Vikan - 29.03.1999, Síða 16
Texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Hreinn Hreinsson
k
Árlegt kvennabal
Stjórnin: Dóra, Gnð
Rauðar og gcislandi glaðar.
björjí, Sij>rún, Þórey
og Hjördís. „IJndir-
Þrjár sætar
nicð hatta. Ragnhciðnr Iliilda
biiningurinn cr liclni
Svcitla á banda-
skóni. Það var ckki
að sjá að vantaði
ncitt npp á fjiirið
Hrönn Hclgadóttir, Hall
dóra Baldvins og Ingibjörg
Haralds alveg ekta
Fákskonur eru frægar
fyrir kvennakvöldið
sem þær halda einu
sinni á ári og tileinka ein-
hverju sérstöku.
Að þessu sinni var
kvennakvöldið tileinkað
ástandinu svokallaða og
konurnar mættu prúðbúnar
í fatastíl seinna stríðsins.
Glæsilegir síðkjólar og fínir
hattar voru áberandi og
margar kvennanna voru
með sjöl, hanska og fjaðra-
skraut í hárinu. Sumir kjól-
anna höfðu greinilega verið
saumaðir sérstaklega fyrir
þetta tækifæri en einnig
mátti innan um og saman
við greina virðulega, eldri
kjóla og hatta með reynslu
af tímbilinu.
Það var auðséð að mikil
vinna hafði verið lögð í
undirbúninginn að kvenna-
kvöldinu. Salurinn var
skreyttur myndum frá þessu
tímabili og öll stemmningin
var í anda stríðsáranna. Að
þessu sinni voru skemmtiat-
riðin hjá Fákskonunum
bæði heimatilbúin og að-
keypt því þær fengu til sín
nokkra unga pilta frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti
sem dönsuðu fyrir þær nekt-
ardans við gífurlegan fögn-
uð áhorfenda.
„ Við erum búnar að vera
að skipuleggja og undirbúa
þetta síðan í október", segja
stjórnarkonurnar.
„ Stór hluti af skemmtun-
inni hjá okkur er að undir-
búa kvöldið og við fáum
heilmikið útúr því“
Og fjörið á kvennakvöld-
um Fáks klikkar aldrei.
Konurnar borða, drekka,
dansa og syngja karlmanns-
lausar fram undir miðnætti
og draga ekkert af sér. Það
vill svo heppilega til að
Fáksheimilið er afskekkt
því hávaðinn og hlátrasköll-
in bárust langar leiðir frá
húsinu og það var ekki að
sjá að neitt vantaði á ballið
til að hægt væri að
hafa
gaman. Á þetta ball koma
allir með sama hugarfarið,
það á sko að skemmta sér
ogþað rækilega!
Á miðnætti er svo körlun-
um hleypt inn.
„Þeir fá að koma eftir
miðnætti ef þeir eru góðir
fram að því“ sögðu stelp-
urnar og hnipptu hlæjandi
og glottandi hver í aðra.
Og karlarnir verða að
taka þátt í leiknum ef þeir
ætla að vera með. Herrarn-
ir voru ekki síður reffilegir
á ballinu og nokkrir þeirra
mættu í heimasaumuðum
sjóliðabúningum sem eigin-
konurnar höfðu saumað
handa þeim sérstaklega fyr-
ir þetta tækifæri. Það varð
uppi fótur og fit þegar herr-
arnir gengu í salinn og
stelpurnar urðu fegnar að fá
þá á dansgólfið. Það má
segja að um miðnætti hefjist
annar þáttur og það má
þakka fyrir ef húsið tæmist
undir morgun á kvenna-
kvöldum Fáks.
„ástandsgellur"!
Ellcrtsdóttir, Gulla í Skalla og
iiigiirinn al' skciiiintun- þótt „strákarnir
.lúlíana Baldursdóttir í stuöi.
væru ckki koninir.