Vikan


Vikan - 20.04.1995, Qupperneq 86

Vikan - 20.04.1995, Qupperneq 86
MEGRUN_____ BLÓM NYIR POTTAR ERU NAUÐSYN Á VORIN TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR Avorin og sumrin vaxa plönturnar okkar mest og einmitt þá þurfa þær mesta og besta nær- ingu. Af því leiðir að umpott- un getur verið nauðsynlegt um þetta leyti ef moldin er farin að minnka í pottinum eða hann er orðinn of lítill. En hvenær er potturinn of lít- ill? spyr nú kannski einhver. Svar: Þegar ræturnar eru farnar að vaxa niður úr hon- um eða rótarklumpurinn er farinn að lyfta plöntunni upp úr pottinum. Margir gætu freistast til þess að kaupa hlemmistóran pott og láta blessaða plöntuna í hann til þess að sleppa við að um- potta næstu árin. Það er tal- ið óheppilegt. Kaupa ætti pott einu númeri stærri en þann sem plantan var í. Ástæðan er sú að hafi ræt- urnar allt of mikið rými í pott- inum leggur plantan allt í að vöxt rótanna í stað þess að láta kraftinn fara í að lengja legginn og fjölga blöðunum. Áður en plantan er tekin úr gamla pottinum er hún vökv- uð vel. Þottinum er slegið létt í borðbrún ef erfitt ætlar að reynast að ná plöntunni úr honum. Þá losnar hún að öllu eðlilegu. Sé meiningin að setja plöntuna í venjuleg- an leirpott er gott að láta hann standa í vatni í tvo, þrjá tíma áður en umpottað er. Við það dregur leirinn í sig vatn. Sé þetta ekki gert dregur potturinn í sig vatn þegar farið er að vökva og plantan fær lítið sjálf. Ekki má setja glerjaða leirpotta í vatn á þennan hátt því það getur valdið misþenslu milli glerjungs og leirs. Best er að taka alla gamla, lausa mold og dauðar rætur utan af rótarklumpinum. Gott er að setja smásteina eða vikur neðst í pottinn og eftir það moldarlag. Þá kemur plantan sem á að sitja svip- að djúpt í nýja pottinum eins og þeim gamla. Setjið mold umhverfis rótina og ofan á og þrýstið vel að. Vökvið vel að umpottun lokinni en síðan varlega þangað til plantan hefur ör- ugglega rótað sig á ný. Ekki má heldur vökva með áburði fyrst eftir um- pottun enda ætti þess ekki að gerast jóörf þar sem nýja mold in er full bæta bara mold ofan á í pottinn af og til. Nú er plantan ykkar vel undir sumarvöxtinn búin og þessi umhyggja ykkar á áreiðanlega eftir að marg- borga sig og gefa ykkur fal- legri plöntu. ___□ MEGRUN NUPO STUÐNINGUR VIÐÞÁ SEM VIUA GRENNAST TEXTI OG UÓSM.: ÞORSTEINN ERLINGSSON Nú er kominn sá tími sem fólk er farið að hugsa til sumarsins. Margir hlakka mikið til sumar- frísins og alls þess sem þeir ætla að gera um leið og þeir njóta góða veðursins sem fylgir þessum árstíma. Það er alltaf stór hópur fólks sem hefur áhyggjur af því að aukakílóunum hafi fjölgað ískyggilega yfir vetrarmánuðina og að þau líkamslýti, sem því fylgja, séu ekkert til að vera stoltur af þegar sleikja á sólina einhvers staðar léttklæddur, svo ekki sé talað um þegar vera á hálfnakinn á sundstöðum eða baðströndum. aría Ásgeirsdóttir fínáfffjá lyfjafræðingur hef- ■ WBur mikla reynslu og þekkingu á sviði megrun- ar og hefur hún komið upp ákveðnu stuðningskerfi fyrir þá sem eiga við aukakíló að stríða og er það að danskri fyrirmynd. Það er hannað fyrir þá sem vilja ná varan- legum árangri í að grenna sig en starfsemi Maríu er rekin í samvinnu við lyfjainn- flutningsfyrirtækið Lyf hf. sem er umboðsaðili NUPO- létt næringarduftsins. Svonefndir Maja-hópar í Danmörku hafa náð miklum vinsældum þar sökum þess hversu góðum árangri með- limir þeirra hafa náð með þeim aðferðum sem þar eru kynntar og notaðar. Einn að- alstuðningsaðili þeirra er framleiðandi NUPO-létt nær- ingarduftsins, Oluf Mork, sem hefur framleitt það og þróað í meira en fimmtán ár í samvinnu við danska lækna og sérfræðinga á þessu sviði. Megrunarkúr með því dufti er einn mest vísindalega rannsakaði megrunarkúr í heimi og ábyrgjast aðstand- endur hans að heilbrigt fólk geti til frambúðar náð af sér aukakílóunum án þess að ganga nærri líkamanum á nokkurn hátt þar sem duftið inniheldur ráðlagðan dags- skammt af þeim næringar- efnum sem likaminn þarfn- ast og til viðbótar Omega-3 fitusýrur, sem eru virka efnið í lýsi, og trefjar sem tryggja að meltingin verði eðlileg og gera duftið meira seðjandi. Bætt mataræði og aukin, heilbrigð hreyfing er örugg- lega besta aðferðin til að grennast en það reynist mörgum erfitt að setja sam- an máltíðir sem innihalda dagsþörf næringarefna og eru jafnframt orkusnauðar. NUPO-kúrinn er hugsaður sem tæki fyrir fólk til að styðjast við meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann í megruninni og jafnframt aðferð til að verða meðvit- aðra um orkuinnihald matar og drykkja. Reynslan hefur sýnt að þeir, sem hafa notað þennan kúr, hafa grennst að meðal- tali um rúmt 1,5 kíló á viku eða um 6 kíló á mánuði. Fer það nokkuð eftir einstakling- um og þá með tilliti til aldurs, kyns, líkamsstarfsemi og fleiri þátta hversu vel gengur. Margir eru mikið fyrir sæl- gæti, kökur, áfengi eða ann- að það sem er mjög fitandi og á bannlista flestra hefð- bundinna megrunarkúra en svo er ekki raunin með NUPO kúrinn. Hafi fólk tekið dagsskammtinn sinn af nær- ingarduftinu getur það látið eftir sér að borða súkkulaði, drekka bjór eða láta ofan í sig annað fitandi að vissu marki. Kennt er í tímunum hjá Maríu að fara eftir svoköll- uðu einingakerfi og má fólk borða eða drekka sem svar- ar tíu einingum á dag og gef- ur það augaleið að frekar auðvelt á að vera að telja upp að tíu. FRÍ FRÆÐSLA Stuðningstímarnir, sem María er með, eru á hverjum þriðjudegi frá klukkan 17 til 19 að Síðumúla 32. Mæting 86 VIKAN 4. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.