Vikan


Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 49

Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 49
Fröken Roberts andvarpaöi mæöulega. - Getið þér sagt mér nokkuö nánar um þessi börn? - Já, eldri bróðirinn átti tvo syni: Richard Sinclair, sem er lögfræðingur. Hann er tuttugu og átta ára gamall og ókvæntur... - Hvernig lítur hann út? skaut lögreglufor- inginn inn í. - Hann er hár og glæsilegur og nýtur mikillar kvenhylli. Líferni hans er ekki til fyrirmyndar, þaö get ég sagt yður... Þér veröið að fyrirgefa að ég skuli blaöra þannig um hann. En ég hef ekki komist hjá því að fá vitneskju um sitt af hverju öll þau ár sem ég hef verið hérna. - Það er skylda yðar að segja mér allt sem þér vitið, sagði Stephens og tók upp litla minnisbók og skrifaði í hana. - Og hinn son- urinn? - Hann heitir Peter Sinclair. Hann er tutt- ugu og fimm ára gamall. Hann er lyfjafræð- ingur og vonast til að geta með tímanum eignast sitt eigið apótek. Konan hans, Sylvia, skammar hann sí og æ fyrir að eyða of mikl- um peningum í alls konar vitleysu, svo sem veðhlaup og því um líkt. Og svo eru það börn hins bróðurins. Stúlkan - hún heitir Jean - var dansmey við Coronet-ballettinn. Hún giftist Neil Branton, forstjóra Melvilli- leikhússins. Hún hafði með höndum aðal- hlutverkið í söngleik, sem nýlega var frum- sýndur og hlaut hina hraklegustu dóma. Hann hét víst „Rauði máninn”. Maðurinn hennar var gramur út í frænda hennar af því að hann hafði sagt að tónlistin í söngleiknum væri nauðaómerkileg. Og það kom í Ijós að hann hafði rétt fyrir sér. Fyrsta síðan í bók lögreglufulltrúans var fyllt. - Og þá er einn eftir, er það ekki? - Jú, bróðir Jean, Howard. Hann er tuttugu og eins árs og er að læra læknisfræði. Hann er trúlofaður stúlku sem heitir Maria Blair. Hún er dóttir kaupmanns sem verslar meö herravörur. Howard vill gjarnan kvænast strax en frændi hans vildi ekki greiða honum neitt af arfi hans fyrr en hann hefði lokið námi sínu. Mér finnst persónulega aö það sé nokkuð hart fyrir þau að verða að bíða í fjögur eða fimm ár en ég held að herra Sinclair hafi aðeins viljað bíða og sjá hvort nokkur alvara væri á milli þeirra; hvort samband þeirra væri ekki aðeins stundarfyrirbæri og mundi ekki endast lengi. María er mjög metnaðargjörn stúlka. Hana dreymir um að Howard verði tískulæknir í Bond Street. - Var herra Sinclair auðugur maður? spuröi Stephens. - Já, það var hann tvímælalaust, svaraði fröken Roberts. - Hann fékk svimandi há laun á sínum tíma og hefur enn drjúgar tekjur af þeim hljómplöt- um sem hann lék inn á. Auk þess eru öll mál- verkin hans afar mikils virði. Hann hefur í mörg ár reynt að eignast málverk eftir Degas en honum entist sem sagt ekki aldur til að það tækist. Stephens hrökk við. Degas. Það hlaut að vera málarinn Degas sem Sinclair átti við þegar hann merkti undir nóturnar. En hvað gat efeb þá þýtt? Fröken Roberts fylgdi Stephens til dyra. - Vesalings herra Sinclair, sagði hún. - Ég vona bara að honum auðnist að fá að leika aft- ur á flygil hvar sem hann er nú niður kominn. John Stephens lögreglufulltrúi átti afar ann- ríkt fyrir hádegi næsta dag. Síminn hringdi stöðugt. Skýrsla með niðurstöðum líkskoðunarinnar hafði verið lögð á borðið hjá honum. Hann hafði rætt við forstöðumann listasafnsins og hann hafði haft samband við málfræðing við háskólann. Klukkan var að verða eitt þegar aðstoðarmaður hans kom með stóra bók um Edgar Degas eftir Pierre Cabanne. Hann sat og blaðaöi í bókinni með hrukkað ennið. Ailt f einu hurfu hrukkurnar og hann greip símtólið. - Viljið þér vísa inn til mín þeim sem boð- aðir hafa verið vegna Sinclair-málsins. Stuttu síðar sátu sjö manns á skrifstofu hans. Stephens kynnti sig og studdi sig upp við skrifboröið. - Þið hafið verið boðuð hingað vegna dauða Ronalds Sinclair. Ég tel það skyldu mína að skýra ykkur frá því að hann hefur verið myrtur. Undrunarsvipur kom á alla viðstadda og sumir hljóðuðu upp yfir sig. - Hvernig hefur það getað átt sér stað? hrópaði Richard Sinclair. hann var hár maður og vel vaxinn en fölur (andliti. - Og hver...? - Ég skal útskýra þetta betur, sagði Steph- ens. - Þið voruö öll í heimsókn hjá gamla manninum í gærkveldi. Þið fóruð öll á sama tíma, um ellefuleytið. En einhver ykkar hefur komið aftur... - Einhver okkart hrópaði Jean Branton, skelfingu lostin. Hún var ung og fögur, Ijós- hærð með dökkbrún augu. - En hverju okkar skyldi detta í hug að myrða Ronald frænda? stamaði hún. - Og hvers vegna í ósköpun- um? - Vegna peninga, svaraði Stephens, stuttur í spuna. - Og allir sem hér eru viðstaddir höfðu sömu ástæðuna. Allir höföu áhuga á að fá arf sinn greiddan. Maðurinn yðar, frú Brant- on, er til dæmis í fjárhagskröggum eftir hina harkalegu útreið sem söngleikurinn „Rauði máninn” fékk. Neil Branton, hár maður vexti og kraftaleg- ur, með dökkt liðað hár, mótmælti ásökun Stephens harkalega. - Og þér, Howard Sinclair, hélt Stephens á- fram eins og ekkert hefði (skorist. - ...Þér vilj- ið gjarnan kvænast fröken Blair en voruð neyddir til að bíöa þar til þér höfðuð lokið námi. Ef þér hefðuð hins vegar haft peninga Ungi Ijóshærði maðurinn fölnaði og unga, dökkhæröa konan, sem stóð á bak við hann, lagði hönd á öxl hans til að reyna að róa hann. - Og þér, Peter Sinclair, sagði Stephens og sneri sér að lyfjafræðingnum sem var óróleg- ur og beit stöðugt í neðri vör. - Þér eyöið alltof miklu fé í veðreiðar og slíkan óþarfa. Þér eruð líka í peningakröggum, er ekki svo? Konan hans svaraöi fyrir hann: - Segið mér, herra lögreglufulltrúi. Eruð þér að reyna að gera okkur öll tortryggileg, eða hvaö á þetta að þýða? - Nei, ég geri mér Ijóst að aðeins eitt ykkar hefur framið verknaðinn, sagði Stephens og sneri sér að lögfræðingnum, Richard Sinclair. - Þér höfðuð líka gilda ástæðu til að myrða frænda yðar. Þér hafið haft lítið að gera við lögfræðistörf síðasta hálfa árið. Yöur vantaði nauðsynlega fé til að geta rekið lögfræðiskrif- stofuna. Auk þess notið þér mikla peninga til eigin afnota. Richard Sinclair spratt á fætur. - Nú er nóg komið, herra lögreglufulltrúi, sagði hann. - Það er útilokað að við höfum öll myrt Ronald frænda. Og hvernig var hann myrtur eiginlega? Það væri fróðlegt að fá að vita það. - í gærkveldi, skömmu eftir að þið fóruð öll frá frænda ykkar, kom eitt ykkar aftur inn um frönsku dyrnar, en þær höfðu verið opnaðar skömmu áður. Umræddur maður kom til að biðja um peninga og til að myrða herra Sinclair ef hann yrði ekki við óskum hans. Það er enginn vafi á því að áköf rimma hefur átt sér stað milli herra Sinclairs og þessa manns og hinum óboðna gesti varð fljótlega Ijóst að að ekki var neins fjárhagslegs stuðn- ings að vænta frá herra Sinclair. Þess vegna hefur hann í bræði sinni sett eitur í vatnsglas sem ráðskonan hafði sett inn til húsbónda síns ásamt meðulum skömmu áður. Síðar í samtalinu hefur morðinginn minnt herra Sinclair á að taka inn meðalið sitt og þaö hef- ur gamli maðurinn gert. Litlu seinna hefur hann orðiö var við að hjarta hans, sem var veikt fyrir, tók að slá ákaft og hefur hann þá líklega gert sér Ijóst að honum hafi verið byrl- að inn eitur. Til þess að morðinginn hlyti mak- leg málagjöld datt honum snjallræði í hug sem honum tókst naumlega að framkvæma áður en hann lést. Stephens gerði hlé á máli sínu. Enginn sagði neitt. - Tónlist og málaralist voru tvö aðaláhuga- mál herra Sinclairs í lífinu. Og áður en hann dó tókst honum að veita þeim sem eftir liföu ótvíræða vitneskju um hver hefði myrt hann. Hann gerði þetta með aðstoð áhugamálanna sinna-tónlistarinnar og málaralistarinnar. - En hvernig? spurði Sylvia Sinclair undr- andi. Stephens tók fram nótnaheftið og sýndi þeim bogana sjö sem mynduðu hið dularfulla orð Degasefeb. - Morðinginn vildi koma herra Sinclair fyrir kattarnef vegna arfsins, hélt Stephens áfram. - Og hann var öllum hnútum kunnugur í hús- inu því að það var ekkert eitur í glasinu þegar við fundum það. í því var aðeins hreint blá- vatn eins og áður. Morðinginn hefur líklega vonað að því yrði strax slegið föstu að herra Sinclair hefði dáið eðlilegum dauðdaga. Öll- um var kunnugt um að hann var hjartveikur. En læknir lögreglunnar uppgötvaði strax að það gat ekki verið. Og nú kem ég loks að hinu dularfulla orði sem hefur valdið mér miklum erfiðleikum og heilabrotum. Fyrsti hluti orðsins - Degas - vísar til hins fræga franska málara, Edgars Degas. Ráðskonan, fröken Roberts, hefur sagt mér að heitasta ósk herra Sinclairs hafi verið að eignast mál- verk eftir þennan meistara. Mér varð strax Ijóst að það hlaut að vera tilgangur Sinclairs að beina athygli lögreglunnar að einu á- kveðnu málverki eftir Degas - en hvaða mál- verki? Degas hefur málað myndir af dansmeyjum, veðhlaupahestum og ótalmörgu öðru. í mynd- um hans er hægt að finna eitthvað sem á við hvert ykkar. Þess vegna varð ég að komast að raun um hvað síðasti hluti hins dularfulla orðs þýddi - Efeb. Hér kom háskólinn til sög- unnar og liðsinnti mér. Orðið er grískt og hjá 15.TBL. 1993 VIKAN 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.