Vikan - 29.03.1999, Page 15
mér vænt um þá báða,
fannst þeir bæði sætir og
skemmtilegir. En ég var
ekki tilbúin til þess að gifta
mig eða binda mig og svona
sambönd hentuðu mér vel
því það voru engar kröfur
gerðar. Eg lét vinnuna
ganga fyrir öllu.
Annars byrjaði ég ekki að
sofa hjá fyrr en ég var 19
ára. Mér fannst þetta vera
voða skrítið fyrst ög mér
fannst kærastinn minn bara
vera algjör perri. Það tók
mig langan tíma að venjast
því að þetta væri nú liður í
svona sambandsstússi. Þær
tilfinningar komu auðvitað
seinna og þá alveg eðlilega.
Eg lifði bara nokkuð virku
kynlífi í átta til níu ár og svo
allt í einu ekki neinu. Það
voru auðvitað ansi mikil
viðbrigði. Eg er engin dýr-
lingur og prófaði
skyndikynni. Mér fannst
það alveg hræðilegt svo ég
tók bara þá ákvörðun að
halda mig frá kynlífi því
mér fannst slík kynni bæði
afskaplega hættuleg og
óspennandi. Líðanin daginn
eftir var alveg hræðileg.
Mér fannst ég ekki getað
farið út á götu því mér
fannst allir vita hvað ég
hafði verið að gera. Það
kynlíf sem ég þekkti var allt
tilfinningatengt og þessi
skyndikynni fílaði ég bara
alls ekki.“
Hún segir að pabbinn,
eða réttara sagt pabbarnir,
hafi báðir sýnt að þeir voru
ekki tilbúnir til að ganga
með henni og styðja hana í
gegnum þetta. „Ég var
alltaf viss urn hver pabbinn
var, en ég vildi bara að þeir
vissu báðir hvernig í málun-
um lá. Þegar Ingvar fæddist
fór gamli kærastinn minn
beint í DNA prófið og þá
fékkst endanleg staðfesting
á því að hann væri faðir
barnsins. Hann hafnaði mér
og ég þurfti að takast á við
höfnunina. Hann og for-
eldrar hans vildu ekkert
samband við mig hafa en
fóru frarn á að ég myndi
senda litla strákinn minn
einan til þeirra. Þau voru
ekki tilbúin í nein samskipti
og mér fannst það alveg
ómögulegt því ég tel að
þegar barn er annars vegar
þá verði að taka sameigin-
lega á málum, fókusa fyrst
og fremst á hvað sé gott fyr-
ir barnið og sýna því eins
mikla ást og umhyggju eins
og hægt er. Þetta hefur
verið alveg ofboðslega erf-
iður tími og eitt það erfið-
asta sem ég hef þurft að
takast á við á lífsleiðinni.
Þegar upp er staðið þá held
ég að allar þessar breytingar
og sviptingar hafi gert mig
að betri manneskju og jafn-
vel kennt mér að skilja bet-
ur viðhorf annarra. Ég held
að ég geti sagt fullum fetum
að mér finnst að allir ein-
stæðir foreldrar, sem lenda í
kreppu eins og ég lenti í,
eigi að halda sínu striki og
láta þetta ekki eyðileggja
fyrir sér heldur að reyna að
koma reiðinni frá sér með
því að segja það sem í
þeirra brjósti býr. En Ingvar
er alveg yndislegur. Þetta
yndislega litla líf fyllir alveg
upp í tómarúmið og rúm-
lega það. Mig langar ein-
hvern tírna til þess að eign-
ast mann þó ég sé ekki
akkúrat tilbúin núna að fara
á eitthvert lóðarí. En ég hef
trú á því að þetta sé eitt-
hvað sem muni gerast af
sjálfsdáðum. Ég er viss um
að ég mun hitta hinn eina
rétta sem mun elska bæði
mig og barnið mitt, þegar
þar að kemur.“
En hvernig myndi Hanna
Kristín lýsa sjálfri sér?
„ Ég er mjög þrjósk, eig-
ingjörn o£ trygglynd en líka
jákvæð. Ég gefst ekki upp
fyrr en í fulla hnefana.
Mamma er færeysk svo ég
er hálf færeysk. Sjálfsagt hef
ég að stórum hluta þessa
þrjósku og eigingirni frá
Færeyjum. Ég er ofsalega
ákveðin en stundum er ég
ekki alveg samkvæm sjálfri
mér og ég get líka verið
voðalega lítil í mér. Ég get
til dæmis setið uppi með
það að hugsa: Bíddu breytti
ég ekki alveg rétt? Og þó ég
standi nokkurn veginn með
minni sannfæringu, þá á ég
það til að draga mig aðeins
til baka. En enginn er full-
kominn, maður gerir alls
konar mistök, lærir og
þroskast. Ég hélt að ég vissi
allt þegar ég var 13 ára. Ég
hélt að heimurinn lægi gjör-
samlega fyrir fótum mér og
ég hélt að það væri ekkert
sem hægt væri að kenna
mér. Ég hef sjálfsagt verið
mjög leiðinlegur unglingur
því ég sagði alltaf við
mömmu: „Já, ég veit það.“
Síðan þá hef ég uppgötvað
að því meira sem maður
lærir og því meira sem mað-
ur veit þeim mun betur
finnur maður það að maður
veit ekki alla hluti og mun
aldrei gera. Ég er voðalega
glöð með það sem ég hef
áorkað. Það hafa orðið
miklar breytingar í snyrti-
heiminum síðan ég byrjaði.
Ég sit ekki og hugsa með
mér: Guð minn góður, ég
er orðin þrítug. Hvað hefur
orðið af ævinni? Ég hef
alltaf verið ánægð með lífið
og tilveruna þó svo hlutirnir
hafi oft verið erfiðir í kring-
um mig. Ég er jákvæð og
glaðlynd að eðlisfari. Maður
verður að vera jákvæður,
annars tekur maður aldrei
næsta skref og staðnar
bara,“ segir Hanna Kristín
og brosir sínu breiðasta.
Það er alveg ljóst að það er
og verður engin stöðnun né
lognmolla í kringum þessa
lífsglöðu og dugmiklu ungu
konu. Hún veit hvað hún
vill.
Black Arrow
veiðistangir,
veiðihjóljínur
o.fl til
stangveiða.
Sportbúð
Títan
Crewsaver
Blaut- og
þurrfatnaður
Sportbúð Títan ehf
Seljavegur 2,
“Héðinshúsinu”
101 Reykjavík.
Símar: 551 -6080/511-1650
Fax: 511-1653
Priion kaiakar
og fylgihlutir
Combi Camp tjaldvagnar
Vikan 15