Vikan


Vikan - 29.07.1993, Side 54

Vikan - 29.07.1993, Side 54
Úr græna vid- hafnar- her- berginu opnast glæsilegar spegla- huröir inn í mál- verka- safniö. Grænn er auövitaö ráöandi litur, en mest ber á mildum tónum. 600 HERBERGI - 300 STARFSMENN Þótt Buckingham-höllin sé höf- uðsetur krúnunnar er hún ekki síður mikilvæg miðstöð stjórn- sýslu. Þrátt fyrir að Elísabet drottning eyði meirihluta vinnu- ársins í höllinni er aðeins lítill hluti af 600 herbergjum hallar- innar aðsetur fjölskyldumeð- lima og af þeim 300 starfs- mönnum sem tilheyra húshaldi hallarinnar má telja á fingrum annarrar handar þá sem hitta drottninguna reglulega. Nú á dögum gegnir höllin því ekki síður mikilvægu hlut- verki sem vinnustaður og að- setur mikillar skrifstofusam- stæðu sem nauðsynleg er i stöðugt fyrirferðarmeiri stjórn- sýslu nútímans. Innan veggja hallarinnar er pósthús, lögreglustöð og mat- salur starfsfólks. Eldhúsið framleiðir allt að 600 máls- verði á dag og pósthúsið tek- ur við og sendir árlega yfir 100.000 bréf og böggla. Höllin hefur því margþætt hlutverk og er vinnustaður ör- yggisvarða, skrifstofufólks, símavarða, trésmiða, pípu- lagningamanna, garðyrkju- manna, bílstjóra, kokka, þjóna, þerna, hreingerningar- fólks, lögreglumanna og her- manna, svo að eitthvað sé nefnt. Aðeins hluti hallarinnar verður opinn gestum en þar mun meðal annars gefa að líta móttökusali sem taka við 30.000 gestum árlega í boð- um hennar hátignar, tónlistar- herbergið og borðstofuna, auk samkomusala og margra stássstofa hallarinnar, skreytt- um málverkum úr listasafni krúnunnar. STRANGAR REGLUR Undirbúningur hefur verið mik- ill fyrir opnunardaginn. Til að tryggja að mistökin í bruna- vörnum Windsor-kastala end- urtaki sig ekki hafa verið ráðnir 7 brunaverðir til að vera á staðnum og settar upp 56 brunaslöngur ásamt 204 hand- slökkvitækjum og lögð bein símalína á slökkvistöðina. Búist er við að 7000 gestir muni koma daglega í höllina og áætlað er að fólk hafi einn og hálfan tíma til að ganga í gegnum þann hluta sem verð- ur opinn til sýningar. Sérstakt fyrirtæki hefur ver- ið stofnað til að sjá um miða- sölu og framgang málsins en strangar öryggisreglur hafa verið settar. Víst er að mikil löggæsla verður til staðar en einnig hefur verið hugsað fyrir því að hleypa ekki fleirum inn i einu en svo að hægt sé að rýma höllina á 150 sekúndum komi upp neyðarástand. Þegar hafa verið seldir fyrir- fram 10% þeirra miða sem til eru, ýmist til ferðaþjónustunn- ar, einkaaðila eða klúbba. Al- mennt miðaverð er 8 pund en fréttir hafa borist um að miðar gangi á 100 pund á svarta markaðnum (rúmlega 10.000 ísl.). Forsvarsmenn fyrirtækis- ins sem sér um miðasöluna Hinn gulskreytti konungsvagn er vel þekktur. í honum reið Elísabet til krýningar, eins og allir fyrirrennarar hennar frá dögum Georgs IV. 54 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.