Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 25
FYRIR ALLA
- KONUR OG KARLA
vegna þess að jóga krefst
mikillar ögunar sem aftur
auðveldar okkur að halda
einbeitingunni. Unga fólkið
er svolítið vanræktur hópur
að þessu leyti, það er á sí-
felldum hlaupum í stað þess
að staldra við og hugsa mál-
ið. Konur hafa hingað til
verið duglegastar að stunda
jóga, en sífellt fleiri karlar
bætast í hópinn.“
„ í nútímaþjóðfélagi eru
margir haldnir ótta og
kvíða. Margir óttast í raun ^
og veru óttann sjálfan mest n.
af öllu,“ segir Ingibjörg að e>
lokum. „Fólk sem stundar
3
jóga lærir að meðtaka um- “
hverfið öðruvísi. Jóga kenn- n
ir okkur að við þurfum ekki |
að forðast tilfinningar okkar S|
og auðveldar okkur að
mæta þeim á réttan hátt.“ 3
Ingibjörg Sigurjónsdóttir
er jógakennari hjá lík-
amsræktarstöðinni
Þokkabót og Jógastúdíói í
Kópavogi. Sjálf hefur hún
iðkað jóga í nokkur ár og
útgeislun hennar er líklega
besta auglýsingin sem hægt
er að hugsa sér. Hún segir
að jóga sé líkamsrækt sem
allir geti auðveldlega tekið
þátt í. „Jóga er á margan
hátt öðruvísi en önnur lík-
amsrækt. Æfingarnar eru
rólegri og stefna að því að
komast í betri tengsl við til-
finningarnar, líkamann og
sjálfan sig í gegnum öndun-
ina. Þar sem æfingarnar eru
rólegar og mjúkar er nánast
engin hætta á meiðslum og
þess vegna er jóga tilvalin
líkamsrækt fyrir fólk á öll-
um aldri.“
Margir sem leiða hugann
að því að spreyta sig á jóga
hætta kannski við þegar
þeir sjá í hugan-
um myndir af
fólki í undarleg-
ustu stellingum
og jafnvel svíf-
andi yfir gólfflet-
inum. Þarf maður ekki að
vera liðugur til þess að gera
jógaæfingar? „Með því að
komast í betri tengsl við
sjálfa þig hættir þú að bera
þig saman við aðra. Hér
byrja allir á sama punkti. í
byrjun sérðu kannski næstu
manneskju gera hitt og
þetta af mikilli mýkt og
hugsar með þér að þetta
takist þér aldrei. En af því
að allar æfingarnar, hvort
sem það eru öndunar- eða
teygjuæfingar, eru gerðar
hægt, mjúklega og rólega og
af virðingu fyrir líkamanum
þá ferðu aldrei fram úr
sjálfri þér og bætir þig
stöðugt hvern einasta dag.
Segjum sem svo að fólk
stundi jóga tvisvar til
þrisvar í viku, sem er ekki
óalgengt, þá eykur það get-
una á hverjum einasta degi.
Arangurinn kemur fljótlega
í ljós og það er gefandi og
hvetjandi að finna hvað
maður er í rauninni fljótur
að ná tökum á þessu.“
Allar jógaæfingar miða að
slökun. „Það er mikilvægt
að kunna að slaka á. Þá
eyðum við ekki orkunni í
vitleysu heldur nýtum hana
til fulls. Besta slökunar-
tæknin er að vera meðvitað-
ur. Oft tölum við um að við
„Við getum lært að segja
hingað og ekki lengra, við get
um ráðið því sjálf hvernig við
bregðumst við umhverfinu.“
séum löt, það felur ekki
endilega í sér að nenna ekki
að gera hitt eða þetta, frek-
ar það að hafa ekki orku til
þess. Með því að læra að
slaka á endurnýjar þú þig
og fyllist orku á stuttum
tíma. Með æfingunum för-
um við í gegnum bæði and-
lega og líkamlega slökun og
lærum að hafa stjórn á því
hvernig orkunni er varið.
Það eru svo mörg neikvæð
áreiti í umhverfinu sem hafa
áhrif á okkur. En við getum
lært að segja hingað og ekki
lengra, við getum ráðið því
sjálf hvernig við bregðumst
við umhverf-
inu.“
Ingibjörg seg-
ir jóga vera fyr-
ir alla aldurs-
hópa, jafnt
konur sem karla. „í flestum,
ef ekki öllum, jógastöðvum
eru til útfærslur sem henta
hverjum og einum. Það er
byrjað á auðveldum æfing-
um og síðan farið dýpra og
dýpra inn í stöðuna. Þannig
er jóga fyrir alla aldurs-
hópa, unglinga jafnt sem
eldra fólk. Jóga er t.d. góð
líkamsrækt fyrir skólafólk,
Vikan 25
Texti: Þórunn Stefánsdóttir