Vikan


Vikan - 20.04.1995, Side 78

Vikan - 20.04.1995, Side 78
HANNYRÐIR FLÍSHÚFA Á STRÁKA: Húfan er tilbúin. Neðst er geirinn 14 sm breiður sem passar við 56 sm um- mál höfuðs. Til að gera stærri eða minni húfu skal mæla fyrst höfuðið, deila með 4 og er þá fengin breidd geirans. (t.d. 52 sm /4 = 13 sm) Stækkið og minnkið sniðin sem þessari breyt- ingu nemur. Gætið þess að aðlaga einnig eyrnaskjólið. Efnisþörf: Flísefni, 25 sm (hér er tilvalið að nota afganga til fjölbreytni), smellur eða snúra og stoppari, tvinni FLÍSHATTUR Á STELPU: Leiöbeiningar: Lesiö þær vandlega áöur en hafist er handa. Sniðin eru í tveimur stærðum; miðað við 52 sm og 56 sm ummál höfuðs. Sníðið 4 geira af kolli, 2x2 hluta af eyrna- skjólum og 2 der. Bætið við saumfari. ATH. að geirinn, sem skal snúa fram, er með öðru sniði að neðan. Saumið 2 og 2 geira saman og helmingana saman i einu lagi. Snúið rétt- unum saman á eyrnaskjól- unum og saumið saman neðri brúnina. Hvolfið við og saumið einn saum í þann jaðar á eyrnaskjólunum á réttu. Á stærri húfunni eru sett bönd í eymaskjólin (þar sem er merkt „x“ á sniðinu) og eru þau saumuð með strax. Saumið derið saman á röngu, hvolfið við og saumið einn saum í þann jaðar á réttu. Brjótið svo til helminga og merkið miðjuna. Brjótið eyrnaskjólin til helminga og merkið miöjuna, gerið eins með kollinn. Nælið eyrnaskjólin og derið við kollinn, miðja á deri við kollinn að framan og miðja á eyrnaskjóli við kollinn að aft- an. Saumið í einu lagi. Hafið um 1 sm saumfar og hvolfið svo við og stangið kollinn hringinn svo jaðarinn sé saumaður með og því er ekki þörf á hattabandi í þessar húfur. Setjið smellur í eyrnaskjólinn eða stoppara á snúruna. FYRIRSÆTUR: JÓN GAUTI, BRÍET OG ARNAR. HÉR ERU NOTUÐ EFNI ÚR VIRKU. ÞAKKIR FÆR FIÐRILDIÐ, BORGARKRINGLU HÖNNUN: ÁSDÍS BIRGISDÓTTIR UÓSM.: GG Efnisþörf: Flísefni, 30 sm, tvinni og hattaband. Lengd hatta- bands er ummál höfuðs + 2 sm (má nota skraut- legt, ofið band í stað hattabandsins). Leiöbeiningar: Lesiö leiöbeiningarnar áöur en hafist er handa. Sniðin eru í tveimur stæröum; miðað við 52 sm og 56 sm ummál höfuðs. Ef stæröirnar passa ekki nákvæmlega skal sníða hattinn í stærð sem er stærri en höfuðummálið og er einfalt að rykkja hattinn við hattabandið. Sníðið A og B og 2 börð. Bætið við saumfari. Saumið B saman á endunum og börðin á sama hátt. Saumið efri brún B við A. Snúið börðun- um saman á réttu, nælið ytri brúnirnar saman og saumið. Hvolfið við og saumið á réttu í ytri brúnina á barðinu. Leggið neðri brúnina á B við innri brúnina á barðinu. Nælið saman og saumið. Mæliö ummál höfuðsins, klippið hattabandið 2 sm lengra og saumið saman endana. Skiptið bandinu í 4 jafna hluta og merkið með títuprjónum. Gerið eins meö koll- inn. Nælið þetta saman svo bandið hylji jaðarinn og saumið, (rykkið efnið frjálslega undir fótinn á saumavélinni ef hattur- inn er stærri en hattabandiö). Þá skal útbúa rósir úr afklipp- unum. Klippið til u.þ.b. 6 x 15 sm langa ræmu, brjótið hana í tvennt eftir endilöngu og rúllið upp 2-4 sinnum en stærö rós- arinnar ræðst af breidd og lengd ræmunnar og hversu oft henni er rúllað upp. Nú skal sauma í saumavél- inni einu sinni neðanverða. frá. Sjá mynd. Saumið þær tyllið svo barðinu við rósirn- þvert yfir rosina Klippið aukaefnið Gerið 2-4 rósir. við hattinn og

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.