Vikan - 29.03.1999, Qupperneq 46
Smásaga eftir Richard Macker.
KÓNGULÓARMAÐURINN
Fyrir venjulegan mann væri þetta
verkefni óðs manns æði, en fyrir
kóngulóarmanninn væri það eins
og að drekka vatn. Ekki sakaði
það að góð laun voru í boði.
Hversu löglegt verkefnið var og
hvað það var, skipti ekki máli.
Hver hefur efni á því að velta
slíku fyrir sér þegar hálf milljón
er í boði fyrir tveggja tíma verk.
Auðvitað get ég það.
Fyrir mig er ekkert
auðveldara en að
klifra upp húsveggi.
Arnfinnur hallaði sér aft-
ur í stólnum og sjálfsöryggið
skein úr sterklegu andlitinu.
Flann var 24 ára, vel vaxinn
og vöðvastæltur. Það sást
móta fyrir sterklegum upp-
handleggsvöðvunum þegar
hann notaði hendurnar til
þess að leggja áherslu á orð
sín.
Eftirmiðdagssólin skein á
svalirnar á stóra einbýlis-
húsinu uppi á hæðinni. Eig-
andinn, Helmer Kristoffer-
sen, strauk svitann af enn-
inu með bláum silkivasa-
klút. Hann var feitur, and-
stuttur, þrjátíu árum eldri
og sextíu kílóum þyngri en
Arnfinnur. Hann vildi að-
eins það besta. Þess vegna
hafði hann leitað til Arn-
finns, eða „kóngulóar-
mannsins", eins og hann
kallaði sig þegar hann sýndi
klifurleikni sína.
Eg skal veðja hausnum á
mér upp á að ég kemst upp
þennan vegg án nokkurra
vandræða, sagði Arnfinnur.
Þú skalt ekki hafa höfuð
þitt í flimtingum ungi mað-
ur. Svo mikið hef ég lært í
skóla lífsins. Og ekki hjart-
að heldur. Fyrir nú utan það
þá hlýtur maður í þinni at-
vinnugrein að þurfa að hafa
sterkt hjarta. Er langt síðan
þú fórst síðast í læknisskoð-
un?
Ég þarf ekkert á því að
halda. Ég veit að pumpan í
mér kemur til með að
standa sig næstu hundrað
árin.
Gott og vel. En hvað með
fjölskyldu þína? Er hún
ánægð með þetta undarlega
starfsval?
Hvaða fjölskylda? Ef þú
ert að meina Maríu gömlu
frænku, þá er hún fyrir
löngu komin á elliheimili.
Sem betur fer kemur mér
einum við hvað ég geri.
Arnfinnur tæmdi glasið.
Svo hallaði hann sér aftur
og teygði úr löngum, sterk-
legum fótleggjunum. Hann
var afslappaður og það var
ekki annað að sjá en að þar
færi afslappaður og áhyggju-
laus maður.
Helmer Kristoffersen virti
unga manninn fyrir sér og
brosti. Hann hafði svo sann-
arlega dottið í lukkupottinn.
Fáðu þér annan drykk,
sagði hann.
Nei takk. Of mikið af
þessu eitri er hættulegt
heilsunni.
Helmer Kristoffersen
blandaði sér sterkan drykk.
Síðan sagði hann:
Ef þú treystir þér til þess
að klifra upp þennan vegg
án hjálpartæka þá ert þú
maðurinn sem ég leita að.
Hvers vegna vantar þig
mann til þess að klifra upp
vegg á skrifstofubyggingu
um miðja nótt?
Það er mitt mál. Meira
færð þú ekki að vita.
Þitt mál? Er þetta
kannski eitthvað ólöglegt?
Þungur líkami Helmer
Kristoffersen hristist af
hlátri.
Ólöglegt? Hvað heldur þú
eiginlega að ég sé, ungi
maður? sagði hann og veif-
aði höndunum í kringum
sig. Líttu í kringum þig. Allt
þetta og mikið meira til hef
ég eignast með mikilli vinnu
og á heiðarlegan hátt.
Arnfinnur leit í kringum
sig. Dyrnar inn í stofuna
voru opnar. Stofan var yfir-
full af dýrum húsgögnum.
Stórum garðinum fyrir utan
var vel við haldið og í enda
hans var tvöfaldur bílskúr.
Fyrir utan bílskúrinn stóð
stífbónaður, grænn Jagúar.
Jæja, sagði Helmer
Kristoffersen. Ertu með?
Þú lítur út fyrir að vera
sterkur maður, alla vegna
hvað fjármálahliðina varðar.
Helmer Kristoffersen
hristist aftur af hlátri.
Ég skil sneiðina ungi
maður. I heilan mannsaldur
hef ég unnið eins og skepna
og hef ekki haft rnikinn
tíma aflögu til þess að
stunda líkamsrækt. Oft öf-
unda ég vöðvabúnt eins og
þig. A hinn bóginn á ég
nóga peninga til þess að
kaupa allt sem hugurinn
girnist. Reynslan hefur
kennt mér að allt er falt fyr-
ir peninga. Hvernig er það
annars? Getur þú lifað góðu
lífi af klifursýningum?
Arnfinnur ók sér í stólnum.
Ég er ekki kröfuharður
maður. Og ég nýt þeirra for-
réttinda að geta sameinað
tómstundagaman og at-
vinnu. Það er meira en
margur maðurinn getur
sagt.
Já, þar hefur þú rétt fyrir
þér. En snúum okkur þá að
viðskiptunum. Ég borga þér
hálfa milljón út í hönd ef
þér tekst ætlunarverkið. Ég
get ímyndað mér að það
taki þig varla meira en tvo
tíma.
Hálfa milljón?
Já. Er það kannski of lít-
ið? Ég er reiðubúinn til
samningaviðræðna ef þú ert
óánægður með upphæðina.
Jæja, hvað segir þú þá?
Arnfinnur sat með opinn
munninn.
Ég kann vel að meta hæfi-
leika þína, hélt Helmer
Kristoffersen áfram. Ég lít á
þig sem hæfan listamann.
Ég hef alltaf haft þá skoðun
að listamenn eigi að fá góð
laun fyrir störf sín eins og
við hin. Ertu til í að taka
þetta að þér?
Ég hefði nú reyndar viljað
vita svolítið meira um hvað
málið snýst.
Gott og vel. Það sem þú
átt að gera er að ná til baka
iðnaðarteikningum sem var
stolið frá fyrirtækinu mínu.
Nægir þessi skýring?
Já.
Og ertu til?
Gott og vel.
Ánægjubros breiddist yfir
rautt, feitlagið andlit Hel-
mer Kristoffersen. Hann
stóð upp og rétti Arnfinni
þvala, kubbslega höndina.
Þá er það ákveðið. Nils,
yngri sonur minn, sækir þig
á gulum Volvo. Vertu við
innganginn að almennings-
garðinum á miðnætti. Hann
mun aka þér að bygging-
46 Vikan