Vikan


Vikan - 29.07.1993, Síða 60

Vikan - 29.07.1993, Síða 60
TEXTIOG UOSMHJALTIJON SVEINSSON Eins og endranær mun Siggi Reim tendra bálköstinn á Fjósakletti á föstudagskvöld. Þeir munu halda uppi fjörinu á þjóöhátið ásamt fjölda annarra skemmtikrafta - Helgi Björnsson í SSSól og Árni Johnsen alþingismaöur og brekkusöngvari. Iþrottafelagiö Tyr, sem stendur aö þjóöhátíðinni þetta áriö, hélt mjög svo frumlegan blaöamannafund úti í Elliðaey þar sem dagskráin var kynnt. Þar mætti Gísli Helgason, Eyjapeyi og flautuleikari eins og ýmsir aðrir þeir sem koma munu fram á þjóöhátíö. Árni Johnsen tók hraustlega á móti. IOGAÍNIR DANSANDI LYSA TJOLD Knattspyrnukappar Týs munu klæöast treyjum merktum Samútgáfunni Korpus í sumar en þaö eru einmitt Týrarar sem halda þjóöhátíöina í ár. Hjá leikmönnunum ungu standa þeir Pétur Steinn Guömundsson sölustjóri útgáfunnar t.v. og Sigurgeir Sigmundsson framkvæmdastjóri Týs. - A ÞJOÐHATIÐ í EYJUM jóðhátíðin í Vest- mannaeyjum um versl- unarmannahelgina verður nú haldin í 119. skipti en það var árið 1874 sem eyjaskeggjar héldu hana í fyrsta sinn. Tilefnið þá var að þeir komust ekki vegna veð- urs til hátíðahaldanna í landi þar sem minnst var þúsund ára byggðar á Fróni. íþróttafé- lög Eyjamanna, Týr og Þór, hafa annast hátíðahöldin í Herjólfsdal síðan 1920 og að þessu sinni er það Týr sem á leikinn og búist er við metað- sókn. Mikið verður um dýrðir f Eyjum þjóðhátíðardagana eins og endranær. Bæjarbúar láta ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn og setjast að mótsdagana í Dalnum þar sem hvít hústjöld þeirra mynda götur, stræti og torg á stóru svæði. Aðkomufólk mun vafalítið skipta mörgum þús- undum enda er þjóðhátíðin líkast til orðin vinsælasta úti- hátíð verslunarmannahelgar- innar. Flugleiðir og Herjólfur hafa aukið við ferðum vegna hátíðarinnar og hafa gefið út sérstaka áætlun sem gildir dagana 27. júlí - 4. ágúst. Margt verður sér til gamans gert f Herjólfsdal þar sem fram fer skemmtidagskrá sem hefst síðdegis og stendur jafnan fram á morgun föstu- dag, laugardag og sunnudag. Meðal þeirra hljómsveita sem koma munu fram eru t.d. SS- Sól, Todmobile, Pláhnetan og Hálft f hvoru, Herramenn, Blúsmenn Andreu og Rokka- billyband Reykjavíkur. Einnig verður sérstök dagskrá fyrir börn og hefur verið sérstak- lega vandað til hennar. Því má heldur ekki gleyma að þeir sem meira gaman hafa af að stíga dansinn að gömlum og góðum sið, - með öðrum orð- um að iðka gömlu dansana, hafa til þess sérstakan pall. Fastir liðir verða á dag- skránni eins og endranær og mun nú Siggi Reim tendra brennuna á Fjósakletti einn ganginn enn á föstudags- kvöldinu. Árni Johnsen verður þá heldur ekki langt undan og mun hann leiða brekkusöng- inn af þeim knáleika sem hon- um einum er lagið. □ 60 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.