Vikan


Vikan - 29.03.1999, Síða 9

Vikan - 29.03.1999, Síða 9
Maja Eir Kristinsdóttir (173 sm) verður tvítug í júní. Hún er frá Bakkafirði en er búsett á Akureyri þar sem hún er nemandi í Verk- menntaskólanum. Hún nefnir skemmtilegt fólk sem sitt helsta áhugamál og það að kynnast stelp- unum og einhverju nýju sem ástæðu fyrir þátttöku sinni í keppninni. „Ég þurfti samt langan umhugsunarfrest áður en ég sagði já við því að vera með,“ segir Maja og viðurkennir að það hafi aðallega verið umtalið sem truflaði hana. „Það eru allir mældir svo út sem taka þátt í fegurðarsam- keppni. En ég ætla að standa mig og er ekkert kvíðin fyrir sundbolaatrið- inu,“ bætir hún við og hlær. Sigurborg Bjarnadóttir (168 sm) erfrá Möðruvöllum í Hörgárdal. Hún er 19 ára og á 3. ári í Menntaskólanum. Sigur- borg segist hafa gaman af því að ferðast, skemmta sér, fara í bíó og stunda líkamsrækt og það að komast í gott form hafi ekki dregið úr áhuganum að taka þátt í keppninni. „Ég tók mér smá tíma til að ákveða mig um þátttöku en ég var hvött áfram af vinum mínum sem sögðu að þetta væri spennandi tækifæri. Þetta tekur að vísu ansi mikinn tíma frá skólanum og þessu fylgir kostnaður en ég sé ekki eftir að hafa sagt já.“ Það er dómaranna að dæma um það hver sigrar á úrslitakvöldinu. En ef hún væri dómari, hvaða einkunn gæfi hún sjálfri sér? Hún brosir að spurningunni. „Ég er sko óhæf til að segja nokkuð um það.“ Svana Rún Símonardóttir (173 sm) verður 18 ára í ágúst. Hún er ættuð frá Dalvík og er á 3. ári í Mennta- skólanum á Akureyri. Þegar hún er spurð út í áhugamál segir hún þau aðal- lega vera hesta, ferðalög og skíði, en svo bætir hún við ...“ætli það sé ekki bara ýmiss konar útivera.“ Svana er langyngst fjögurra systkina og tók önnur systir hennar þátt í fegurðarsamkeppni Norðurlands á 9. áratugnum. Svana segir að hún hafi hvatt sig til að taka þátt í keppninni og sjái hún ekki eftir því þótt hún hafi þurft að hugsa sig aðeins um í upphafi. „Það var aðallega út af þeirri gagnrýni sem stelpur sem taka þátt í keppninni fá á sig,“ segir hún. Að- spurð um hennar möguleika til að sigra segist hún ekkert spá í þá. „Ég er hérna til að hafa gaman af en auðvitað vona ég að maður standi sig vel,“ segir Svana. Vikan 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.