Vikan


Vikan - 29.03.1999, Page 36

Vikan - 29.03.1999, Page 36
Blóm í búrið Er fuglinn floginn? Attu kannski fallegt fuglabúr en engan fuglí það? Hver segir að ekki megi nota fuglabúr undir eitt- hvað annað? Það er samt skemmtilegast að það sé eitthvað lifandi í búrinu og pottablóm taka sig oft Ijómandi vel út í fallegu búri. Því ekki að prófa? Góð motta sparar vinnu og peninga Þegar byrjar að vora og snjóa fer að leysa berast enn meiri óhreinindi inn á gólfin en að vetrinum. Sandausturinn hefur í för með sér aukna vinnu við að sópa, skúra og ryksuga. Sandur i sem berst inn á gólfteppi og dúka veldur sliti og það sér fljótt | ; á gólfefnunum. Gróf motta við útidyrnar er því ekki bara augnayndi, heldur beinlínis tíma- og vinnusparandi auk þess sem hún lengir líftíma gólfefnanna. Bestu motturnar eru með botni sem hripar ekki mikið í gegnum, en ef þið kaupið strámottur í líkingu við þessa er gott að setja gúmmínet (sérhannað undir mottur) undir þær til að koma í veg fyrir að þær skríði til á gólfinu. Það er auðvelt að verða leiður á lömpum. Skermarnir slitna og upp- t ' litast og lampafóturinn verður matt- ‘ . M ur og leiðigjarn til lengdar. En það má vel gera lampa sem nýjan með litlum tilkostnaði. Þvoið lampafótinn með salmíaki ef hann |Hg|||- «Si3p^ er lakkaður, en pússið yfir hann með mjög finum sandpappir ef ^ hann er málaður eða úr tré. Kaupið lakk í úðabrúsa til að fá jafna áferð á lampafótinn og úðið yfir hann þannig að hann fái þéttan glans. Nýr skermur er svo punkt- urinn yfir i-ið, lampaskermar fást víða og kosta ekki mikið. Því ekki að kaupa sér gull- eða koparúða á gamla lampann? Það má þá skipta um lit seinna ef maður verður leiður á honum. Odýrir rammar í IKEA er hægt að fá þrjá ódýra viðarramma í pakka. Þessir rammar passa fyrir venjulegar myndastærð og eru alveg kjörnir til að nota utan um skemmtilegar myndir eða póstkort sem á að hengja eða stilla upp í skamman tíma. Rammana má mála í glaðlegum litum, skrifa á þá texta og mynstra fríhendis eða með stenslum. Þar sem rammarnir eru frekar grófir er betra að pússa yfir þá með sandpappír áður en byrjað er að vinna þá. í ■ Igi;.'! " Sf ír'« 36

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.