Vikan


Vikan - 29.03.1999, Síða 31

Vikan - 29.03.1999, Síða 31
 Rita i Ullarselinu a Hvanneyri með hundaullina í körfu fyrir framan sig. Hanskarnir eru prjónaðir úr hundauii eins og þeirri sem hún hcldur á. Við hlið hcnnar er gína í pevsu úr uli sem Rita litaði ineð lauk (gulu iitirn- ir) og krækilyngi (hrúnu litirnir). árum. Við vinnum að þessu saman og notum veturinn til að koma okkur upp svolitlum birgðum fyrir sumarið. Við seljum vör- urnar okkar í Ullarselinu á Hvanneyri en þar er mest umferð á sumrin.“ Það kennir ýmissa grasa þegar litið er á handverk þeirra hjónanna. Þau búa til tölur úr kinda- og hrein- dýrshornum og gera bæði nálhús, tóbakshorn og óróa úr hreindýrahornum. Þau renna líka halasnældur, prjónastokka og steytla eða möttla úr íslensku birki. Þá má ekki gleyma bréfahníf- unum sem gerðir eru úr þeim hluta hrútshorns sem ekki er hægt að nota í töl- urnar. Mest er þó unnið úr lambsull, en Rita hand- spinnur ull og litar hana sjálf með íslenskum jurtum eins og áður sagði. Rita spinnur líka kan- ínuull og prjónar úr henni. Úr lambsullinni býr Rita til flókaleppa í skó, gleraugna- hús, inniskó með leðursóla auk alls þess sem hún prjónar. „Það er svo gaman að hornunum því þegar þú byrjar að saga þá veistu aldrei hvaða litur kemur í ljós. Hreindýrshornin geta verið mjög mislit þegar við fáum þau. Við fáum aðeins horn sem dýr hafa fellt úti í náttúrunni og þau litast af jarðveginum sem þau liggja í. Horn sem hafa legið í þurrum mosa eru græn, en hin sem liggja í rökum mosa fá rauðan lit og verða mjúk viðkomu. Það eru engar tvær tölur úr horni eins.“ Wcan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.