Vikan


Vikan - 29.07.1993, Side 63

Vikan - 29.07.1993, Side 63
HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HLJÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ' = FRABÆR/MEISTARAVERK = MJÖG GOÐ = GOÐ = SÆMILEG = LELEG Hægðatregðublús, og í því sýnir Skúli hvers hann er megnugur með hljóðnemann en textinn er að mestu sam- ansettur úr sérhljóðum og rit- aður á textablað samkvæmt staðli „Association Phone- tique lnternationale“ (hljóð- fræði). En sem sagt: Frískur og léttleikandi diskur frá Snigla- bandinu, húmorískur og vel fluttur. Það er slatti af sumri á þessum diski. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ BJÖRK: DEBUT PERLA Björk Guðmundsdóttir fer vel af stað á sólóferli sínum. Debut er skemmtileg plata og undirstrikar enn og aftur hvílík perla rödd Bjarkar er. Það heyrist t.d. vel i laginu Venus As A Boy, seiðandi lagasmíð og mjög fagmannlega útsett með tabla-trommu, strengjum og öðru góðgæti. Fólk hefur verið spennt af eftirvæntingu yfir þessari frumraun Bjarkar sem ein- herja á erlendum markaði (að vísu gaf hún út plötuna Litli arabadrengurinn fyrir 17 árum hér heima). Það er óhætt að segja að Debut veldur ekki vonbrigð- um. Hún er bræðingur af dansmúsík, jassi og tölvutón- list, geislar af fjöri og frísk- leika. Það eina sem ennþá tengir Björk við Sykurmolana sálugu (eða hvað?) er útlitið á bakhlið diskhulstursins, stafa- gerðin. Annað er það nú ekki. Bestu lög Debut eru Hum- an Behaviour, Big Time Sensuality, áðurnefnt Venus- arlag, One Day og Aeroplane en annars er ástæðulaust að vera með þessa upptalningu. Debut er góð í heild sinni. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ PLÁHNETAN: SPEIS GEIMPOPP Geimpoppararnir í Pláhnet- unni, með Stebba Hilmars í framlínunni, ná flugi á köflum á fyrstu plötu sinni, Speis. Geimhúmorinn og mynda- klippingarnar ganga upp en þema plötunnar eru alls konar geimhlutir, spútnikkar, eld- flaugastöðvar og geimferðir. í sjálfu sér er Pláhnetan ekki svo ólík Sálinni hans Jóns míns, tónlistarlega séð. Að vísu ber minna á blásturs- hljóðfærum en hjá Sálinni en báðar þessar sveitir er hægt brott lands tækifæranna, ggpÍf | Ameríku. Plötuskribent óskar Bogomil og besta vini hans. I W&EM I Sigtryggi Baldurssyni. sem fer víst með honum, góðrar ferð- E ; Bogomil skilur þó eftir sig ■ ; I1 góðan minjagrip sem er plat- Bt jn)\ an Ekki þessi loiðindi. Sú yljar v ■■ manni um hjartarætur með ■Bv latneskri sveiflu af ýmsum gerðum og er sólskin í hverj- R • S um tóni. Milljónamæringarnir eru líka stór þáttur í hversu vel Ekki þessi leiðindi er svo ___________ ~__________iBI skemmtileg sem raun ber Björk er perla og Debut á vinsældirnar vitni. Leikgleði þeirra Og færni skiliö. r------------------------------------------; að flokka sem popp/rokk I að flokka sem popp/rokk sveitir með „sálar“ ívafi. Stebbi og Friðrik Sturluson (bassi) semja flest laganna. Sigurður Gröndal, sem spilar á gítar, Ingólfur Guðjónsson, sem spilar á hljómborð, en þeir voru báðir i Rikshaw og síðar Loðinni Rottu, og Ingólf- ur Sigurðsson (fyrrverandi SSSól trymbill) skila sínu hnökralaust. Besta lag plötunnar finnst mér vera Sólon. Það er blátt áfram, grípandi og harmóník- an gefur því skemmtilegan blæ. Önnur ágæt lög eru ll*íl Pláhnetan er á einhvers konar linu á nýrri plötu Speis. Spútnik og Gagarín. En svona að lokum: Stebbi hefði gjarn- an mátt sleppa „Bono-gler- augunum". Þetta er einum of augljóst. STJÖRNUGJÖF:*** BOGOMIL FONT OG MILLJÓNAMÆRINGARNIR: EKKI ÞESSI LEIÐINDI ENGIN LEIÐINDI Nú fer hver að verða síðastur að njóta hinnar ómþýðu radd- ar Bogomils Font því heyrst hefur að hann fari af landi Ham hleypur yfir sögu rokksins (hjá sér) frá 1988-1993. V kemst vel til skila, til dæmis vv mætti nefna I Wanna Be Like fYou sem dæmi og lagið á eftir s'i því, Tico, þar sem ásláttur alls \ konar er í aðalhlutverki. Innskot Bogomils í sumar- útgáfuna er mjög velkomið, t „ hann fer á kostum í söngnum, 'L allt er þó mjög afslappað og , mátulega kærulaust og hann ð : ’ er líka mjög frambærilegur W\ slagverksleikari. Af Ekki þessi VrM" leiðindi er Fly Me To The ^ Moon í mestu uppáhaldi hjá mér. \- 5 STJÖRNUGJÖF:**** geimpopp- B O S 0> ^ OG MILJÓNAMÆRINGÁRNIR 'Ý t \ \ ^ * Bogomil er alltaf í góAu skapi. HAM:SAGA ROKKSINS 1988-1993 HAM í STUÐI Þeir félagar í Ham hafa nú^ starfað saman í hálfan áratug" og á þessum tíma hefur þeim tekist að semja ótrúleg lög. Þetta eru lög á borð við Tran- sylvanía, Auður Sif og Trú- boðasleikjari. En öll komu þau út á EP plötunni Hold sem kom út árið 1988. Hún er hér í frábærri heild sinni. Einnig er að finna á Sögu rokksins lagið Lonesome Duke sem kom út á Smekk- leysusafnplötunni World Dom- ination Or Death í maí 1990. En það sem stendur upp úr er tvímælalaust lögin Musculus og Death sem er sérkennilegasta Ham-lagið sem ég hef heyrt, einhvern veginn blandað vestra- stemmningu og trega en þó þungt. Flott lag! Gefðu mér ást er einnig fallegur ástaróð- ur á Ham-verska vísu, Sigur- jón gítarleikari og aðallaga- smiður, örvinglaður í söng sínum, og Óttar Proppé orgar eins og honum einum er lag- ið. Gallinn við Sögu rokksins 1988-1993 er lagið Dimitry sem líður fyrir slæma upptöku en hana skortir jafnvægi milli rása. Einnig er hún nokkuð sundurlaus og byrjar jafnvel á öfugum enda. Hefði ekki verið skemmtilegra að byrja á byrj- uninni, fá sögu bandsins, meiri myndir og svo framveg- is? STJÖRNUGJÖF:*** STUBBAR: Skoska sveitin DEACON BLUE sendi nýverið frá sér plötuna WHATEVER YOU SAY, SAY NOTHING (★★). Ég heyri ekki betur en hér sé á ferðinni poppplata en hún virkar frekar tilgerðarleg og stundum kemur fyrir að maður heyrir jafnvel takta frá DIRE STRAITS og PREFAB SPROUT í einu og sama lag- inu (Peace & Jobs & Freedom) og PAUL YOUNG í öðru (Will We Be Lovers). Það kann ekki góðri lukku að stýra. DC BASEHEAD er fimm svertingja band sem var að gefa út aðra plötuna, NOT IN KANSAS ANYMORE (★★★) sem inniheldur meðal annars djassblandað rapp/- hipp hopp með ádeilutextum en einnig slatta af húmor og klámi. □ HLJÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR 15. TBL. 1993 VIKAN 63 N ÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMP

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.