Vikan


Vikan - 29.03.1999, Side 24

Vikan - 29.03.1999, Side 24
G-6o lr&o\|í fflf' fiVT&rtfö faTínTJTrTrTF r c-rx-fjrrrTT Við sem berjumst við aukakílóin höfum svo sem heyrt ótal ráð til að minnka ummálið og ekki skortir viljann til að fara eftir þeim fyrstu klukkustundirnar eftir að þau voru gefin. Galdurinn við þetta, eins og margt annað, er þrautseigja og viljastyrk- ur. En hvað um það, aldrei er góð vísa of oft kveðin og hér koma nokk- ur frábær ráð sem sannarlega virka jafn lengi og þú ferð eftir þeim. Stundaðu líkams- rækt reglulega. Hefurðu einhvern tíma heyrt á þetta minnst? Sennilega, en gerðu þér í hugarlund hvernig vöðvafrumurnar útrýma fitufrumunum meðan þú hreyfir þig. Ef þér er farin að leiðast leikfimin reyndu þá að stunda eins fjölbreytta hreyf- ingu og mögulegt er. Farðu í gönguferðir eða sund, hjól- aðu, farðu á skauta með krökkunum og gefðu þér tíma til að hreyfa þig. Fimmtán til tuttugu mínútur á dag er lágmark og sannaðu til, flestir \l sem byrja þanmg segjast vera kommr upp \ í hálftíma áður en þeir vita af. Farðu ekki í megrun Jú, þetta er vissulega önnur gömul tugga en það þýðir ekki að það borgi sig ekki að fylgjast með mataræðinu. Reyndu að velja alltaf frem- ur hollan mat en óhollan og hlustaðu nú: Minnkaðu skammtana. Láttu eftir þér súkkulaðiköku, rjómasósu eða hvað sem er bara í minni mæli en áður. Fáðu þér oftar að borða en minna í einu. Ef freistingin er við það að yfirbuga þig við matarborðið, stattu þá á fætur gakktu út í nokkrar mínútur og komdu svo aftur. Maturinn er þá orðinn kaldur og ekki eins freistandi. Dragðu úr stressinu Rannsóknir sýna að álag og streita eykur matarlyst. Gefðu þér því tíma til að slaka á í ákveðinn tíma á hverjum degi. Hlustaðu á góða tónlist, liggðu fyrir með bók og gleymdu þér í örlögum söguhetjunnar eða stundaðu hugleiðslu. Rannsóknir sýna að við andlegt álag og vanlíðan dregur úr serótínframleiðslu í heilanum en serótín er boðefnið sem kallar fram vellíðan og eitt besta ráð til að auka serótín- magnið á stuttum tíma er að borða eitthvað feitt eða mikið sætt. Súkkulaði er t.d. eitt albesta meðalið sem þekkist til þess. Eina ráðið til að forðast stanslausa sykurlöng- un á álagstímum er því einfaldlega að draga úr álagi. Drekktu mikið vatn allan Læknar segja að líkaminn þurfi 11/2-2 1 af vatni á dag en fæst drekkum við svo mikið. Taktu frekar með þér vatnsglas inn á skrif- borðið þitt en kaffi og hafðu með þér vatnsflösku þegar þú gengur eða hreyfir þig á annan hátt. Taktu þér tíma Við viljum öll fara eftir þessum einföldu og góðu ráðum en hugsum samt þegar við lesum þetta: Hálf- tími á dag í hreyfingu, annar í hug- leiðslu og endalaust ráp eftir vatns- glasi, ég hef einfaldlega ekki tíma í þetta. En hugsaðu þig um andartak. Hefurðu frekar tíma til að van- rækja líkama þinn og taka áhættu varðandi heils- una? Margir segja að gott skipu- lag sé allt sem þarf til að tíminn nýtist betur. Það er einnig hugsanlegt að þú þurfir einungis að end- urskoða forgangsröðina og setja sjálfa þig ofar. 24 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.