Vikan


Vikan - 20.04.1995, Side 70

Vikan - 20.04.1995, Side 70
ÆTTARVELDI ▼ Jane Mans- field var á meóal þeirra þekktu kvenna sem Jack leitaói á. um þreifingum af hendi Bandaríkjaforseta. Jack notaði sér banvænan óstöðugleika vesalings Mar- ilyn og þegar hann var búinn að Ijúka sér af, rétti hann Robert, bróður sínum hana. Einn þeirra, sem skemmti sér með Bobby á sjöunda áratugnum, segir um hann: „Ljótur persónuleiki, hat- ari sem felldi móralska dóma um alla, á meðan hann hélt fram- hjá án afláts." Bobby var bara að keppa við stóra bróður. Bandaríkjaforseti deildi ástkonum með glæpa- mönnum meðan á Kúbudeilunni stóð. Hann lagð- ist með nektar- ► Marilyn Monroe syngur afmælis- sönginn drafandi röddu fyrir JFK áriö 1962. For- setinn mis- notaói sér banvænan óstöóug- leika leik- konunnar. ▼ Ted skildi Mary Jo eftir í sokknum bíl undir þessari brú. þ Robert Kennedy liggur hér í blóöi sínu eftir aó hafa veriö skotinn til bana á Ambassa- dor Hótelinu 1968. dansmeyjum í New Orleans. Hann táldró sína eigin ritara og barnfóstrur sem urðu barnshafandi af hans völd- um og urðu að fara til Puerto Rico í fóstureyðingar. Hann pantaði til sín vændiskonur í sama magni og flestir Bandaríkjamenn fá sendar heim pítsur. Frændi hans, John Davis, hefur sagt: „Hérna var þessi algeri svindlari, þessi kvennabósi og tækifærissinni. Allir okkar draumar snerust um hann. Hvílík vonbrigði." Ekki jafnmikil vonbrigði og Chappaquiddick, fyrsta en engan veginn síðasta Kenn- edyhneykslið. Miðað við þá, minnir breska konungsfjöl- skyldan á aðalleikarana í „Tónaflóði." Edward Kenn- edy skildi Mary Jo eftir undir Dikebrúnni í sokknum bíl, meðan hann fór heim, fékk sér blund, borðaði morgun- verð, las blöðin og tilkynnti loks um slysið. Þegar þar var komið sögu var Mary Jo dauð drottni sínum. Faðir Teds sagði eitt sinn við hann: „Ef þú sérð að ein Feðgarnir, Teddy eldri og yngri, yfirgefa sjúkrahúsió þar sem sonurinn missti fót árió 1973. kökusneið er eftir, skaltu taka hana og eta hana.“ Yngsti sonurinn hefur verið að því æ síðan, svindlað á prófum í Harvard, farið úr buxunum á börum í Wash- ington, er enn að veiða ungl- ingsstúlkur upp af götunum og á kvennafari með yngri Kennedymönnunum. Það var einmitt það sem hinn 59 ára gamli öldungardeildar- þingmaður var að gera á Willy Smith svarar spurningum fréttamanna eftir aö hann hafói veriö ákæróur fyrir nauógun. föstudaginn langa, með Patrick syni sínum og Willy Smith, þegar Patti Bowman var nauðgað á einkaströnd þeirra. Og hvað hafði höfuð ætt- arinnar um þetta að segja? Þegar Rose Kennedy lést í ársbyrjun, 104 ára að aldri, hafði hún lengi ornað sér í þeirri sælu trú að hún væri eins konar bandarísk drottn- ingarmóðir. Þeir, sem þekktu hana best, hafa kallað hana eina af nornum Macbeths. Rose var svo harðbrjósta að hún fékk sér sundsprett og tók í golf áður en hún kallaði á hjálp þegar Joe gamli fékk fyrsta hjartaáfallið. Rose hafði áhuga á völd- um og hefnd frá unga aldri og sagði: „Það er miklu mik- ilvægara að vera móðir mik- ilmennis en að framleiða listaverk." Hungursneyðin í írlandi á síðustu öld, rak forfeður hennar til þess að flytja til Bandaríkjanna og Rose sá til þess að öll 29 barnabörn hennar læsu bók Leons Uris um málið og reyndi að koma Bretahatri sínu að við hvert tækifæri, þrátt fyrir tíma sinn við hirðina. Á milli þess sem Bobby var á kvennafari tókst hon- um að geta ellefu börn við Ethel. Meðal þeirra eru Bobby yngri, fyrrum heróín- fíkill sem hefur verið hand- tekinn tvisvar fyrir fíkniefna- brot. Svo var það David. Hann lést fyrir tíu árum af of- neyslu eiturlyfja á hótelher- bergi í Flórída eftir heillar viku svall, þá 28 ára gamall. Courtney, fimmta þarnið, hefur alltaf verið uppreisnar- gjörn. Courtney er gift Paul Hill, einum Guildford-fjór- menninganna. Hill er íri, sem hætti í skóla 14 ára og hefur varið hálfri ævinni í fangelsi. Þegar Courtney kom fyrir rétt í Belfast í fyrra, til þess að styðja Paul, sem var að biðja um náðun vegna dóms fyrir að drepa breskan her- mann, tók Kennedynafnið á sig nýja vídd. Nauðgun, manndráp og nú hryðju- verkastarfsemi eru aðeins þrír þeirra glæpa sem fjöl- skyldan hefur þurft að hreinsa sig af. Afbrotalisti Kennedyfólks- ins virðist endalaus. Meira að segja Teddy yngri, sem missti fót vegna krabba- meins barn að aldri, hefur verið handtekinn fyrir ma- ríjúananeyslu. í skoðana- könnun fyrir fjórum árum kom í Ijós að Kennedynafnið tengdist fremur hneyksli og ólifnaði en stjórnmálalegum frama eða góðgerðarstarf- semi. Hvað þá með John-John, litla prinsinn, 34 ára og goð- um líkan? Besti vinur hans gegnum árin er Willy Smith, sá sem var ákærður fyrir nauðgunina. John-John kom eitthvað nálægt dópi í há- skóla og féll tvisvar á laga- prófum, líklega vegna þess að hann varði meiri tíma í að kynna sér visku vinkvenna sinna, Madonnu og Daryl Hannah. John-John náði loks prófinu og varð aðstoð- arsaksóknari á Manhattan. Hann segir nú að hugsan- lega fari hann í stjórnmál. Ef hann gerir það, er gott að hann þarf ekki að reiða sig á Kennedyauðinn (móðir hans náði 26 milljón dollara kaup- mála út úr Onassis) vegna þess að fjölskyldusjóðirnir eru að tæmast. Viðskiptatímaritið, Forbes, ályktaði nýlega að brenni- vínsauðævi Joes gamla væru komin niður í 200 millj- ónir sem skiptist á 60 afkom- endur. Flest barnabarna Joes eru nú að reyna að fá launaða innivinnu í einka- geiranum. Willy Smith kvaðst hafa eytt öllum arfi sínum til að verjast nauðgunarákærunni. Lendi William í erfiðleikum á ný, gætum við átt eftir að sjá Kennedymann óska eftir gjafsókn en Willy hefur þeg- ar verið dreginn fyrir rétt aft- ur, fyrir að berja dyravörð á veitingahúsi. Allt með öllu gæti verið að fólk sé orðið sammála David, syni Bobbys, sem lét hafa eftir sér skömmu áður en hann dó: „Bandaríkin þurfa að hvíla sig á Kennedyfólkinu og öfugt.“ □

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.