Vikan


Vikan - 20.04.1995, Side 20

Vikan - 20.04.1995, Side 20
við þrjú hálfsystkini. A heim- ilinu var einnig kötturinn Trilla, ótrúlega gáfuð og skynug skepna, mikil veiði- kló og útspekúleruð í öllu sem hún tók sér fyrir loppur. En einn góðan veðurdag, þegar hún var nokkuð tekin TEXTI: SVAVA JONSDOTTIR NÝ UÓSM.: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON ÞRÍEYKI JOKULS OG JÓHÖNNU Hrafn var frekiudós, lllugi skrsefa og Elísabet villingur. Þessir niðjar rithöfundarins Jökuls heitins Jak- obssonar og blaðamannsins og rit- höfundarins Jóhönnu Kristfóns- dóttur eru núna ritstjóri, rithöf- undur og Ijóðskáld. Írafn, sem er yngstur systkinanna, er rit- stjóri Alþýðublaðs- ins. Inni á skrifstofunni hans eru tölvan og ferðasegul- bandstækið eiginlega einu nýlegu hlutirnir. Gömul, inn- bundin Alþýðublöð standa í hillunum og húsgögnin eru gömul. Tilvalinn vettvangur til að fara rúma tvo áratugi aftur í tímann. Hrafn reykir mikið og reykurinn liðast um skrifstofuna. Það gera iíka tónarnir úr ferðasegulband- inu. Brahms er undir geisl- anum. „Ég og systkini mín, sem eru fimm og sjö árum eldri en ég, ólumst upp í nokkur ár á Seltjarnarnesi. Árið 1968 skildu foreldrar okkar og við fluttum ásamt móður okkar í lítið, gamalt og snot- urt hús í vesturbæ Reykja- víkur. Það hús heitir Skáholt en við það kenndi sig skáldið Vilhjáimur frá Skáholti. Hann var fyrr á öldinni einn litrík- asti persónuleiki bæjarins, konungur Hafnarstrætisrón- anna og skáld gott. Laust upp úr 1970 bættist í hópinn lítil hálfsystir sem heitir Kol- brá Höskuldsdóttir Skarp- héðinssonar. En í allt eigum að reskjast, hvarf hún að heiman og hefur ekki sést sum sé í ein tuttugu ár.“ Elísabet og lllugi voru góð við bróður sinn. Eftir að foreldrarnir skildu þurfti móðirin að vinna mikið úti þannig að heimilishald lenti að nokkru leyti á þeim. „Ég man eftir þeim kornung- um, en þá var ég svo lítill að mér fannst þau vera rígful- lorðin, vera að matreiða pylsur og steikja kjötbollur í matinn. Fyrstu minningar mínar um þau tengjast flest- ar einhverri mjög Ijúfri um- hyggju í minn garð. BÓKAORMURINN ILLUGI Hrafn segir að lllugi hafi verið mjög skrýtið barn. „Hann lá alla daga inni í her- berginu sínu og las bækur. Hann var skræfa sem hafði ekki áhuga á lífinu sem lifað var annars staðar en í heimi bókanna. Að vísu var Elísa- bet alltaf að djöflast með hann því hún var þrælahald- ari og pískaði þessum litla bróður sínum út og gerði hann samsekan í ein- hverjum óhæfu- verkum sem hún stóð fyrir. Annars var hann bóka- ormur og sérvitr- ingur; í rauninni eins og lítið undrabarn.“ Litli maðurinn sankaði að sér fróðleik um alla skapaða hluti og var orðinn fróð- leiksnáma um það leyti sem jafnaldr- ar hans voru að læra að draga til stafs. „Hann hafði furðuleg áhuga- mál. Hann varð mjög snemma Á Grikklandi í gamla daga. „Furöulegt kvikindi þessi skjaldbaka,“ gæti Hrafn verið aö hugsa. sérfræðingur í sjóorustum seinni heimsstyrjaldarinnar og vissi deili á öllum herskipum sem þátt tóku í henni. Illugi býr líka yfir þeim sjaldgæfa eig- inleika að muna eiginlega allt sem hann hefur kynnt sér. Seinna fékk hann til dæmis mikinn áhuga á sögu Rómaveldis og varð sér- fræðingur í þeim efnum.“ III- ugi skipti sjaldan skapi en hins vegar var Elísabet hálf- gerður götust- rákur í sér og út á við var hún herforinginn sem varði þau systkinin gegn hvers kyns árásum. Illuga gekk mjög vel í skóla og var ári á undan. Hann gekk í Mýrar- húsaskóla og Hagaskóla og á unglingsárun- um stundaði hann nám í Menntaskólan- um í Reykjavfk. Þar hætti hann á síðasta ári. „Hann getur huggað sig við það að hann er þrátt fyrir allt líklega mennta- ðasti maður á landinu, að minnsta kosti af þeim sem ég hef kynnst, vegna yfir- burðaþekkingar sinnar á nálega öllum greinum." Illugi les enn mikið en hann safnar hins vegar ekki bók- um og öðru hvoru losar hann sig við marga kassa af bókum. Hann er mikill rólynd- ismaður, húmoristi og með sterka réttlætiskennd. „Hann ætti kannski að fara út í pólitík ef það væri ekki of mannskemmandi djobb. Og eins og systir mín mundi orða það er hann stundum svolítið tilfinningalega bæld- ur í mannlegum samskipt- um. En það stafar þara af hlédrægni." Um nokkurra ára skeið var lllugi áberandi í skemmtana- lífi Reykjavíkur. Hann fór 20 VIKAN 4. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.