Vikan


Vikan - 29.03.1999, Side 10

Vikan - 29.03.1999, Side 10
Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Nótt Thorberg er í fyrsta lagi nemandi í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands þar sem hún stundar nám í skúlptúr- deild. í öðru lagi þeysist hún reglulega í rútu um Reykjavíkurborg með er- lenda ferðamenn og sýnir þeim markverða staði í höf- uðborginni. í þriðja lagi starfar hún við fjölskyldu- fyrirtækið Stefánsblóm. En hvaðan kemur nafnið? „Foreldrar mínir eru af '68 kynslóðinni, sannkölluð blómabörn. Þau vildu skíra dóttur sína óvenjulegu nafni. Pabbi hafði rekist á nafnið í íslendingasögunum og honum þótti það fallegt. í fyrstu var kveðinn upp sá úrskurður að ekki mætti skíra mig þessu nafni, en síðan benti íslenskufræðing- ur við Háskóla íslands á fordæmið úr íslendingasög- unum. Pað var svo Sigur- björn Einarsson, fyrrver- andi biskup, sem gaf leyfi fyrir nafngiftinni.“ Nótt er ekki algengt nafn á íslandi en hún segist aldrei hafa orðið fyrir að- kasti vegna nafnsins. „Eg ólst reyndar upp í Noregi til tólf ára aldurs, en eftir að við fluttum til Islands hef ég aldrei orðið vör við annað en að fólki þyki nafnið fal- legt. Ég veit til þess að til stendur að skíra a.m.k. tvær litlar stelpur þessu fallega nafni.“ Yfir nafninu hvílir óneit- anlega svolítil dulúð og ég hafði ímyndað mér konu með þessu nafni lágvaxna, dökkhærða og dularfulla. „Ég get nú alveg verið dul- arfull þótt ég sé hávaxin og rauðhærð,“ segir Nótt og hlær. „Ég vil nú meina að ég sé mjög dularfull kona, hvort sem það hefur eitt- hvað með nafnið að gera eða ekki.“ Það var e.t.v. engin tilvilj- un sem réði því að foreldrar Nætur, „blómabörnin“ Bergur Thorberg og Eydís Olafsdóttir, skyldu ákveða að kaupa og reka blóma- verslun. Blómabörn í blóm- búð, er það ekki alveg rakið dæmi? Éftir að hafa verið búsett í mörg ár erlendis, í Svíþjóð, Noregi og Portú- gal, keyptu þau og tóku þau við rekstri blómaverslunar- innar Stefánsblóm. Þau hafa nú rekið verslunina í eitt ár og á þeim tíma hafa þau komið með ýmsar nýjungar sem ekki hafa tíðkast í blómabransan- um til þessa. Meðal annars er hægt að fá blóm- in í sérhönnuð- um öskjum, eins og þeim sem rnaður hefur hingað til ein- göngu séð í bíómyndunum. Öskjunum kynntist Nótt þegar hún var í Kanada. Hún hannaði öskjurnar í samvinnu við Kassagerðina sem framleiðir þær. „Þær eru klæddar að innan með silki og við skreytum þær með satínborða. Við vildum hafa öskjurnar stílhreinar og fallegar og erum ánægð með útkomuna. Öskjurnar hafa vakið mikla eftirtekt og hrifningu viðskiptavin- anna. Þau hafa kornið með fleiri nýjungar á markaðinn. Þau hafa dreift á hótel og veit- ingahús fallegum bæklingi sem hægt er að velja úr og panta fallega blómvendi. Fjölskyldan er með síma- þjónustu allan sólarhringinn sem þau segja að komi að góðum notum og viðskipta- vinirnir noti sér í ríkum mæli. „Þessi þjónusta er mikið notuð um helgar og við sendumst með blóm eft- ir óskum viðskiptavinanna hvenær sem er, nema kannski yfir blánóttina! Við höfum það markmið að hafa þjónustuna persónu- lega og vera í góðum tengsl- um við viðskiptavinina. En þau selja fleira en blóm. I versluninni er einnig til sölu akrílmálverk eftir Berg. Sum verkanna eru afrakstur tveggja ára dvalar í Portúgal þar sem mannlífið er rólegt og góður tími gafst til að munda pensilinn. Nótt tók sér hálfs árs frí frá náminu í Myndlista- og handíðaskólanum til þess að aðstoða foreldra sína við fyrirtækið. En það er ekki þar með sagt að hún hafi lagt meitilinn á hilluna. „Hann kemur að góðum notum við enn eina nýjung- ina sem við bjóðum upp á. Hingað getur fólk komið og pantað ísskúlptúra fyrir veislur og hátíðleg tækifæri. Við tökum að okkur að skreyta veislusali og þetta er einn möguleikinn til skreytinga, t.d. er mjög fal- legt að frysta blóm inni í ís.“ Margar fleiri nýjungar eru á döfinni. „Við erum upp- full af hugmyndum og ég vona að við getum látið þær verða að veruleika.“. Sainhent fjölskylda. Nótt, Bergur, Eydís, Eydís Eva og Elnia starfa öll í Stefánsblónnnn á Laugavegi. 10 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.