Vikan


Vikan - 29.07.1993, Síða 52

Vikan - 29.07.1993, Síða 52
TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR / MYNDIR: GÍSLIÞÓR o.fl. ÉG VAR AÐ KOMA FRÁ LONDON - ÚR HÖLLU DROTTNINGAR VIKAN KYNNIR SÉR OPNUN BUCKINGHAM-HALLAR 1. Inngangur sendiherra drottningar. 2. Aö hinum konunglegu hesthúsum. 3. Aó svölum drottningar. 4. Danssalur ríkisins. 5. Borósalur ríkisins. 6. Bláa viöhafnarstofan. 7. Tónlistarherbergiö. 8. Stiginn glæsilegi. 9. Málverkasafn. 10. Hvíta viöhafnarstofan. 11. Græna vióhafnarstofan. 12. Hásætissalurinn. 13. Aöalinngangurinn. 14. Aöalsalurinn. 15. Kínverska borösstofan. 16. Hliöarinngangurinn. Fáar byggingar laða að fleiri ferðamenn en Buckingham-höllin í London enda heimili einnar umföluðustu konungsfjöl- skyldu heims. Hingað til hafa þeir sem leggja leið sína þangað þó orðið að láta sér nægja að berja útveggina augum frá rammgerðum hlið- um og girðingum, nema ef vera skyldi kötturinn í barna- gælu Stefáns Jónssonar sem fór og veiddi mýsnar. En nú er þess skammt að bíða að hlið og dyr opnist til að aðrir for- vitnir ferðalangar geti < ......... iliilll llli.il iiiiM llliill llliM Greinarhöfundur ásamt tveimur lögreglumönnum viö eina opna hallarhliöiö sem ætlaö er starfsfólki, en löggæsla veröur mikil þegar dyr Buckingham-hallar opnast almenningi. skyggnst inn í þessar konung- legu vistarverur. Eftir brunann í Windsor- kastala sl. vetur, sem olli tug- milljónatjóni, ákvað Elísabet Bretadrottning að opna að- gang að Buckingham-höll þeg- ar hún er sjálf í öðrum bústöð- um sínum og afla þannig hluta þess fjár sem áætlað er að þurfi til viðgerða á kastalanum. Buckingham-höll mun því verða opin til sýningar fyrir gesti og gangandi frá og með 7. ágúst nk. í þær átta vikur sem drottningin er í sumarfríi. ALDREI VERIÐ OPIN ALMENNINGI Saga Buckingham-hallar er ekki mjög gömul en þetta er í fyrsta skipti sem dyr hennar opnast almenningi í þau rúm- lega 200 ár sem hún hefur verið aðsetur krúnunnar og sennilega er þetta eina kon- ungshöllin í heiminum sem dregur nafn sitt af aðals- manni. Það var John Seffield, hertogi af Buckingham, sem árið 1702 réð William Winde, leiðandi arkitekt þess tíma, til að hanna höfðingjasetur á til- komumesta stað borgarinnar. Húsið komst í konunglegar hendur árið 1762 þegar Ge- org III keypti það fyrir 28.000 pund og varð því fyrst kon- unglegur íverustaður þegar hann ásamt Charlotte drottn- ingu sinni og 18 ára syni þeirra flutti þangað inn. Hús- inu var hins vegar aldrei ætl- að að vera opinber bústaður konungs heldur festi hann kaup á þvi til að Charlotte Hvíta vió- hafnar- stofan er afar glæsi- leg. Hún er skreytt hvítu og gylltu, en Ijósgulur er einnig ráóandi litur. gæti flutt þangað ef hann dæi á undan henni. Við ríkistöku Georgs IV, árið 1820, var framtíð Buck- ingham-hússins hins vegar ráðin. 52 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.