Vikan


Vikan - 20.04.1995, Side 60

Vikan - 20.04.1995, Side 60
17 HRAFNHILDUR HAFSTEINSDÓTTIR Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er Ijósmyndafyrirsæta Reykja- víkur. Hún er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, er 19 ára, fædd 7. febrúar 1976 og er í Vatnsberamerkinu. Hún er nemandi í Verslun- arskóla íslands, stefnir að stúdentsprófi og eftir það langar hana að nema sál- fræöi eða tungumál. Með skólanum vinnur hún í sölu- turni og á sólbaðsstofu auk þess sem hún hefur fengist viö fyrirsætustörf. Fyrir tveimur árum var hún kosin forsíðustúlka Samúels og í framhaldi af því fór hún í Hawaiian Tropic fegurðar- samkeþpnina. í sex ár æfði hún ballett en núna eru áhugamálin líkamsrækt, úti- vera, ferðalög og vera með vinum og kunningjum. Foreldrar Hrafnhildar eru Hafsteinn Jónsson og Gunn- hildur Arnardóttir og hún á eina systur. Hrafnhildur er 175 sm á hæð. INGIBJÖRG KRISTÍN FERDINANDSDÓTTIR Ingibjörg Kristín Ferdin- andsdóttir aldist upp á Kjal- arnesi en hefur búið í Reykjavík í tvö ár. Hún er tuttugu ára, fædd 24. sept- ember 1974 og er í Vogar- merkinu. Árið 1993 útskrifaðist hún sem stúdent af nýmálabraut Kvennaskólans í Reykjavík. Þá um haustiö hóf hún nám í þýsku við Háskóla íslands en síöasta vetur hefur hún numið uppeldis- og kennslu- fræði við Háskólann. í fram- tíðinni gæti hún vel hugsað sér að verða þýskukennari. í þrjú ár lærði hún á píanó en hún hefur sett það „á hill- una“. Núna eru áhugamálin líkamsrækt, útivera, tungu- mál og Ijóöagerð og -lestur en Tómas Guðmundsson er í miklu uppáhaldi. Foreldrar Ingibjargar eru Ferdinand Ferdinandsson og Marsibil Jónsdóttir og hún á eina systur og tvo bræður. Ingibjörg er 172 sm á hæð. 60 VIKAN 4. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.