf sig til flugs. Hann flaug nú hringinn í kring í herberginu, um eitt fet frá loftinu. Hann var ekki hikandi lengur og naut hins nýja hæfileika í ríkum mæli. Hann komst að raun um að honum veittist flugið ekki erfitt og hann þurfti heldur ekki aö hugsa um hvernig hann ætti að fljúga. Þegar hann kom í horn í herberginu sveigði líkaminn ósjálfrátt og sveif áfram. Heimurinn varð sem nýr í augum Sams. Herbergið varð allt annað. Hann gat horft ofan á hurðir og skápa; og honum þóttu stólarnir sérstaklega skrítnir séðir ofan frá. Hann tók eftir húsaskúmi yfir skáp og ryk var á öllum dyralistum. „Ég held að Mully þurfi að lesa yfir vinnukonunni,1' hugsaði hann með sér. Svo gaf hann sig hinni dásamlegu íþrótt á vald. Hann geystist um herbergið, lenti eins og fjöður og hóf sig upp með því að spyrna með tánum. Hann gerði tiiraunir með erfiðar lendingar til þess að reyna krafta sína. Hann var svo önnum kafinn að hann tók ekki eftir því að Mully og Lavinia voru komnar heim; þegar þær komu inn í stofuna sat hann á skáp uppi undir lofti. „Nú á ég ekkert orð,“ hvæsti Mully. „Sam- mywell Small! Viltu gera svo vel að koma nið- ur áður en þú hálsbrýtur þig;“ Sam brá svo mjög að hann gleymdi að fljúga og datt niður eins og aðrir dauðlegir menn. Þetta var mikiö fall og Sam meiddist í bakinu; Mully varö að nudda hann með gigt- aráburði en var svo harðhent að Sam hét því aö þegja yfir afreki sínu, jafnvel þótt hann kæmi orði að. „Guð veit að ég hefi orðið að þola margt síðan ég giftist þér,“ sagði Mully. „En þetta tekur þó út yfir allt. Ef þú heldur svona áfram fer fólk að halda að þú sért með lausa skrúfu. Stundum harma ég þann dag þegar við feng- um leyfisbréfið." „Einmitt!" sagði Sam. „Það kostaði mig sjö skildinga og sex pence. Ég heföi getað fengið hundaleyfi fyrir sömu upphæð." „Fyrir koma þeir dagar að ég óska að þú hefðir keypt þér hund,“ sagði Mully. „Dagurinn í dag er einn af þeim.“ í nokkra daga hugsaði Sam ekkert um að fljúga. Bæði var það aö hann var allur lurkum laminn eftir fallið og svo hitt að Mully gætti þess að hann væri aldrei einn. En eina nótt vaknaði hann og varð þess var aö Mully var steinsofandi. Sam mjakaði sér fram úr á náttskyrtunni og hóf sig til flugs. Hann sveimaði um í tvo, þrjá klukkutíma og lék sér í loftinu eins og hann lysti. Upp frá þessu fór hann að flúga um húsið á næturnar þegar Mully svaf. Hann sveif gegnum dyra- gættir, steypti sér niður að gólfi og þaut aftur upp á við eins og örskot. Hann tók að iðka ýmsar erfiðar flugþrautir. Að vísu gat hann flogið ósjálfrátt eins og fugl en hann varð að læra ýmis listbrögð, sem flug- vélar framkvæma, og það var viö slíkar æfing- ar að Sam varð fyrir alvarlegu skakkafalli. Eina nótt, þegar hann var á flugi í borðstof- unni og var að æfa sig á Immelmann-sveifl- unni svonefndu í gríð og erg, steingleymdi hann glerljósakrónunni og rakst á hana með braki og brestum. Hann féll á gólfið með slík- um dynk að Lazarus mundi hafa vaknað við. Þegar Mully kom æðandi inn og kveikti Ijós- ið sá hún að Sam var á náttskyrtunni, ataður blóði og glerbrotum. „Almáttugur hjálpi mér! Hvað hefir þú nú verið að gera?“ stundi hún upp. Sam var ruglaður í kollinum því aö hann var með fjögurra þumlunga langan skurð á höfðinu og enginn nema Yorkshiremaður hefði þolað annað eins högg án þess að höf- uðkúpan brotnaði. „Það var nauðlending,“ sagði hann. Mully baslaði Sam í rúmið og hringdi á lækni. Læknirinn kom og saumaði skurðinn saman meö sex sporum. Sam lá nokkra daga og Mully sagði ekki aukatekið orð um það sem gerst hafði. En Sam grunaði að það væri geymt en ekki gleymt. Daginn sem hann fór á stjá lét Mully hann setjast á sófann og leysti frá skjóðunni. „Heyrðu nú, Sam,“ sagði hún, „ég man vel þegar þú fannst upp sjálfsnúandi spuna- snælduna, ég veit að þú ert uppfinningamað- ur. En það eru takmörk fyrir því sem menn geta gert, jafnvel uppfinningamenn. Þegar maður á þínum aldri fer á fætur um miðjar nætur og hangir á skyrtunni á Ijósakrónum eins og api; nú, það sem ég vildi sagt hafa: Ef þú heldur þessu áfram líður ekki á löngu áður en þú verður klepptækur. Reyndu nú að hætta þessu, væni. Þó að þú viljir ekki gera það fyrir mig minnstu þá hennar dóttur þinnar sem á allt lifið framundan.“ Svo lokaði Mully sig inni í eldhúsi og há- grét. Því næst lagaði hún te og færði Sam á- samt ýmsu góðgæti. Á Ijósakrónuna var ekki minnst. Auðvitað var Sam harðákveðinn í að hegða sér eins og maður. Hann háði mikla og stranga baráttu við sjálfan sig til þess að sigra löngun- ina til að fljúga. En honum var ómögulegt að hætta að hugsa um það. Þewgar hann sat einn í sólskininu niðri á Strandgötu var hann alltaf að horfa á mávana sem svifu í golunni. Nú, þegar Sam var orðinn hálfgerður fugl, hugsaöi hann líka eins og fugl og vissi margt sem venjulegt fólk hefur ekki hugmynd um. Hann hugsaði til dæmis mikið um loftstraum. Stundum lá illa á honum því að straumarnir voru andstæðir og sveipóttir - „hvikulir" eins og Sam orðaði það. Þegar hann horfði á mávana sveiflast og snúast gat hann fundið straumana og sveiflaðist og snerist sjálfur til þess að hjálpa mávunum. En aðra daga voru straumarnir breiðir og rólegir - eins og fagur hljóðfærasláttur sem kitlaði skynfæri hans. Þá var Sam í góðu skapi og sveif með mávunum í anda. Hann sá þá lenda í uppstreymi yfir fjörunni, þjóta gargandi upp með berginu, hærra og hærra, svífa svo meðfram ströndinni án þess að blaka væng. Sam vissi að þeir voru ekki að leita að æti - þeir voru aðeins að leika sér af einskærum fögnuði. Sam sat þarna oft og einatt allt til sólarlags eða þar til Mully kallaði: „Farðu að koma, væni. Komdu áður en það verður kalt.“ Sam ætlaði sér í raun og veru að halda lof- orð sitt og haga sér eins og manni sæmdi. En þegar hann fann hina dásamlegu loftstrauma leika um andlit sitt, þessa þöglu tónlist, sem hann einn gat skynjað, þá var hann ofurliði borinn. Og einn dag stóð hann upp af bekkn- um og gekk út að girðingunni. Hann gekk nær og nær brúninni til þess að finna betur til lofts- ins. Hann hallaði sér að uppstreyminu og dæsti ánægjulega. Hann lét loftið leika um sig án þess að lyfta sér frá jörðinni. Þá var allt í einu tekið harkalega í hann. Hann missti hið nákvæma jafnvægi og braust um í höndum lögregluþjóns. „Hver fjandinn stóð til?“ hrópaði lögregluþjónninn. „Hvað er þetta, lagsmaður," sagði Sam, „ég var ekkert að gera.“ „Komdu með mér,“ sagði lögregluþjónninn. Lögreglan hringdi til Mully og baö hana að koma á stöðina. Hún kom í svo miklu ofboði að hún varð fokvond þegar hún sá að Sam sat þar hinn rólegasti og tottaði pípuna sína. „Hverju hefur þú lent í núna, hrakfallabálk- ur,“ hrópaði hún. Sam þagði en yfirlögregluþjónninn fór með Mully afsíðis og skýrði henni frá aö Sam hefði ætlað að fremja sjálfsmorð með því aö kasta sér fram af bjargbrúninni við Strandgötu. „Sjálfsmorð,“ sagði Mully og stór tár fóru að streyma niður kinnar hennar. „Skammist þér yðar ekki fyrir að valda konu yðar þessari sorg,“ sagði yfirlögregluþjónninn við Sam. „Verið þér nú ekki að ávíta hann, herra minn,“ bað Mully. „Ég hef ekki verið honum eins góð kona og ekki hugsað eins vel um hann og ég hefði átt að gera.“ 15.TBL. 1993 VIKAN 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.