Vikan


Vikan - 20.04.1995, Side 52

Vikan - 20.04.1995, Side 52
09 BRYNJA BJÖRK HARÐARDÓTTIR Ungfrú Suðurnes er Brynja Björk Harðardóttir. Hún hefur alltaf búið í Njarð- vík en hún fæddist á sjúkra- húsinu í Keflavík fyrir 19 ár- um, þann 20. maí árið 1975. Hún er því í Nautsmerkinu. Um síðustu áramót útskrif- aðist hún sem stúdent af tungumálabraut Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. í skólan- um var hún ritari nemenda- félagsins. Hún stundar nám í píanóleik í Tónlistarskóla Njarðvíkur og vinnur í Nýja bakaríinu, Sólhúsinu og hjá Kynnisferðum. Næsta haust liggur leiðin til Parísar þar sem hún ætlar að halda frönskukunnáttunni við í nokkra mánuði. Tannlækn- ingar heilla hana og hefur hún hug á að fara í nám í Skandinavíu. Foreldrar Brynju eru Hörð- ur Karlsson og Anna Sigurð- ardóttir og hún á fjögur hálf- systkini og þrjár alsystur. Brynja er 173 sm á hæð. SIGRÍÐUR ÓSK KRISTINSDÓTTIR Ungfrú Norðurland er Sig- ríður Ósk Kristinsdóttir. Hún er 18 ára, fædd 7. júní árið 1976 og er í Tvíburamerkinu. Sigríður er borinn og barn- fæddur Akureyringur. Hún er á náttúrufræðibraut í Verk- menntaskólanum auk þess sem hún vinnur í Toppsól og Selnesti. Eftir stúdentspróf ætlar hún að taka sér árs frí frá námi og hún hefur áhuga á að fara svo í nám tengt heilbrigðisgeiranum. Á unglingsárunum æfði Sigríður jassballett og í sex ár lærði hún á fiðlu. Hún hef- ur gaman af að fara í leikhús og kvikmyndahús, stundar útiveru og er í líkamsrækt. Á Akureyri hefur hún tekið þátt í nokkrum tískusýningum og sýnt föt úr verslunum þar í bæ. Foreldrar Sigríðar eru Kristinn Einarsson og Sóley Guðmundsdóttir og hún á þrjá bræður. Sigríður er 174 sm á hæð. 52 VIKAN 4. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.