Vikan


Vikan - 29.03.1999, Side 18

Vikan - 29.03.1999, Side 18
Þýðing: Þórunn Stefánsdóttir SÁUST í FYRSTA SINN VIÐ „Ég hafði aldrei séð Cörlu fyrr en hún kom gangandi inn kirkjugólfið en ég féll kylliflatur fyrir henni um leið og ég sá hana. Ég leit á svaramanninn og hann kinkaði samþykkjandi kolli. Ég vissi nú fyrirfram að hún væri ekki á fimmtugsaldri, ekki stór og feit en ég varð samstundis heillaður af henni. Hún var miklu fallegri en mig hafði dreymt um. Þegar ég heyrði rödd hennar í út- varpinu reyndi ég að gera mér í hugarlund hvernig hún liti út. Hún hafði þá kynþokka- fyllstu rödd sem ég hafði nokkru sinni heyrt en ég hafði samt aldrei ímyndað mér hún liti út eins og Pamela Anderson.“ „Nema hún er auðvitað miklu fal- legri,“ flýtir hann sér að bæta við. Carla segist einnig hafa fallið fyrir rödd Gregs en hann liti allt öðru vísi út en hún hafði gert sér í hugar- lund. „Þegar Greg sagð- ist æfa box hugsaði ég sem svo að hann hlyti að vera vöðvastæltur og í góðri þjálfun. Þegar ég sá hann bíða mín við altarið var það fyrsta sem kom upp í hugann að hann væri nú alls ekki sem verstur. I fyrstu sá ég ekki framan í hann og var viðbúin því versta. En þegar hann sneri sér við og brosti til mín Það tíðkast enn einhvers staðar í heiminum að ungir menn og konur séu gefin hvort öðru, án þess nokkurn tímann að hafa litið hvort annað augum. En að ungt fólk bú- sett í Englandi taki þátt í þannig leik, af fúsum og frjálsum vilja, þykir aftur á móti hið undarleg- asta mál! Það vakti óskipta at- hygli þegar þau Greg Cordell, 28 ára, og Carla Germaine, 23 ára, giftu sig aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þau kynntust í gegnum útvarps- þáttinn Two Strangers And A Wedding. Ýmsar spurn- ingar brunnu á vörum bresku þjóðarinnar, t.d. veltu menn því fyrir sér hvernig tveir ókunnugir ein- staklingar kæmu til með að eyða brúðkaupsnóttinni, hvernig þeim litist hvort á annað og hvort þau myndu yfirhöfuð þola hvort annað. hugsaði ég með mér: Guði sé lof, hann er bara svolítið sætur.“ Brúðkaupsnóttinni eyddu þau á hóteli í Birmingham. „Ég þekkti manninn ná- kvæmlega ekki neitt. Nú var hann orðinn eiginmaður minn og við vorum alein í brúðkaupssvítunni! Greg opnaði kampavínsflösku og við settumst niður og horfð- um á myndbandsupptöku af brúðkaupinu. Það er ekki nokkur leið að lýsa því hvernig mér var innan- brjósts. Á myndinni sést hvernig ég hallaði mér upp að Greg. Það virtist vera mjög rómantískt en satt að segja hékk ég utan á honum því ég var svo hrædd um að það liði yfir mig af einskærri skelfingu." Eftir að myndbandinu lauk átti Carla þá ósk heitasta að standa upp og kyssa Greg góða nótt. Greg hafði allt annað í huga. „En ég vildi ekki hræða hana með því að haga mér eins og steinaldarmaður og not- færa mér það að hún væri lögleg eiginkona mín. Mér fannst meira um vert að vinna traust hennar. Ég klæddi mig úr öllu nema nærbuxunum, breiddi sæng- ina yfir mig og beið eftir henni.“ Þegar Carla kom fram úr baðherberginu lagðist hún fullklædd ofan á sængina og steinsofnaði. „Þegar allt kemur til alls er ég ennþá litla stelpan hans pabba. Ég Greg og Carla kynntust í gegnum keppnina TWo Strangers And A Wedding, sem útvarpsstöð í Birmingham á Englandi stóð fyrir. Keppnin var nokkurs konar út- sláttarkeppni um fullkomnasta parið og fór eingöngu fram í gegnum útvarp. Keppendur vissu það fyrirfram að vinningsparið ætti að giftast án þess að hafa nokkru sinni sést áður en þau gengu upp að altarinu! Glæsileg verðlaun voru í boði: Ein nótt í brúðarsvítu Hyatt Regency hótelsins í Birmingham, brúðkaups- ferð til Bahamaeyja, þar sem allt var innifalið, m.a. einkamatreiðslumaður sem hefur unnið sér það til ágætis að vera í þjónustu Sean Connery, nýr bíll af gerð- inni Ford Puma og lúxúsibúð að kostnaðarlausu í eitt ár. Brúðhjónin skrifuðu undir sáttmála þar sem fram kemur að þau geti hætt við allt saman án nokk- urra eftirmála, ef sambandið gengur ekki upp.“ 18 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.