Vikan


Vikan - 20.04.1995, Page 27

Vikan - 20.04.1995, Page 27
nákvæmlega hvort þetta var sá sem hún myndi fara heim með eða ekki. Ef svo var fór hún með honum og áttu þau saman eina fallega nótt, eins og hún orðaði það sjálf, allt ákaflega rómantískt. Svo var hún rokin út aftur næstu nótt til að upplifa annað ævintýri og aðra fallega nótt. Einhver stakk upp á því að hún hefði átt að rukka tíu þúsund kall í hvert skipti, þá væri hún allavega orðin rík. Henni fannst það ekki mjög fyndið en viðurkenndi að eftir að hún hætti þessum leik þá hefði hún lengi verið með mikinn móral. Hún taldi sig hafa átt samneyti við hátt í fjörutíu rekkjunauta með þessu móti. Ein kvennanna, sem var fráskilin, sagði að það skipti öllu máli hvernig aðstæður væru. Hún taldi sig hafa átt eitt besta kynlíf, sem hún hafði upplifað, með karl- mönnum sem hún þekkti lítið og eftir skilnaðinn. í þeim til- fellum, sem henni fannst hún fá mikið út úr kynlífinu, hafði hún rætt við manninn fyrir fram um tilfinningar sín- ar til málsins. Hún hafði t.d. verið að kynnast manni með það í huga að úr þessu gæti orðið varanlegt samband. Þau ákváðu í sameiningu að eyða saman einni nótt án til- lits til þess hvort eitthvað meira yrði úr kynnunum. Hún hafði þá ekki stundað kynlíf með neinum í 6 mán- uði og var alveg að deyja, að eigin sögn. Eftir á hafði henni liðið mjög vel. Hún fylltist orku og átti auðvelt með að einbeita sér í lífinu. Síðar komust þau að því að þeim líkaði alls ekki vel hvoru við annað og ákváðu að láta þar við sitja m.a vegna mismun- andi afstöðu til húsbygginga og barneigna. Hún nefndi einnig til sög- unnar annað tilfelli sem hún sagði vera eina skiptið sem hún hafði látið karlmann tæla sig. Sá maður var bæði glæsilegur og skemmtilegur og var að auki aðili að ástar- ævintýri frá gamalli tíð. Um- rætt kvöld leiddist hún ein- hvern veginn út í að gera eitthvað án þess að ætla það. Um morguninn vaknaði hún með þá tilfinningu að vera skítug og notuð. Væg- ast sagt ömurleg líðan. Henni fannst aðalmunurinn liggja í því hvernig þetta hefði borið að. Einnig var áfengi inni í spilinu í seinna skiptið sem gerði hlutina ekki eins aðlaðandi. Þær sögðu þó flestar að skyndikynni stæðust ekki samanburð við það að vera með einhverjum sem maður elskaði. Það væri eins og að setjast að fjögurra rétta veislumáltíð með kertaljós og rauðvín á meðan skyndi- kynni væru eins og að fá sér pylsu standandi úti í kuldan- um. Það myndi kannski seðja sárasta hungrið en maður fengi enga næringu. Stundum fyndi maður jafnvel til smávegis ógleði á eftir. Einnig gæti sjálfsálitið dottið niður um nokkur stig eftir mikið lauslæti. Sérstaklega þegar báðir aðilar „létust elska“ en væru í rauninni að- eins að nota hvor annan til að deyfa versta einmana- leikann eða efla sjálfstraust- ið og væri í raun alveg sama hvor um annan. í ýmsum andlegum fræð- um er talað um kynlíf sem gefi orku og kynlíf sem taki orku. Kynlíf án ástar tekur orku og ef það er mikið stundað getur það orðið til þess að maður eldist fljótt. Kynlíf, þar sem ást og kær- leikur eru til staðar, er aftur á móti orkugefandi og nær- andi. Það færir fólki dýpt í til- veruna og heldur fólki frísku og unglegu langt fram eftir aldri. Einnig er talað um að orka fólks blandist og það geti setið uppi með þann til- finningaruslahaug sem hinn aðilinn hefur ekki tekist á við, svo sem eins og skömm, reiði eða minnimáttarkennd. Þessi orkublöndun veldur einnig því að það er sárara að losa sig út úr sambandinu eftir að búið er að sofa sam- an. Það breytir eðli sam- bandsins og setur í gang ævagömul forrit um eignar- rétt. I einni bók var því einnig haldið fram að þegar kynork- an slokknaði þá yfirgæfi sál- in líkamann. Kynorkan væri lífsorkan sjálf. í bókinni stóð einnig að það væri ekki endi- lega það sama að búa yfir mikilli kynorku og vera alltaf að stunda kynlíf. Sú goðsögn gengur að það þyki flott að karlmenn sofi hjá mörgum konum. Það kann að vera að svo sé í heimi karlmanna en flestar konurnar voru sammála um að þeim þætti það löstur á karlmanni þegar kæmi að því að velja sér eiginmann eða elskhuga. En mér lék forvitni á að heyra sjónarmið karlmanna á þessum málum. Því greip ég tækifærið þegar nokkrir vinir urðu á vegi mínum og dreif þá inn á kaffihús. Einn þeirra sagðist taka eftir því hjá ungum strákum, sem hann þekkti, og muna eftir úr eigin fari að þeir litu ekki á stelpur sem mann- eskjur. Þær væru meira svona eins og dularfullar verur eða kyntákn. Allt öðru- vísi en þeir sjálfir. Hann sagðist hafa haft þetta við- horf sjálfur þegar hann var yngri en eftir því sem hann varð eldri og fór að eignast börn og eiga samskipti við konur á allt öðrum forsend- um þá hefði viðhorf hans breyst. í dag ætti hann marga vini á meðal kvenna. Hann sagði mér sögu af nokkrum vinum sínum sem bjuggu f íbúð í Breiðholti á þeim tíma sem Broadway var og hét. Þeir höfðu efnt til samkeppni sín á milli um hver þeirra kæmist yfir flest- ar konur. Stigatafla var fest upp á vegg með nöfnum þeirra allra og í hvert skipti, sem einhver þeirra svaf hjá konu, merkti sá hinn sami strik á töfluna til marks um karlmennsku sína. Sá öflug- asti meðal þeirra hafði stundað það að fara snemma niður í Broadway, ná sér í konu, fara með hana heim, sofa hjá henni í hvelli, fara svo aftur niður í Broad- way, ná sér í aðra og endur- taka leikinn. Mest hafði hann komist yfir þrjár konur á einu kvöldi með þessu móti. Sá, er sagði söguna, gat ekki munað hversu mörg strik lentu á töflunni og þó að þetta væri spaugilegt fannst honum þetta bera vott um mikið virðingarleysi gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hann vissi að sá kræfasti hefði átt erfitt uppdráttar í bernsku og kom með þá tilgátu að þetta hefði verið tilraun til þess að þæta upp það sem hann hefði farið á mis við þá. Ég spurði annan mann að því hvað honum fyndist um að sofa hjá konu sem hann þekkti ekkert og um leið og hann hitti hana. Hann sagði að hvað hann ætlaði sér með konuna réði öllu um viðhorf hans til málsins. Þegar hann var á sínu „skyndikynna skeiði“ fannst honum náttúrlega frábært ef konan var tilkippileg án allra málalenginga og að sama skapi óþolandi ef hún var það ekki. En ef hann væri verulega hrifinn þá myndi hann alls ekki sofa hjá henni á fyrsta stefnumóti. Málin væru of viðkvæm til þess að fara rugla þau með of stór- um skrefum. Þegar kæmi að því að velja sér konu til þess að vera með í framtíðinni þá sagði hann það skipta máli að hún væri ekki „lauslát". Þetta atriði hefði með traust að gera. Hann vildi geta ver- ið öruggur um að konan hans stæði ekki I framhjá- haldi þegar hann væri fjar- staddur. Hann vildi meina að þetta viðhorf væri flestum karlmönnum sameiginlegt. Hann sagði það einnig al- gengan misskilning að það væru eingöngu karlmenn ■ Einn þeirra sagðist taka eftir því hjó ungum strákum, sem hann þekkti, og muna eftir úr eigin fari að þeir litu ekki á stelpur sem mann- eskjur. Þser vseru meira svona eins og dularfullar verur eða kyntákn. sem sæktust eftir skyndi- kynnum. Sjálfur væri hann alltaf að hitta konur sem hefðu aðeins áhuga á kynlífi og engu öðru. Að sama skapi hefðu margir karlmenn ekki áhuga á skyndikynnum heldur væru að leita að ein- hverju dýpra. Niðurstaðan úr þessari litlu könnun er á endanum sú að allir þrá líkamlega ná- lægð innst inni. Hvort sem við erum tilbúin til að eyða lífinu með einni manneskju eða ekki þá er þetta eitt sterkasta aflið innra með okkur og fær okkur til að gera hluti sem við hefðum aldrei trúað upp á okkur að óreyndu. Og þó að við séum oft smeyk við að hleypa öðru fólki of nálægt okkur þá er þetta samt sem áður það sem knýr okkur til þess að reyna aftur. . . . og aftur. . . . og aftur. . . . og aftur. . . . 4. TBL. 1995 VIKAN 27 SKYNDIKYNNI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.