Vikan


Vikan - 29.07.1993, Síða 46

Vikan - 29.07.1993, Síða 46
„Ég er sammála því,“ sagöi Jane. „Þín lausn virtist vera mjög likleg." „Hverja af sjö lausnunum hennar ertu aö tala um?“ spuröi Sir Henry stríönislega. Lloyd læknir hjálpaöi fröken Marple í skó- hlífarnar. „Bara til öryggis," útskýröi hún. Læknirinn ætlaöi aö fylgja henni heim. Hún haföi vafið utan um sig nokkur ullarsjöl og áöur en hún fór af stað bauð hún öllum góða nótt enn einu sinni. Hún fór síðast til Jane Helier, hallaöi sér fram og hvíslaði einhverju aö henni. Jane brá. „Ó!“ sagöi hún svo hátt að hinir litu á þær. Fröken Marple yfirgaf herbergiö brosandi og kinkaöi kolli. Jane Helier horföi á eftir henni. „Ætlar þú upp aö sofa,“ spuröi frú Bantry. „Hvaö er aö þér? Þú starir eins og þú hafir séö draug.“ Jane andvarpaöi djúpt og brosti fallega til mannanna tveggja en það leyndi sér ekki aö hún var ráðvillt. Jane gisti hjá frú Bantry og þær fóru saman upp stigann. Frú Bantry hélt inn í herbergið með henni. „Eldurinn í arninum hjá þér er að kulna,“ sagöi frú Bantry og skaraði kröftuglega í arin- inn án árangurs. „Þær geta ekki hafa gert þetta nógu vel. Þjónustustúlkur eru svo heimskar. Klukkan er nú reyndar oröin dálítið margt. Hvaö, hún er orðin eittl" „Helduröu að það séu margir líkir henni?“ spuröi Jane Helier. Hún sat á rúmstokknum í þungum þönkum. „Þjónustustúlkunni?" „Nei, þessari furöulegu gömlu konu - hvað heitir hún - Marple?" „Ó, ég veit þaö ekki. Ég held aö þaö séu margar svipaöar konur í litlum þorpum.“ „Ég veit ekki hvaö ég ætti aö taka til bragðs," sagði Jane. Hún dró djúpt andann. „Hvaö er að?“ „Ég hef áhyggjur.“ „Af hverju?" „Veistu hverju þessi furöulega gamla kona hvíslaði aö mér áöur en hún fór út?“ spuröi Jane einlægri röddu. „Nei, hverju?“ „Hún sagöi: Ég myndi ekki gera þetta ef ég væri þú, vina mín. Þú skalt aldrei láta aðra konu hafa of mikið vald yfir þér, jafnvel þótt þú haldir að hún sé vinkona þin þessa stundina. Veistu þaö, Dolly, það er mikið til í þessu.“ „Heilræðinu? Já, þaö gæti verið. Ég skil samt ekki hvaöa máli þetta skiptir." „Ég held aö þú getir aldrei treyst konu full- komlega - og að hún heföi vald yfir mér, ég hugsaði aldrei um það.“ „Um hvaöa konu ertu aö tala?“ „Varaleikkonuna mína, hún heitir Netta Greene.“ „Hvaö veit fröken Marple eiginlega um varaleikkonuna þína?“ „Hún hlýtur aö hafa giskað á þaö - en ég skil ekki hvernig." „Jane, viltu vera svo væn aö segja mér undir eins hvaö þú ert aö tala um.“ „Söguna sem ég sagði ykkur. Dolly, þessi kona, þú veist, þessi sem stal Claud af mér.“ Frú Bantry kinkaöi kolli. Hún rifjaöi upp fyrsta hjónaband Jane sem haföi fariö úrskeiðis - hún haföi gifst leikaranum Claud Averbury. „Hann giftist henni og ég heföi getað sagt honum hvernig það yröi. Claud veit ekki aö hún á í ástarsambandi við Sir Joseph Salmon - hún dvelur hjá honum í íbúöarhúsinu sem ég sagöi ykkur frá. Ég vildi fletta ofan af henni, ég vildi aö allir vissu hvers kyns kona hún er og meö innbroti hlyti allt að koma í ljós.“ „Jane!“ sagöi frú Bantry undrandi. „Bjóstu til þessa sögu sem þú sagðir okkur." Jane játti því. „Þess vegna valdi ég leikritiö Smith. Ég klæöist búningi þjónustustúlku í því. Ég gat haft hann tilbúinn. Og þegar þeir myndu senda eftir mér á lögreglustöðina yrði auövelt fyrir mig aö segjast hafa veriö aö æfa hlut- verkiö meö varaleikkonunni minni á hótelinu. Auðvitaö hefðum viö verið í íbúöarhúsinu. Ég þyrfti bara aö opna dyrnar og koma með drykkina. Netta Green myndi svo leika mig. Hann myndi auðvitað aldrei sjá hana aftur svo að viö þyrft- um ekki aö óttast aö hann gæti borið kennsl á hana. Og ég get breytt útliti mínu talsvert í hlutverki þjónustustúlkunnar - og auk þess lít- ur fólk ekki á þjónustustúlkur sem manneskj- ur. Við ætluðum aö draga hann út á götuna eftir þetta, taka skartgripina, hringja í lögregl- una og fara aftur á hótelið. Ég vildi ekki aö ungi maðurinn skaöaðist af þessu en Sir Henry virtist ekki telja aö hann gerði þaö. Og konan yrði í blööunum - og Claud sæi hennar innri mann.“ Frú Bantry settist niður og andvarpaöi. „Ó, auminginn minn. Allan þennan tíma - Jane Helier, þú ert aldeilis undirförul. Segir okkur frá þessu á þennan hátt.“ „Ég er góö leikkona,“ sagði Jane sjálfum- glöö. „Ég hef alltaf veriö þaö - sama hvaö fólk segir. Ég hélt þetta út nokkuð lengi.“ „Fröken Marple haföi rétt fyrir sér,“ tautaði frú Bantry. „Mannlegi þátturinn. Já, mannlegi þátturinn. Jane, vina mfn, geröiröu þér grein fyrir því aö þetta er þjófnaður og þú gætir lent í fangelsi?“ „Þið gátuö ekki upp á þessu,“ sagöi Jane. „Nema fröken Marple.“ Hún virtist aftur veröa áhyggjufull. „Dolly, helduröu í alvöru aö þaö séu margar eins og hún?“ „í rauninni ekki,“ sagöi frú Bantry. Jane andvarpaöi aftur. „Samt held ég aö maður ætti ekki aö hætta á það. Og auðvitað heföi Netta ákveðið vald yfir mér. Hún gæti ákveðið aö beita mig fjár- kúgun eða eitthvað annað. Hún hjálpaði mér að hugsa út smáatriðin og hún sagðist ætla aö styöja mig en maður veit aldrei meö konur. Nei, ég held aö fröken Marple hafi haft rétt fyrir sér. Ég ætti ekki aö taka áhættuna." „En, vina mín, þú hefur nú þegar tekiö á- hættuna.“ „Ó, nei.“ Jane galopnaði bláu augun sín. „Skiluröu ekki? Ekkert af þessu hefur átt sér staö enn. Þetta var nokkurs konar lokaæfing.“ „Ég skil ekki þessar leikhúslikingar þínar," sagöi frú Bantry virðulega. „Áttu viö aö þetta sé framtiðarverkefni en ekki búið og gert.“ „Ég ætlaði aö gera þetta í haust - i septem- þer. Eg veit ekki hvaö ég á aö gera núna." „Og fröken Marple giskaöi rétt - hún giskaði á sannleikann en sagöi okkur ekki frá því,“ sagöi frú Bantry reiöilega. „Ég held aö þess vegna hafi hún talað um aö konur standi saman. Hún vildi ekki að karlmennirnir kæmust aö þessu. Þaö var fallega gert. Mér er sama þótt þú vitir þetta, Dolly.“ „Þú skalt gleyma þessari áætlun, Jane. Ég bið þig.“ „Eg býst viö því,“ muldraöi hún. „Maöur veit aldrei hvaö fröken Marple á marga sína líka.“ □ * * GOÐAR * * stundir"** ^dCjuffni Jían'm /T vikan Áskrifendum boðið út að borða ó Gullna hananum Askrifendur Vikunnar fengu, meö síð- asta tölublaði, sérstakan glaöning. Hér var um aö ræöa boðskort meö út- tekt á kvöldverði í Gullna hananum fyrir kr. 2.000. Þjónustan í Gullna hananum er margrómuö og maturinn gælir viö bragðlauk- ana. Þaö eina sem áskrifendurnir þurfa að gera er aö hafa samband viö Gullna hanann í síma 679967 og panta borö. Áskrifendur geta átt von á glaðningi af þessu tagi þegar minnst varir. Þetta er skemmtileg tilraun sem þegar hefur sannað á- gæti sitt. Fjöldi áskrifenda hefur nýtt sér þaö aö njóta góöra veitinga í þægilegu umhverfi á kostnað Vikunnar aö hluta. Engar kvaöir fylgja þessu boðskorti aörar en tímasetningin. Þaö gildir til 1. september 1993 og ef verslað er fyrir meira en 2.000 krónur greiðir áskrifandinn mismuninn. Þaö er því betra fyrir þá sem ætla aö nýta sér þetta boö okkar aö hafa samband hiö fyrsta viö Gúllna hanann og tryggja sér borö í tæka tíö. Gullni haninn er þekktur fyrir frábæran mat, faglega og persónulega þjónustu og ekki má gleyma koníakssafninu sem er eitt það besta á landinu í dag. Þaö er von okkar á Vikunni aö sem flestir geti nýtt sér þetta boö og átt góöa kvöldstund í góöra vina hópi og boröa góöan mat. □ 46 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.