Vikan


Vikan - 20.04.1995, Side 84

Vikan - 20.04.1995, Side 84
FATAHONNUN Systurn- ar Halla og Signý Orms- dætur. Þegar fegurðarsam- keppni Austurlands í ár var haldin á Hótel Valskjálf á Egilsstöðum var tískusýning þar sem meðal annars voru sýnd föt sem systurnar Signý og Halla Ormarsdætur hönnuðu og saumuðu en þær eru bornir og barnfæddir Egilsstaða- búar. Signý lauk námi í fata- hönnun frá dönskum skóla fyrir þremur árum en hún kom ekki heim fyrr en síðast- liðið haust. í millitíðinni hafði hún kennt við skólann, þar sem hún hafði numið, auk þess að vinna við fatahönn- un. Halla lýkur námi í vor sem klæðskeri frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Fötin, sem myndirnar eru af, voru meðal þeirra sem voru á sýningunni. Módeiin eru Katrín Einarsdóttir, sem í fyrra var kjörin Ijósmyndafyr- irsæta Austurlands, og herr- ann er Fjölnir Sigurðsson. Ýris Másdóttir sá um förðun. Brúðkaupsklæðnaður herr- ans er nýstárlegur; gegnsæ skyrta úr organsa og hvítar bómullarbuxur. Pilsið í brúð- arkjólnum er einnig úr org- ansa en bolurinn er unninn eins og lífstykki. Á tískusýn- ingunni var daman með brúð- arslör úr blómum. Hvíta sett- ið, stutta pilsið og toppurinn, er úr hreindýraskinni og hvíta blússan og bleika pilsið, sem er mitt á milli þess að vera pils og svunta, eru úr satíni. Frá því Signý flutti aftur á æskuslóðirnar hefur hún haft nóg að gera. Þessa dagana er hún nýbúin að opna vinnustofu en hún vinnur mest fyrir einkaaðila. Þeir eru ekki eingöngu Egilsstaðabúar heldur selur hún mest til fólks á Austfjörðum og I Reykja- vík. Hún hannar mikið úr hreindýraskinni, allt frá stuttum pilsum upp í jakka, en auðvelt er að verða sér úti um hreindýraskinnin uppi á Héraöi. Hluta annarra efna pantar hún frá Dan- mörku. „Það er þægilegt að vinna úti á landi," seg- ir Signý. „Maður er alltaf í tengslum við náttúruna.“ Halla, systir Signýjar, stefnir að því að flytja til Eg- ilsstaða þegar námi lýkur og í framtíöinni má búast við að með samstarfi þeirra systra verði Egilsstaöir París Aust- urlands. □ 84 VIKAN 4. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.