Vikan


Vikan - 29.07.1993, Page 53

Vikan - 29.07.1993, Page 53
FÓLKIÐ VILL HÖLL Arkítekta þessara tíma hafði lengi dreymt um að hanna glæsilega konungshöll í London, sem var ( örri þróun sem lítið borgarsamfélag. Margar stórfenglegar teikn- ingar voru lagðar fyrir Georg konung sem fannst lítið til koma. Sjálfur sagði hann þó að fólkið vildi höll og á fundi með uppáhaldsarkítekt sínum og leiðandi arkítekt þess tíma, John Nash, lét hann í Ijós að hann hefði ekkert á móti því að byggja eina slíka; hann yrði bara að hafa bráðabirgðahúsnæði á með- an og það hafði hann kosið að yrði Buckingham-húsið. Árið 1825 var síðan hafist handa við byggingu Bucking- ham-hallar. Hún var reist úr steini en Nash lét skelina af húsinu, sem var fyrir, standa og nýtti sér mikið úr skipulagi þess. Nash hannaði síðan til- komumikla móttöku- og sam- komusali innandyra, ásamt stórfenglegum skreytingum en höllin eins og hún er nú er að mestu leyti óbreytt verk hans. VIKTORÍA FYRST TIL AÐ BÚA Í HÖLLINNI Þrátt fyrir að Georg IV legði grunninn að Buckingham-höll- inni sem opinberum bústað krúnunnar var það ekki fyrr en Viktoría drottning tók við veld- issprotanum sem Bucking- ham-höll varð formlega kon- ungshöll og höfuðsetur krún- unnar. Hún flutti inn 13. júlí 1837, þremur vikum eftir ríkis- töku sína, en frændi hennar, Vilhjálmur IV konungur, hafði látist 20. júní sama ár. John Nash hafði réttilega spáð fyrir um að höllin yrði of lítil en jafnframt búið hana þannig úr garði að auðvelt væri að ráða bót á því og á valdatíð Viktoríu var ,byggt töluvert við hana. Þessi glæsilegi stiga- pallur, sem er hluti af uppruna- iegri hönnun John Nash, liggur úr anddyrinu upp á aöra hæö. 15.TBL. 1993 VIKAN 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.