Vikan


Vikan - 20.04.1995, Síða 24

Vikan - 20.04.1995, Síða 24
SKYNDIKYNNI iði. Heldur hímdu þeir hálf lúpulegir á sama stað nokkr- um klukkustundum síðar. í fyrstu varð ég nú hálfmóðg- uð fyrir hönd íslenskra kyn- systra minna og einnig ís- lenskra karlmanna. Þetta hljómaði eins og að á íslandi væru engir almennilegir karl- menn og því væri kvenfólkið hér svo hungrað að það stæði í biðröðum eftir útlend- ingum. Þeir, sem ekki fisk- uðu heima hjá sér, gætu því bara komið til íslands í eins- konar smuguveiðar í von um kvótalausan mokafla. Eftir smá umhugsun ákvað ég að gera könnun meðal vinkvennanna um þeirra álit á málinu. Flestar sögðust halda að það væri einhver fótur fyrir sögunni, að ís- lenskt kvenfólk væri ákaf- lega lauslátt. Ein nefndi til sögunnar ítalskt skip sem ■ Þegar maður hittir að- ila sem líkist þeim hug- arórum sem maður elur með sér um draumaelsk- hugann, vill maður ekk- ert frekar en að hella sér út í óstarbrímann. kom hingað til landsins fyrir nokkrum árum. Níu mánuð- um seinna snarhækkaði tíðni fæðinga í höfuðborg- inni. Sagðist hún meðal ann- ars þekkja eina sem hefði lent í þessu. Önnur vildi meina að skipið hefði verið franskt og íslenskar stelpur legið eins og hráviði í lysti- görðum bæjarins með frönskum soldátum. Ég innti þær eftir því hvort þær hefðu sjálfar stundað skyndikynni af þessu tagi. Þær urðu hugsi og nokkrar sögðu að sú væri raunin. Ein sagðist hafa lent í meiriháttar ævin- týri með Bandaríkjamanni á fertugsaldri sem hún hafði hitt á bar. Önnur hafði hitt Amerí- kana á flugvellinum í Balti- more. Sá var á leiðinni til Lúxemborgar með viðkomu á íslandi. Það varð úr að kappinn hætti við að fara á áfangastað og ákvað að eyða vikufríinu með þessari valkyrju á íslandi. Þegar ég spurði hvað henni hefði gengið til þá sagðist hún hafa viljað lenda í smá ástar- ævintýri auk þess sem hún var að gera uppreisn gegn fjölskyldunni. Hún kynnti hann nefnilega fyrir mömmu sem, eins og við var að bú- ast, varð bæði hneyksluð og reið. Þessi unga kona taldi sig annars alls ekki fjöllynda og sagði þetta vera eina skiptið sem hún hefði gert eitthvað í þessa áttina. Ein konan hafði komist mjög nálægt því að lenda í ævintýri með mormóna á hótelherbergi í London. Þau voru stödd á ráðstefnu og eftir nokkra drykki á barnum laumuðust þau upp á hótel- herbergi. Þegar ástarleikur- inn var rétt um það bil að hefjast hætti herrann við þar sem hann gat ekki hætt að hugsa um eiginkonuna og prestaráðið. Það var of miklu að tapa. Ég spurði hvort það skipti hana engu máli að maðurinn væri kvæntur. Hún sagðist þvert á móti fá „kikk“ út úr því að maðurinn væri tilbúinn að hætta svo miklu til þess eins að vera með henni. Það kitlaði hégóma- girndina að hún væri meira spennandi en eiginkonan. Þær nefndu sem ástæðu fyrir því að vera með útlend- ingum að ef maður ætlaði sér skyndikynni á annað borð þá væru þeir góður val- kostur. Maður ætti ekki á hættu að vera stöðugt að rekast á þá á Laugavegin- um. Hægt væri að klára mál- ið á skömmum tíma og úr því yrði ekkert vesen. Ef til- finningar kæmust f spilið væru þær afgreiddar strax. Frekara samband væri hvort eð er landfræðilega útilokað. Allir gætu sýnt sínar bestu hliðar og enginn hætta á að annar aðilinn neyddist til þess að hafna hinum. Þá gæti maður líka látið sig dreyma um hversu stórkost- legt það hefði getað verið ef aðstæðurnar hefðu leyft. . . Maður gæti haldið í draum- sýnina um hversu stórkost- legur karlmaður þessi Ró- meó væri. Svo þegar kæmi að raunveruleikanum þá væri þessi ímynd auðvitað alveg út í bláinn. Maðurinn væri bara eins og annað fólk og í sambúð myndu þau sjálfsagt rífast eins og hund- ur og köttur. DRAUMURINN Þegar maður hittir aðila, sem líkist þeim hugarórum sem maður elur með sér um draumaelskhugann, vill maður ekkert frekar en að hella sér út í ástarbrímann. Og þegar fantasían passar á báðum endum er ekki að sökum að spyrja. Þátttak- endur svífa um háloftin á freyðivínsloftbólum. Svo þegar ískaldur hversdags- leikinn tekur við er hætt við að mesta gosið fari úr kampavíninu. „Hey, bíddu nú við. Þetta er nú ekki alveg það sem ég varð svo hrifinn af. Hvar er þessi dularfulla ástargyðja í rauða kjólnum sem gerði mig brjálaðann á föstudaskvöldið? Nú ertu bara einstæð móðir með áhyggjur af húsaleigunni næsta mánuð.“ Ömurlegt stjörnuhrap. Ein stelpan sagðist stein- hætt að taka mark á karl- mönnum sem reyndu við hana á skemmtistöðum. Þeir sæju bara alls ekki hver hún raunverulega væri. Þegar maður færi út að skemmta sér þá væri maður náttúr- lega að skapa fantasíu með því að mála sig og klæða á ákveðinn hátt til að undir- strika hið kynferðislega. Sem væri auðvitað í góðu lagi svo lengi sem fólk gerði sér grein fyrir því að þetta væri ekki veruleikinn heldur ímyndun. Ekki er nauðsynlegt að fantasían krefjist fullkomins útlits. Sem dæmi þá getur konu dreymt um viðkvæm- an, Ijóðrænan og gáfaðan mann. Svo þegar síðar kem- ur í Ijós að maðurinn er al- deilis ónæmur og lítið skáld er það sérlega spælandi. Aðrar getur dreymt um sterk- an og sjálfsöruggan mann sem lætur engan stjórna sér eða segja fyrir verkum. Svo þegar í Ijós kemur að mamma gamla heldur hon- um pikkföstum í ryðfríum stálgreipum rennur mesti hetjuglansinn af. Þá hafa þær tvo kosti. Að stinga af eða reyna að breyta honum í alvöru hetju. Má ekki á milli sjá hvor leiðin er vinsælli meðal íslensku kvenþjóðar- innar í dag. MISHEPPNADAR TILRAUNIR Þegar fólk tekur sér lang- an tíma til að kynnast kemur í Ijós hvernig það raunveru- lega er til góðs eða ills. Það er hægt að halda uppi glans- mynd í tvö eða jafnvel þrjú kvöld en það er erfiðara að blekkja og halda uppi grímu í 4. 5. og 6. sinn. Ýmsir þeir karaktergallar, sem ekki hæfa hugmyndinni um draumaprinsinn, fara þá að koma í Ijós. Ég hef t.d. eng- an hitt ennþá sem lætur sig dreyma um prinsessu sem talar stanslaust um sjálfa sig og getur svo ekki haldið at- hyglinni í smá stund þegar prinsinn ætlar að segja eitt- hvað. Aðrir segja varla orð allt kvöldið. Ekkert verður af framkvæmdum því áður en til stórtíðinda dregur er væntanlegur bólfélagi stein- dauður úr leiðindum. Konurnar voru sammála um að það, sem væri mest óþolandi á stefnumótum, væri gagnrýni og hroki. Setningar eins og: „Ert þú ennþá í því að þurfa að nota kreditkort? Ég er nú löngu búinn að koma mér út úr því.“ „Var þér aldrei strítt á því, þegar þú varst yngri, hvað þú ert með stuttan háls?“ „Rosalega ertu eitt- hvað stór.“ „Er ekki erfitt fyr- ir þig að finna þér karl- mann?“ Það skal tekið fram að þessi dæmi eru sann- söguleg. Hér koma nokkrar mis- heppnaðar upphafssetning- ar sem þær höfðu fengið. „Veistu að ég er búinn að fylgjast með þér í allt kvöld og þér hefur bara ekki stokk- ið bros á vör. Þú ert alveg hrikalega köld og alvarleg. Reyndu að vera ekki svona frosin. Ertu í fýlu eða hvað?“ Hann klappar henni kump- ánlega á rassinn og reynir svo að fá hana heim í te. Maður um þrítugt beygir sig yfir tvær stúlkur, sem sitja við borð, um leið og hann setur glasið á milli þeirra. Hann púar framan í þær sígarettureyk og segir draf- andi: „Hva, voðalega eruð þið eitthvað lokaðar, stelpur. Eruð þið ekkert fyrir karl- menn eða hvað? Viljiði glas?“ Velklæddur herra- maður grípur um hönd þína og kyssir á hana að fornum evróþskum sið. Um leið og hann lítur upp segir hann: „Hva - rosalega er þér kalt á puttunum. Varirnar á mér hreinlega frusu fastar þegar ég kyssti þig.“ Svo býður hann þér upp í dans og þú veltir því fyrir þér hvar í ósköpunum hann hafi lært 24 VIKAN 4. TBL. 1995
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.