Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 64

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 64
SÁLRÆN SJÓNARMIÐ JÓNA RÚNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ Við bregðumst að þessu sinni við bréfi frá móður lesbískrar stúlku. Þessi umrædda móð- ir kýs að kalla sig Höllu og hefur meðal annars áhyggjur af því að hún verði aldrei amma vegna kynhneigðar dóttur sinnar, sem hún fyrir- lítur. SKAMMAST SÍN FYRIR KYNHNEIGÐ DÓTTURINNAR „Það var fyrir um það bil tveim árum sem eina dóttir mín og einkabarn viður- kenndi það fyrir mér og föður sínum að hún rúmslofti. Ég óttast það að hún sé að kalla refsingu Guðs yfir sig með þessu ósæmilega hátterni," segir Halla. ÁHRIF DROTTINS EÐA DJÖFULSINS Halla fullyrðir það beinlín- is, að dóttir hennar hafi gengið djöflinum á vald og að hún sé undir verndar- væng hans og samstarfs- manna hans á jörðinni. Þau hjónin tilheyra íslensku þjóð- kirkjunni og Halla bendir á að Drottinn sjálfur sé alfarið andvígur samböndum fólks af sama kyni. ,'^Hvernig get DOTTIR MIN ER LESBIA Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rit- handarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran Kambsvegi 25, 104 Reykjavík ÉG VERÐ ALDREI AMMA hneigðist til kvenna. Við fórum gjörsamlega í rúst við hjónin og ég er ekki ennþá komin yfir þessa staðreynd og kemst lík- lega aldrei,“ segir Halla og heldur áfram að telja upp hve sárt það sé að komast að samkynhneigð barnsins síns. Hún segir að hún skammist sín fyrir það að viðurkenna þennan ósóma við nokkurn mann. REFSING GUÐS OG GLÖTUN „Dóttir mín býr þessa stundina með konu, sem er þó nokkuð eldri en hún og við foreldrar hennar höfum ekki komið á heim- ili þeirra og munum ekki gera. Ég álít að konan, sem dóttir mín býr með, hafi kallað þetta ógeð fram í dóttur minni. Hún hefur áður búið með ungum stúlkum og er því vön að tæla sér yngri konur,“ segir Halla og bætir því við að það sé ömurlegt að þurfa að sætta sig við að horia upp á barnið sitt steypa sér í því- líka glötun og þykja það bara í góðu lagi. „Við hjónin er- um mjög trúuð og höfum sinnt kristilegu safnaðar- starfi um tveggja áratuga skeið. Við hjónin ólum dóttur okkar upp í því and- ég losað dóttur mína við þennan ófögnuð? Heldur þú, kæra Jóna Rúna, að sálfræðimeðferð myndi hjálpa henni út úr þessum afbrigðilegheitum? Er ekki samkynhneigð einhvers konar geðveiki? Hvernig getur gott barn breyst á þennan hátt? Er ekki hætta á að hún fái alnæmi af þessari konu sem hún býr með? Vonandi getur þú leiðbeint mér. Ég treysti því að þú passir að við þekkjumst ekki. Ég gæti ekki afborið það,“ segir Halla. SAMKYNHNEIGÐ ER EKKI GEÐVEIKI Sökum þess að Halla spyr hvort samkynhneigð sé ekki einhvers konar geðveiki er rétt að benda henni á þá vís- indalegu staðreynd að svo er alls ekki. Kynhneigð sam- kynhneigðra er ekki frá- brugðin kynhneigð gagnkyn- hneigðra, nema að því leyti að hún beinist að einstakl- ingi af sama kyni, ef hún nær að vaxa og dafna. Það er því hætt við því að sál- fræðimeðferð breyti ekki kynhneigð samkynhneigðra. Það er alls ekki álitið sjúklegt að vera samkynhneigður, frekar en það er ekki álitið sjúklegt að vera gagnkyn- hneigður. Staðreynd allrar heilbrigðrar kynhvatar er að hún verður ekki sjúkleg nema ef hún beinist gegn öðrum á afbrigðilegan og skaðsaman hátt í gegnum ranghugmyndir og siðleysi. NIÐURSTÖÐUR VÍSINDA OG SAMKYNHNEIGÐ Samkynhneigð er með- fædd og verður ekki lærð eða áunnin eftir því sem nýj- ustu rannsóknir vísinda- manna segja til um. Rann- sóknir hafa meðal annars gefið til kynna að um sé að ræða líkamlegar ástæður í langflestum tilvikum sam- kynheigðra, án þess að ástæða sé til að hætta sér út í frekari útskýringar á þvi hvað nákvæmlega í heilan- um staðfestir að viðkomandi sé samkynhneigður. Það er því hætt við því að Halla verði að sætta sig við þá óumflýjanlegu staðreynd að dóttir hennar sé einungis með samkynhneigð sinni að fylgja eftir raunverulegum og heilbrigðum hvötum sem henni eru eðlilegar. Hún er því í fullum rétti til að gefa þeim lif, í samneyti við þá mannveru sem hún elskar og virðir, án afskipta ann- arra. VEGIÐ AÐ MANNRÉTTINDUM SAMKYNHNEIGDRA Þar sem Halla álítur að sambýliskona dóttur hennar hafi að þessu leyti spillt henni þá er nauðsynlegt fyrir Höllu að átta sig á því að það er ekki hægt að búa samkynhneigð til í fólk. Hún er, eins og áður sagði, með- fædd en ekki áunnin. Áhyggjur Höllu beinast líka að því að hún komi ekki til með að eignast barnabörn sökum þess að dóttir hennar elskar konu en ekki karl. Það er ekkert sem segir að við þurfum endilega að fæða börnin okkar sjálf. Dóttir hennar getur tekið barn til uppeldis, ef slíkt verður, þótt síðar verði, leyfilegt með lögum. Það uppeldisbarn dótturinnar yrði barnabarn Höllu. Eins og málum sam- kynhneigðra er háttað í dag er ekki álitið æskilegt að þeir ali upp börn. Þetta þýðir náttúrlega að verið er, með slíkri niðurstöðu, að vega að mannréttindum þeirra. SAMKYNHNEIGÐIR SANNANLEGA GÓDIR UPPALENDUR Það hefur þegar margoft komið fram að samkyn- hneigðir eru síst lakari upp- alendur en gagnkynhneigðir. Ekki fyrir löngu var gerð rannsókn á börnum sem al- ist hafa upp hjá samkyn- hneigðum og niðurstöður þeirrar rannsóknar komu illa við þá sem hafa fordæmt slíkt uppeldi. Börnin stóðu á allan máta jafnfætis börnum, sem gagnkynhneigðir höfðu alið upp og ef eitthvað var, almennt í betra jafnvægi andlega. Þau stóðust öll próf sériræðinga og matfólks þannig að engin ástæða er til að efast um uppeldis- hæfni heilbrigðra, samkyn- hneigðra sambýlinga eða einstaklinga. LESBÍUR OG ALNÆMI Hvað varðar það að dóttir Höllu kunni að fá alnæmi í því ástarsambandi, sem hún er í við sambýliskonu sína, er þetta að segja. Alnæmi er ekki einkasjúkdómur sam- kynhneigðra eins og margir virðast halda. Þessi átakan- legi sjúkdómur tilheyrir gagnkynhneigðum líka. Hann hefur verið áberandi meðal homma en ekki lesbía. Eins og allir vita hefur sjúkdómurinn ekkert síður lagst á þá sem eru gagnkyn- hneigðir en þá sem eru sam- kynhneigðir. Smitleiðir eru taldar tengjast kynlífi í öllum aðalatriðum. Það er full ástæða fyrir alla íslendinga að lifa ábyrgu kynlífi þar sem engar áhættur eru teknar í sambandi við kynlíf. Lesbíur eru kannski sá hópur í sam- félaginu sem telst vera í minnstri hættu hvað þetta snertir. ÓTTINN EKKI í SAMRÆMI VIÐ STAÐREYNDIR Allir, sem eru óábyrgir í kynlífi, geta smitast af al- næmi og að því leyti eru lesbíur kannski engin sér- stök undantekning. Stað- reyndir segja þó að þær hagi kynlífi sínu með þeim sér- staka og áhættulitla hætti að ekki ætti að stafa nein sér- stök hætta af þeim, fremur en öðrum sem passa að verjast mögulegum smit- leiðum alnæmis. Ótti Höllu er kannski ekki alveg í sam- 64 VIKAN 4. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.