Vikan


Vikan - 20.04.1995, Qupperneq 18

Vikan - 20.04.1995, Qupperneq 18
MARKAÐSMÁL eru litlir hópar sem átt hafa í útistöðum við okkur vegna skuldasöfnunar. Þeir hafa verið að gagnrýna auglýs- ingar okkar til að reyna að koma sökinni á okkar herðar. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir hafa bara sjálfir stað- ið sig illa í sölunni.11 FARIÐ YFIR STRIKIÐ? Hið víðfræga slagorð Ben- etton um sameinuðu litina „United Colors of Benetton" kom fyrst fram árið 1984. Auglýsingaspjöld með ung- sér heyra, á meðan auglýs- ingin vann víða annars stað- ar til fjölmargra verðlauna. Aftur kvað við nýjan tón hjá Benetton þegar Persa- flóadeilan blossaði upp árið 1991. Fyrsta myndin, sem birtist í þessari herferð, var af hermannakirkjugarði og löngum röðum af krossum. Auglýsingin birtist í tveimur stærstu dagblöðum Ítalíu nokkrum dögum eftir að Persaflóadeilan braust út en var fljótlega bönnuð af yfir- völdum þar í landi. Myndin Prestur mennum með mismunandi kyssir ijtarhátt birtust þá undir "nestir Þessu slagorði í 14 löndum. í hneyksi- Suður-Afríku snerti þetta uðust, hins vegar afar viðkvæmar en aörir stjórnmáladeilur, enda feng- ust myndimar þar aðeins ina ein- birtar í blöðum fyrir svarta kennast lesendur. af kyrrö Líkan af jörðinni varð að 09 ro' tákni hjá Benetton 1986. Ungur ísraelskur drengur sást þar faðma Arabadreng og teygðu þeir sig báðir eftir peningum sem komu frá hnettinum. Að þessu sinni mótmæltu ísraelsmenn kröft- uglega. Þeim fannst auglýs- ingin saka þá um peninga- græðgi. En í Hollandi hlaut hún hins vegar verðlaun. Jó- hanna af Örk, Marilyn Mon- roe, Leonardo da Vinci, Jul- ius Caesar og Adam og Eva urðu helstu persónurnar í herferðinni 1988 en í henni sameinuðust mismunandi menning og saga. Þegar sást í nakið brjóst Evu innundir gallajakka frá Benetton létu amerískir hreintrúarmenn í fékkst heldur ekki birt í Frakklandi, Þýskalandi eða í Bretlandi, auk þess sem mikil blaðaskrif urðu um all- an heim vegna auglýsingar- innar. En það var fleira sem fór fyrir brjóstið á siðferðispost- ulunum. Þegar auglýsing- aspjöld með kossaflensi prests og nunnu birtust á götum úti olli hún miklu hneysli í nokkrum löndum en auglýsingin varð þó aðeins bönnuð á Ítalíu. Skilaboðin um að ástin ætti sér engar hindranir skildust kannski betur í þeim löndum þar sem áhrif kirkjunnar voru veikari. f Englandi fékk myndin t.d. sérstök Evrópuverðlaun en ekkert sló þó viðurkenningu nunnunnar, systur Barböru af Alzey, út þegar hún sendi Benetton bréf þar sem stóð: „Mér finnst myndin einkenn- ast af hlýju, kyrrð og ró.“ Það var hins vegar myndin með nýfædda stúlkubarninu með óklipptan naflastrenginn sem olli fjaðrafoki nær alls staðar. Hörð urðu mótmælin á ít- alíu en Benetton sjálfur var beðinn um að sjá til þess að auglýsingaspjöld í borgum Ítalíu yrðu fjarlægð. Myndin af barninu þótti gróf og áhrif hennar óhófleg. Það var nið- urstaða yfirvalda þar í landi að myndin tæki ekki tillit til til- finninga almennings. Sams- konar gagnrýni varð til þess að myndin var einnig rifin niður í Bretlandi, írlandi og í Frakklandi. RAUNVERULEIKINN HRÆÐIR! Auglýsingaherferðin 1992 markaði nýtt skref fyrir Ben- etton. Þær myndir, sem voru kynntar til leiks, voru í raun- inni fréttamyndir sem þegar höfðu birst í dagblöðum og tímaritum. Viðfangsefnin snertu manninn beint því þau fjölluðu um sjúkdóma, ofbeldi, náttúruhamfarir og þvingaða útflytjendur. Myndin af deyjandi eyðni- sjúklingnum David Kirby inn- an um fjölskyldu sína ieiddi til mikilla blaðaskrifa og um- ræðna um siðferði hinnar nýju auglýsingaherferðar Benetton. Kvalir ættu aðeins heima á ritstjórnarsíðum dagblaða en ekki á auglýs- ingasíðum þeirra. Myndin af eyðnisjúka manninum birtist þó í ensku dagblaði en hratt af stað miklum deilum um allan heim. Fjölskylda Da- vids Kirby lýsti yfir stuðningi við þetta framtak Benetton og kvaðst á blaðamanna- fundi í New York ætla að fylgja eftir auglýsingaher- ferðinni til að undirstrika hættuna á eyðni. í kjölfar alls þessa ákvað Benetton að hefja samvinnu við ýmis fé- lagasamtök í baráttunni gegn eyðni. Bæklingar um öruggara kynlíf voru gefnir út í Norður- og Suður-Ameríku og sett voru upp stór plaköt með smokkamyndum fyrir framan nokkur sjúkrahús í samráði við yfirvöld. Eyðniáherslur Benetton verksmiðjanna hafa ekki minnkað á síðustu misserum og ekki heldur viðbrögðin. Nýlega birti franskur eyðni- sjúklingur heilsíðuauglýsingu með mynd af sér í frönsku blaði með orðunum: „Og mitt í öllum kvölunum heldur sal- an áfram.“ Benetton og Toscani svöruðu hins vegar fyrir sig með því að bjóða stjórnmálamönnum og öðru þekktu fólki til kvöldverðar í Sviss. Mikil varð undrun gestanna þegar maturinn, sem boðið var upp á, var skál með hrísgrjónum og tei, borið fram af alnæmissmit- uðum börnum. KALLAÐ Á FRIÐ! í febrúar 1994 hóf Ben- etton auglýsingaherferð þar sem friðurinn var meginþem- að. Á aðalmyndinni sjást blóðugur stuttermabolur og hermannabuxur hermanns- ins Marinko Gagro sem lést í deilunni í fyrrum Júgóslavíu sem enn stendur yfir. Með myndinni var prentað á óþýddri serbnesku og króat- ísku: „Ég, Gojko Gagro, faðir hins látna Marinko, óska þess að það, sem eftir lifir í minningu sonar míns, verði notað i þágu friðar og gegn stríði." Marinko Gagro, sem, eins og svo margir aðrir her- menn, var ungur maður sem dreymdi um að Ijúka námi og gifta sig, varð að tákni sem mörg friðarsamtök tóku upp á arma sína. Herferð Benetton vakti því ekki einungis deilur heldur einnig athygli áhrifamanna og Benetton og Toscani hlutu verðlaun fyrir þátt sinn í að gera heiminn meðvitaðri um vandamál sín. Kosning- arnar í Suður-Afríku í fyrra urðu að sjálfsögðu að við- fangsefni hjá Toscani. Mynd- ir hans, sem sýndu hvítar og svartar hendur nálgast hvor aðra, voru tákn breytinga frá kynþáttahatri til lýðræðis. Myndirnar í nýjustu aug- lýsingaherferð Benetton eru einfaldari en oft áður en hafa þó þegar vakið deilur m.a. í Þýskalandi þar sem minn- ingarnar um atburðina, sem lauk fyrir 50 árum, eru enn sárar. Myndir Oliviero Toscani í ár sýna ekkert ann- að en gaddavír. í nýjasta bæklingi Benet- ton, sem inniheldur vor- og sumartískuna 1995, er líka leitað á nýjar slóðir, til ísraels og Palestínu. Bæklinginn prýða konur, karlar og börn frá Gazasvæðinu í fatnaði frá Benetton. Hver einstakl- ingur segir eina setningu sem ætlað er að hræra svo- lítið upp í hugum manna. Ibrahim Abou Naji, 65 ára byggingamaður, segir: „Heimurinn lýgur stöðugt að okkur og ég hef aldrei á ævi minni upplifað góðan dag.'O 1 8 VIKAN 4. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.