Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 76

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 76
LIKAMSRÆKT um jafn langan tíma er að ræða. ERTU í FÍNU FORMI? Jafnvel þótt þú stundir ekki líkamsrækt reglulega eru miklar líkur á því að þú sért samt sem áður í góðri líkamlegri þjálfun - sérstak- lega ef þú átt lítil börn - og það fer töluverð orka í ýmis- legt annað, eins og garð- yrkju og bílaþvott. En svo getur li'ka verið að þú fáir ekki nóga þjálfun út úr dag- legu amstri til þess að það hafi jákvæð áhrif á heilsuna. Notaðu töfluna hérna til hægri til þess að vega og meta hvort þú sért í góðri lík- amlegri þjálfun eða ekki. At- hugaðu hve mikill tími fer í STIG 0-3 stig: Þú ert ekki í nógu góðri lík- amlegri þjálfun. Tækifærin til að nýta þér daglega snúninga heimafyrir og gera þá að líkamsrækt hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Reyndu nú að breyta til en farðu samt hægt af stað: a) Taktu lengri leiðina að Ijósritunar- vélinni á vinnustaðnum. b) Farðu og talaðu persónulega við vinnufélaga þína í staðinn fyrir að nota innanhússímann. c) Taktu þér smá göngutúr úti í garði - og ef þú átt hund - taktu hann með þér, það er það besta sem þú getur gert fyrir hann - og þig. d) Settu góða plötu á fóninn, kass- ettu í tækið eða geisladisk og fáðu þér snúning. 4-6 stig: Þú ert í sæmilega góðri lík- amlegri þjálfun. Sumt af því, sem þú gerir daglega, má jafna við líkams- rækt. Reyndu samt að auka líkamlegt álag. Leikur við börnin, gluggaþvottur eða hvers kyns aukahreyfing gerir gæfumuninn. 7-9 stig eða fleiri: Til hamingju! Þú ert í góðri líkamlegri þjálfun. Þú færð næga hreyfingu daglega. Og til þess að fá sem mest út úr þessu öllu sam- an skaltu gera það, sem þú hefur mest gaman af, í 15 - 20 mínútur í viðbót. Athafnir/snúningar Eróbikk Styrkur Snerpa Innkaup/pokaburöur ★ Dans ★ ★ Hjólreióar ★ ★ Hjólreiðar (upp í móti) ★ ★ ★ Ganga upp stiga ★ ★ ★ Opna og loka stórum skúffum ★ Gólfþvottur ★ Gluggaþvottur ★ Ryksuga /sópa gólf ★ Bera þvott upp/ niöur stiga ★ ★ Fara út meö ruslió ★ Þvo/bóna bílinn ★ Slá garóinn ★ ★ Vökva garóinn (meó garókönnu) ★ Göngutúr ★ Göngutúr (meö barnavagn) ★ Göngutúr (með barnavagn upp í móti) ★ ★ Göngutúr (með barn í fanginu) ★ ★ Boltaleikur viö börnin ★ ★ ★ Taka barn upp úr bílstól/barnavagni/baói ★ hverja athöfn fyrir sig og gefðu þér 1 stig fyrir hverjar 5 mfnútur. Sumt af því, sem er á töflunni, vegur þó þyngra en annað; t.d. eykst hjartslátturinn til muna þegar garðurinn er sleginn og það styrkir bæði lær- og rass- vöðva. Þú færð 4 stig fyrir hverjar 10 mínútur við slátt- inn, 2 stig fyrir þætti sem fela í sér eróbikk og 2 stig fyrir snerpu. Reyndu að gera hluti sem fela í sér alla þrjá þættina; eróbikk, styrk og snerpu. Leggðu síðan sam- an öll unnin stig og berðu þau saman við töfluna á næstu síðu. ÓMEÐVITUD LÍKAMSRÆKT Um leið og þú öðlast nýjan skilning á fyrirbærinu líkams- rækt kemur þú ef til vill auga á nýjar leiðir til þess að bæta líkamlegt ástand með því að nýta þér daglega snúninga og líta á þá sem nokkurs konar líkamsrækt. Við nefni- lega gleymun því oft að þjálf- un líkamans er hluti af hinni daglegu tilveru okkar. í hvert skipti, sem við förum með hundinn út að ganga, berum innkaupapokana inn og út úr bílnum, höldum á börnunum okkar eða gerum eitthvað annað sem okkur finnst jafn- vel hversdagslegt, erum við um leið að þjálfa hjartað, lungun og vöðvana. Gott er að setja sér þá reglu að reyna á sig reglu- lega í svona 10 mínútur á dag ef tími vinnst ekki til hinnar eiginlegu líkamsrækt- ar. Gott ráð er til dæmis að hætta að nýta sér ýmis nú- tímaþægindi, svo sem lyftu; hlauptu/gakktu upp stigana, farðu heim í strætó og úr vagninum svona einum til tveimur stoppistöðvum áður en nauðsyn krefur og trimm- aðu síðasta spölinn. Reyndu að finna leið til þess að gera daglega snúninga að heilsu- samlegri líkamsrækt. Ef þú átt lítið barn farðu með það í göngutúr en í stað þess að aka því í vagni eða kerru gakktu með það í burðar- poka - þannig eykur þú brennsluna í líkamanum og styrkir vöðva bæði í fótum og lærum. Hið sama gildir um garðvinnuna. Þegar þurrkur hrjáir smávini fagra og annað foldar skart er um að gera að nota tímann og auka orkubrennsluna með því að nota garðkönnuna og láta garðslönguna óáreitta; með þessu styrkjum við einnig handleggi og bak. Svo er líka hægt að fela blandarann og þeytarann, svo eitthbað sé nefnt, og nota bara eigin orku og krafta. RÉTTA „BLANDAN" Dagleg þjálfun ætti eink- um að felast í þrennu: a) Eróbikk. Um það bil helmingur allrar þeirrar áreynslu, sem þú verður fyrir daglega, á að auka hjartslátt og fá lungun til að vinna. Ganga, hjólreiðar, ganga/ hlaup upp og niður stiga og dans ættu að vera ofarlega á daglegum verkefnalista. b) Styrkur. Um það bil fjórð- ungur alls þess, sem þú sinnir daglega, á að auka styrk og þol. Við notum kraft- ana þegar við tökum börnin okkar upp eða lyftum ein- hverju þungu og þol okkar eykst þegar við bónum bílinn eða þvoum eldhúsgólfið. Kraftlyftingar, og þá ekki endilega f orðsins fyllstu merkingu, stuðla að vexti heilbrigðra beinvefja sem geta verndað stökk bein seinna á lífsleiðinni. c) Snerpa. Um það bil fjórð- ungur alls þess, sem þú sinnir daglega, á að auka snerpu og samhæfingu. Þegar við lærum nýjan dans, spörkum eða sláum bolta eða hjólum reynir á samspil heilastöðva og vöðva líkam- ans. GÆTUM HEILSUNNAR Líkamsrækt í smáum skömmtum auðveldar okkur að hlaupa á eftir strætó og getur flýtt fyrir því að við missum jafnvel nokkur kíló. En ef við höfum ekki tíma til þess að stunda líkamsrækt eða erum of þreytt til þess eigum við að minnsta kosti að finna okkur tíma, svona einu sinni til tvisvar í viku, til þess að anda að okkur ilmin- um af fífli í haga eða fara bara í hressilegt snjókast. Það bætir, hressir og kætir.D 76 VIKAN 4. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.