Vikan


Vikan - 29.03.1999, Side 38

Vikan - 29.03.1999, Side 38
Prjónað úr Mandarin Classic (^Hr. 22TIHHfl) 10QD/o bómu,| Falleg sígild jakkapeysa fer vel við kfól, bils eða buxur Jakkinn er með laskaermum, sem er auðveld ermaísetning. Upplýsingar um hvar Tinnugarnið fæst i síma: 565-4610 Stærðir á flikinni sjálfri: (2) 4 (6) 8 ára Yfirvídd: (72) 77 (82) 87 sm Sídd: (35) 38 (42) 45 sm Ermalengd: (20) 24 (27) 31 sm Mandarin Classic 100% egypsk bómull, fæst í 18 litum. Gult 717/2315 Fjöldi af dokkum: (5) 6 (7) 8 ADDI prjónar frá TINNU 60 sm hringprjónar nr. 3 og 3,5 Mælum með BAMBUSPRJÓNUM frá ADDI Tölur: (5) 5 (6) 6 Hægt er að hafa tölurnar fleiri ef óskað er. Jafanál miðja á ermi byrjið hér Gott að eiga: Merkihringir, prjónanælur, þvottamerki fyrir Mandarin Classic. PJÓNFESTA Á MANDARIN CLASSIC: 22 lykkjur á sléttu prjóni = 10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. FRAM - OG BAKSTYKKI: Fitjið upp á prjóna nr. 3,5 (179) 195 (211) 227 lykkjur. Prjónið fram og til baka. Byrjið frá réttu með munstur A þannig: Prjónið 1 kantlykkju, (hún er ekki talin með og sést ekki á munstri) byrjið við örina og prjónið munstrið út prjóninn, endið á 1 sléttri + 1 kantlykkju. Kantlykkjurnar prjónast alltaf sléttar. Ljúkið við að prjóna munstur A, og á næsta prjóni (réttunni) er prjónað slétt, jafnframt er fellt af eins og munstur sýnir. Eftir úrtökuna er á prjóninum sami lykkjufjöldi og í byrjun. Prjónið áfram 3 prjóna slétt prjón = 2 garðar. Prjónið 1 umferð munstur B og fellið af (20) 24 (28) 32 lykkjur jafnt yfir prjóninn = (159) 171 (183) 195 lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram munstur B og prjónið kantlykkjuna áfram, (hún er ekki talin með og sést ekki á munstrinu). Þegar munstur B hefur verið prjónað er prjónað munstur C þar til að bolurinn mælist (22) 24 (27) 29 sm. Endið á réttunni. Skiptið nú bolnum frá röngunni þannig: Prjónið (34) 37 (40) 43 lykkjur, fellið af næstu 10 lykkjur, prjónið (71) 77 (83) 89 lykkjur, fellið af næstu 10 lykkjur, prjónið síðustu (34) 37 (40) 43 lykkjurnar. Leggið bolinn til hliðar meðan ermarnar eru prjónaðar. ERMAR: Fitjið upp á prjóna nr. 3,5 (51) 55 (59) 63 lykkjur. Prjónið munstur fram og til baka þannig: (1) 3 (5) 7 sléttar, prjónið munstur A þrisvar sinnum, (2) 4 (6) 8 sléttar. (Aukalykkjurn- ar 2 eru kantlykkjur, prjónast sléttar og teljast ekki með). Þegar munstur A hefur verið prjónað er fellt af eins og munstur sýnir. Eftir úrtökuna er á prjóninum sami lykkjufjöldi og þegar byrjað var. Á næsta prjóni (röngunni) er prjónað slétt og jafnframt er fellt af (6) 8 (10) 12 lykkjur jafnt yfir prjóninn = (45) 47 (49) 51 lykkja á prjónin- um. Prjónið 2 prjóna slétt prjón = 2 garðar. Prjónið áfram munstur B, teljið út frá örinni sem sýnir miðju á ermi og aukið jafnframt út 1 lykkju hvorum megin með (1,5) 2 (2) 2 sm millibili. Eft- ir munstur B er munstur C prjónað og aukið áfram út þar til að (63) 67 (73) 77 lykkjur eru á erminni. Þegar ermin mælist u.þ.b. (20) 24 (27) 31 sm endið þá á sömu munsturumferð og á bol til að ermar og bolur prjónist rétt saman. Fellið af 5 lykkjur hvorum megin. Setjið ermina á prjónanælu og prjónið hina ermina eins. LASKAÚRTAKA: Setjið nú ermarnar á prjóninn þar sem fellt var af 10 lykkjur fyrir handveg og setjið merki á hver samskeyti = (245) 265 (289) 309 lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram munstur C, byrjið frá réttu og prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á hægra framstykki, takið 1 lykkju óprjón- aða, prjónið næstu lykkju, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Prjónið tvær fyrstu lykkjurnar á erminni saman, endurtakið þessa úrtöku á 3 næstu samskeytum (ermi og bolur). Prjónið brugðið til baka á röngunni. Fellið af á þennan hátt á öllum 4 samskeytunum (þar sem merkin eru) í öðrum hverjum prjón þar til að (21) 22 (23) 24 lykkjur eru eftir á hvoru framstykki. Fellið af fyrir hálslíningu í byrjun á hverjum prjóni (4) 5 (6) 7 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 3 sinnum (ATHUGIÐ: Laskaúrtakan heldur áfram óbreytt) og 1 lykkju þar til að allar lykkjurnar á framstykkjunum eru felldar af. HÁLSLÍNING: Skiptið yfir á prjóna nr. 3 og takið upp meðfram hálsmálinu (72) 74 (77) 80 lykkj- ur. Prjónið 5 prjóna slétt prjón = 3 garðar. Fellið af frá röngu, hvorki of laust né of fast. LISTAR: Takið upp með prjóni nr. 3 u.þ.b. 11 lykkjur á hverja 5 sm meðfram öðru framstykk- inu. Prjónið 5 prjóna slétt = 3 garðar. Fellið af frá röngu ekki of fast. Merkið fyrir tölum, þeirri fyrstu á miðja hálslíninguna og þeirri neðstu við garðana á eftir munstri A, hinar með jöfnu milli- bili, eins margar og óskað er. Prjónið hinn list- ann eins en með hnappagötum á 3. prjón. Hnappagat: Fellið af 2 lykkjur, fitjið upp 2 lykkjur í næstu umferð. FRÁGANGUR: Saumið blómin í með einföldu garni á bol og ermar í hvert gat á munstri B eins og skýringarmynd sýnir. Saumið ermar saman og saumið affellinguna á ermum við affellinguna á bol. Saumið tölur í. Saumið Mandarin Classic þvottamerki innan í peysuna. □ = rétt á réttu, brugðið á röngu 0 = brugðið á réttu, rétt á röngu @ = sláið bandi upp á prjóninn g = 2 réttar saman y = Prjónið 2 lykkjur saman með því að fara I aftan í lykkjurnar = takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 2 lykkjur saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir [^l = Prjónið aðra lykkjuna slétta fyrir framan fyrstu lykkjuna án þess að taka hana af vinstri prjóninum. Prjónið fyrstu lykkjuna slétta og sleppið báðum lykkjunum yfir á hægri prjóninn. = Prjónið aðra lykkjuna slétta fyrir aftan fyrstu lykkjuna án þess að taka hana af vinstri prjóninum. Prjónið fyrstu lykkjuna slétta og sleppið báðum lykkjunum yfir á hægri prjóninn.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.