Vikan


Vikan - 29.03.1999, Síða 14

Vikan - 29.03.1999, Síða 14
Ég var nýkomin úr rnjög dýru námi í einkareknum snyrtiskóla í Bretlandi. Námið kostaði um eina og hálfa milljón og ég átti því enga peninga,“ segir hún. Hanna Kristín missti þó ekki sjónar á draumi sínum og opnaði þremur árum seinna 50 fermetra snyrli- stofu í Kringlunni sem hún starfrækti í þrjú ár. „Rekst- urinn gekk vonurn framar. Ég var með frábært starfs- fólk og andinn var mjög góður. Það var meira en nóg að gera og ég hefði auð- veldlega geta bætt tveimur til þremur starfsmönnum við en þá voru þeir bara ekki til. Draumurinn um stóru snyrtistofuna var alltaf til staðar og þegar ég kom auga á húsnæðið við Lauga- veg 40 fyrir tæpum tveimur árum þá fannst mér ég vera tilbúin til að láta drauminn loksins rætast. Fjölskyldan mín var öll í viðskiptum og mér fannst tilvalið að við myndum taka okkur saman og opna glæsilega búð og snyrtistofu. Við breyttum húsnæðinu og bættum það og snyrtistofan mín stækk- aði um rúma 300 fermetra,“ segir Hanna Kristín. Það er sannarlega búið að vera nóg að gera hjá henni undanfarna mánuði. Fyrir unr hálfu ári eignaðist hún barn, gullfallegan dreng sem heitir Ingvar. Hann er brosmildur og líflegur eins og mamman og þau eru afar náin. „Því miður gekk samstarf- ið í fjölskyldunni ekki upp og allt hrundi. Ég var skít- hrædd um að hafa klúðrað draumnum mínum og að öll mín vinna væri til einskis. Þetta voru virkilega erfiðir tímar, allt upp í loft í fjöl- skyldunni, það hrikti vel í stoðunum á stofunni minni og ég ólétt. Ég ákvað að láta hlutina bara ganga þangað til ég væri búin að eiga drenginn rninn og reyna þá að takast á við hlutina í kringum mig því að það var hvort sem er allt í pattstöðu og ég fékk því ekki breytt. Eftir að Ingvar minn fæddist hefur allt breyst, miklar breytingar verið í vinnunni og á starfs- fólki en nú er allt fallið í ljúfa löð. Andinn er góður og allir leggjast á eitt að vinna vel saman. Það er auðvitað mjög mikilvægt því þetta er jú staður þar sem viðskiptavinir koma til þess að láta sér líða vel, fá góð ráð til að bæta útlit sitt og tala um allt milli himins og jarðar.“ Hanna Kristín var nýbúin að opna stofuna á Lauga- veginum og ætlaði að vinna mjög mikið næstu þrjú árin en þá stóð hún allt í einu frammi fyrir því að vera ólétt. „Það var auðvitað alls ekkert á planinu þar sem ég var ekki í sambúð. Pabbi hans er gamall kærasti minn sem ég var með í rúmlega sex ár. Það voru liðin fimm ár síðan við hættum að vera saman en við vorum alltaf svona vinir innan sviga. Svo æxlaðist það þannig að við sváfum saman og ég varð ólétt þrátt fyrir getnaðar- varnir. Ég varð brjáluð, hélt að þetta væri ulanlegsfóstur og eitthvert vesen. Ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið en fór til kvensjúkdómalæknis. Læknirinn tékkaði á þessu og sagði: „Nei, sjáðu, þarna er lítill kraftaverkakarl,“ hann benti á skjáinn þar sem lítill punktur tifaði í sí- fellu. Ég spurði hvað þetta væri og hann sagði að ég væri nú bara bullandi ólétt. Ég fékk algjört sjokk og gekk fram á gang á rnæðra- deild. Þar sat einhver kona með tíkarspena, voðalega lífsglöð og sæt og spurði: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ Ég brotnaði alveg saman, tárin láku niður kinnarnar og ég stundi því upp að ég þyrfti að fá mæðratímaskoðun eða eitt- hvað svoleiðis. Það kom MÆÐGININ OG BARN- FÓSTRAN! Hanna Kristín ásamt færeysku stúlkunni Anný, sem er au-pair hjá henni. Anný heldur á Ingvari Iitla. Hanna Kristín segir að Anný hafí staðið sig frábærlega í barnfóstru- hlutverkinu. samt aldrei til greina annað en að eiga barnið. Þetta var auðvitað mikið áfall. Ég var búin að vera í kynlífssvelti í langan tíma áður en ég varð ólétt. A því tímabili svaf ég hjá tveimur strákum, ekki fyrsta konan og áreiðanlega ekki sú síð- asta. Þarna sat ég uppi með það að vera ólétt og vita ekki lOOprósent hver pabb- inn var. Ég var með fyrir- tæki sem ég vissi ekki alveg hvar stóð og hugsaði með mér: Ég hef níu mánuði og á þessum níu mánuðum verð ég að umturna öllu mínu lífi. Ég vann á stof- unni þar til klukkutíma fyrir fæðingu. Ég átti Ingvar á sunnudegi og var komin aft- ur í vinnuna á fimmtudegi. Ég gat því ekki haft barnið á brjósti. Þetta var auðvitað alger bilun en ég átti fárra kosta völ. Ég fékk yndislega færeyska stúlku sem au-pair. Hún hefur staðið sig alveg frábærlega. Ég var í sambandinu við barnsföður minn í sex ár og svo í öðru sambandi í þrjú ár. Astæðan fyrir því að ég átti ekki barn á meðan ég var í þessum samböndum var að ég vildi eignast barn í hjónabandi. Ég vissi að hvorugt sambandið myndi enda með hjónabandi. Ég er ofboðslega trygglynd og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Ég vonaði alltaf að samböndin myndu breytast eða lagast og auðvitað þótti 14 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.