Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 47

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 47
Gamli maðurinn settist í stólinn við stóra skrif- borðið. Hreyfingar hans voru hægar og stirðar og andlitið fölt og hrukkað af sársauka. Frammi í forstofunni heyrðist hurð skellt. Fröken Roberts hafði kvatt síðustu gestina. Þeir voru horfnir út í þokuna. Maðurinn við skrifborðið leit á pípuna sem lá í öskubakkanum. Nei, það var vist best að láta hana eiga sig. Reyndar hafði læknirinn sagt að hann mætti fá sér í píþu öðru hverju. En hjartað hafði samt ekki gott af því og það var næstum ógerlegt fyrir hann að troða í hana og kveikja í henni upp á eigin spýtur. Hann leit á kræklótta fingur sína og bólgna hnúana. Eitt sinn hafði hann hrifið áhorfendur um allan heim með þessum fingrum. Þeir höfðu búið yfir ótrúlegri tækni; færst leikandi létt fram og aftur um nótur flygilsins. Mozart, Chopin, Schumann - verk þessara meistara hafði hann túlkað af frábærri tækni og innlifun - þar til óhappið gerðist. Þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar var hann skyndilega dæmdur úr leik; hlekkj- aður við stól í stofu þar sem flygillinn stóð ó- hreyfður. Hann fékk illkynjaða liðagigt um all- an líkamann. Hnúarnir bólgnuðu upp og fing- urnir krepptust. Sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig ósköp sakleysislega. Hann fékk hita og kvef og grunaði ekki að nein hætta væri á ferðum. En einn morguninn vaknaði hann og gat varla hreyft legg eða lið. Mestur var stirð- leikinn i fingrunum og táliðunum. Síðan hrak- aði heilsu hans dag frá degi. Það voru grimmileg örlög að einmitt hann - hinn heimsfrægi píanóleikari Ronald Sinclair - skyldi fá sjúkdóm sem skaðaði mest fingur hans og svipti hann þar með ánægju og fyll- ingu lífsins - tónlistinni og áhorfendunum. Hann stóð allt í einu frammi fyrir þeirri stað- reynd aö hann gat ekki framar stundað það sem hann hafði helgaö líf sitt. Ofan á allt ann- að var hann kominn með hjartasjúkdóm sem hrjáði hann engu síður en gigtin. Hann átti ekkert eftir - nema bækur, mál- verk og nótur. Líf hans var í raun liðið hjá. Fröken Roberts kom inn í stofuna. Hún var lítil vexti og digur, gráhærð, meö mild, blá augu. Hún hafði fylgt honum og verið stoð hans og stytta árin sem hann ferðaðist vítt og breitt um veröldina, hélt hljómleika við gífurleg fagnaðar- læti. Nú, þegar hann var orðinn örkumla maður var hún honum með öllu ómissandi. 15.TBL. 1993 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.