Vikan


Vikan - 20.04.1995, Qupperneq 63

Vikan - 20.04.1995, Qupperneq 63
• • STJORNUSPA FYRIR MAI HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Þú hefur undanfariö þurft að horfast í augu við staðreyndir og þá er freistandi að líta í aðrar áttir. En þú mátt ekki vanrækja ýmislegt sem lýtur að daglegu amstri, starfinu, peningum og þú verður að gera áætlanir til lengri tíma. Vissulega getur verið erfitt að vafstra í atriðum, sem virðast smávægileg, en með því að gefa þeim gaum elurðu með þér dýrmætan sjálfsaga. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Þegar sólin kemur inn í nautsmerkið finnst þér þú endur- heimta sjálfstraustið en það gerist þó ekki fyrr en um miðjan mánuð- inn. Lífið mun taka einhverjum breytingum i kjölfarið en þær munu þó ekki liggja í augum uppi. Það er ekki langt síðan að þér hefði þótt fýsilegast að láta sem ekkert væri en nú tekstu á við lífið af meiri styrk og rólyndi en áður. Eftir þann 21. skaltu reyna að bæta úr fjármálunum þótt það kunni að virðast flókið. Þú munt heldur hagnast af ókunnum þáttum en þeim sem þú þekkir til. TVÍBURARNIR 22. mar - 22. júní í byrjun mánaðarins litur hann Ijómandi vel út en brátt kemur babb í bátinn. Þú kynnist því hve miklu þú getur fengið áorkað undir réttum kringumstæðum. Láttu ekki hugfallast þótt erfiðleikar eða efa- semdir vilji draga úr þér kjarkinn. Einbeittu þér þá að smáatriðunum og gríptu til þolinmæðinnar. Óþægi- legar aðstæður í heimilislífinu krefj- ast athygli þinnar og þess að þú takir á þeim málum af heilindum. Um það leyti sem nýtt tungl er á himni þann 29. ættirðu að eiga besta möguleika á þvi að takast á við erfiðleika. KRABBINN 23. júní - 23. júlí Tungl hins óvænta, Úranus, heimsækir krabbamerkið í mánuðin- um og það tengist nánum sambönd- um og sameiginlegri áhættutöku, enda hafði tunglmyrkvinn töluverð áhrif á fólkið í kringum þig. Einkum ræðir það opinskárra við þig og hirð- ir ekki, eins og fyrr, um það að valda ekki sárindum. Láttu það ekki hafa of mikil áhrif á þig því tækifærin liggja í loftinu og þú þarft að ganga til samstarfs við annað fólk til þess að nýta þau til fullnustu. UÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst í þessum mánuði skiptir töluverðu máli hvernig skaplyndi þínu verður háttað ekkert síður en það sem mun drífa á daga þína. Af þessum sökum skaltu hugsa þig vel um þegar þú stendur frammi fyrir erfiðum aðstæðum og þarft að bregðast við þeim. Liklegt er að eitt- hvað gerist um það leyti sem tungl VOGIN 24. sept. - 24. okt. í fyrstu kanntu að velkjast í vafa um hvernig þú eigir að nálgast ýmis margræð málefni. Aðrir eiga hlut að þeim málum og inn i þetta fléttast fjármálin þín að einhverju leyti. Fé- lagar þínir virðast ekki getað hjálpað þér við úrlausnirnar og það veldur þér nokkrum kvíða. Þá ríður á að þú er fullt þann 14. og þegar sólin „á í höggi við“ Plútó þann 20. Kröfur annarra kunna að virðast ósann- gjarnar en stundum er illu best af lokið og þá má satt kyrrt liggja. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þér standa nú opnir mögu- leikar, sem ögra vitsmunalegum hæfileikum þínum, og þér gefast tækifæri til þess að víkka sjóndeild- arhringinn, til dæmis með námi, leik eða starfi. Þú munt sjá lífið í nýju Ijósi. Óvissa kann að skjóta upp kollinum um hvað þú eigir að taka til bragðs en mundu að þetta árið gengur yfir tími breytinga og til þess að svo megi verða þarftu að bregð- ast við nýjum aðstæðum. Þegar Mars, tungl sjálfsins og orkunnar, kemur inn í Meyjarmerkið þann 25. muntu eiga auðveldara með að segja skilið við vangavelturnar og taka afstöðu. sért ákveðin og hvikir ekki frá sann- færingu þinni. Sú afstaða kann að verða þér þung í skauti til að byrja með en með tímanum kunna aðrir vel að meta slíka ákveðni og þú öðl- ast aukna sjálfsvirðingu. SPORDDREKINN 24. okt. - 22. nóv. Nú er tími til þess að meta eigin stöðu og hlutverk og hegðan annarra gagnvart þér og þínu lífi. Fullt tungl í Sporðdrekamerkinu varpar Ijósi á þær tilfinningar þínar sem varða varnarleysi en um leið finnurðu leiðir til þess að afgreiða þær. Þessi endurlausn varir þangað til þér auðnast að finna leiðir til veru- legra breytinga í Iffi þínu eða starfi. Þú þarft ekki að einbeita þér að ákvörðununum heldur skaltu gefa þér góðan tíma til þess að hugsa málið. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 21. des. Þú kannt að standa frammi fyrir nýjum og freistandi tækifærum jafnframt því að þurfa að kljást við ruglingslegar flækjur sökum misskiln- ings. En þessar erfiðu aðstæður munu koma þér að gagni síðar og því er mikilvægt að þú gangir hreint til verks við að koma málum á hreint. Gleymdu þó ekki eigin heilsu og sinntu bæði lík- amlegum sem andlegum þörfum þín- um. Og í ástarmálunum kann að rofa til. Þannig lýkur mánuðinum á mun farsælli nótum en hinn falski hljómur í upphafi hans gaf fyrirheit um. STEINGEITIN 22. des. - 20. janúar Fram til 21. skaltu einbeita þér að þínum eigin málefnum til þess að þú getir notið lifsins til fulls. Fólk, sem stendur þér nærri, á í ein- hverjum erfiðleikum en þú skalt halda þér utan við þau vandamál eins og þú getur. Þannig verðurðu svo gagntekin af þínum eigin mál- efnum að ýmislegt, sem átti hug þinn allan fyrir skömmu, er orðið þér svo fjarlægt að það kemur þér á óvart. Þetta styrkir þig og sjálfsmynd þína og þú sérð sjálfa þig í nýju Ijósi. VATNSBERINN 21. janúar -19. febrúar Snemma mánaðarins reyn- irðu að berjast gegn hugsanlegum breytingum á lífi þínu, heima eða í vinnunni. Baslið á hug þinn allan fram til 20. Sá dagur verður líklega vendi- punktur sem rekja má til áhrifa frá Plú- tó. Þegar allt er um garð gengið og þú lítur til baka veltirðu fyrir þér yfir hverju þú hafir eiginlega verið að stressa þig! Þér náið fólk kann að virðast fjarlægt um nokkurt skeið en þú skalt ekki hafa áhyggjur af því og þótt eitthvað kunni að breytast þá merkir það ekki að heimurinn sé að farast. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Þó að þú varpir fram frábær- um hugmyndum er ekki þar með sagt að þeim verði tekið sem slík- um. Ástæðan er sú að fólk er ekki alltaf í skapi til þess að gefa hug- myndum annarra gaum. Þess vegna er farsælast að bíða þar til rétta stundin rennur upp og í þínu til- viki gæti það oröið kringum þann 16. Fáir munu eiga auðvelt með að neita þér um það sem þú biður um. En þótt tiltekið málefni eigi hug þinn allan um tíma skaltu gæta þess að vanrækja ekki þína eigin velferð. ^ STJÖRNUSPÁ Á FRÓÐA-LÍNUNNI ■ ™ Þar getur þú heyrt afmælisdagaspá og rómantíska spá. Verð 39,90 mínútan. 4. TBL. 1995 VIKAN 63 STJORNUSPA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.