Vikan - 29.03.1999, Page 48
Smásaga eftir Richard Macker.
Arnfinni.
Arnfinnur hélt dauða-
haldi í gluggakarminn og
reyndi að átt sig á því hvað
væri að gerast. Hann sá
glitta í rautt, reiðilegt andlit
fyrir innan. Sannleikurinn
rann upp fyrir honum: Nils
Kristoffersen var að reyna
að drepa hann.
Helmer Kristoffersen sat
á stól við sjúkrarúmið.
Hann horfði á Erik, eldri
son sinn, liggja hreyfingar-
lausan á bakinu. Súrefnis-
gríma huldi munn og nef.
Hljóðið sem barst frá önd-
unarvélinni hljómaði eins
og andardráttur dauðans.
Brjóst sjúklingsins reis og
seig með reglubundnum
hætti.
Ung, sólbrún hjúkrunar-
kona var að setja upp vökva
í æð sjúklingsins. Helmer
Kristoffersen fylgdist með
hverri hreyfingu hennar.
Er allt eins og það á að
vera? spurði hann.
Já, ég fæ ekki betur séð.
Ert þú nýbyrjuð að starfa
hér, ég minnist þess ekki að
hafa séð þig áður?
Það er vegna þess að ég
er búin að vera í sumarfríi á
Spáni. Ég hef starfað hér á
skurðlækningadeildinni í
tvö ár.
Helmer Kristoffersen
kinkaði kolli.
Það er gott til þess að vita
að til er ungt, heilbrigt fólk
sem getur farið í sumarfrí.
Þegar Erik hressist aftur
ætla ég að bjóða honum í
tveggja mánaða heimsreisu.
Hjúkrunarkonan leit á
hann með meðaumkvun.
Síðan brosti hún vingjarn-
lega.
Hann kemur til með að
hafa gaman af því.
Helmer Kristoffersen
færðist allur í aukana.
Já, það er nú ekki mikið
mál fyrir mig að bjóða hon-
um í slíka ferð. Ég vil allt
fyrir syni mína gera. Erik er
aðeins 27 ára en þrátt fyrir
það er hann mín hægri hönd
í fyrirtækinu. Ég hef ákveð-
ið að hann taki við rekstrin-
um þegar hann verður þrí-
tugur.
Það er einmitt það.
Já, hann er einstaklega
duglegur og afkastamikill í
vinnu. Satt að segja líkist
hann mér mikið. Þetta
veika hjarta kemur úr móð-
urfjölskyldunni. Er það ekki
undarlegt að svona myndar-
legur ungur maður sé með
svona veikbyggt hjarta?
Hjúkrunarkonan þurrkaði
háls og brjóst sjúklingsins
varlega með rökum klút.
Jú, svaraði hún. Jú, það er
rétt. En læknavísindin ráða
við erfiðustu hluti í dag.
Þetta kemur allt til með að
ganga vel. Við gætum hans
vel þangað til við finnum
handa honum nýtt hjarta.
Þú mátt treysta því.
Reynslan hafði kennt
henni að tala við kvíðafulla
aðstandendur.
Ég er viss um að Erik fær
nýtt hjarta áður en langt um
líður, sagði Helmer Kristoff-
ersen. Ungt, sterkt, heilbrigt
hjarta sem gerir honum
kleift að verða allra karla
elstur.
Erik er líkur þér, sagði
hjúkrunarkonan og reyndi
að skipta um umræðuefni.
Sömu andlitsdrættirnir,
sama líkamsbyggingin.
Hún hafði rétt fyrir sér.
Sjúklingurinn í rúminu var
vægast sagt líkur föður sín-
um. Það sem sást af andlit-
inu sýndi það ótvírætt.
Vissulega er hann líkur
mér, sagði Helmer Kristoff-
ersen. En eftir hjartaáfallið
liggur hann hér alveg ósjálf-
bjarga. Þetta er svo órétt-
látt.
Þú átt annan son, er það
ekki? spurði hjúkrunarkon-
an.
Jú, hann heitir Nils og
hann er einnig líkur mér.
Við tveir erum fæddir með
sterkt hjarta. Við erum góð-
ir félagar. Við stöndum
saman í blíðu og stríðu, eins
og sagt er. Og nú einbeitum
við okkur að því að Erik nái
heilsunni aftur.
Þetta á allt eftir að ganga
vel, sagði hjúkrunarkonan.
Helmer Kristoffersen leit
á klukkuna. Ur grófu, rauð-
leitu andlitinu mátti lesa
vissa sálarró. Hann var bú-
inn að bíða lengi eftir lífs-
marki frá Erik, en hann var
þekktur fyrir að vera þolin-
móður maður.
Dyrnar að sjúkrastofunni
opnuðust og inn kom yfir-
læknir sjúkrahússins, eldri
læknir, með gleraugu og
hrukkótt enni. Hann var al-
varlegur í bragði og hjúkr-
unarkonan yfirgaf herbergið
eftir að þau höfðu skipst á
nokkrum orðum, lágri
röddu.
Helmer Kristsoffersen
stóð upp úr stólnum. Hann
horfði á manninn í hvíta
sloppnum.
Er eitthvað nýtt að frétta?
Það var þreytusvipur á
fölu andliti yfirlæknisins. í
nokkrar sekúndur stóð
hann og horfði niður fyrir
sig.
Já, en það eru slæmar
fréttir.
Hvað meinar þú? Gengur
ykkur illa að finna hjarta-
gjafa?
Yfirlæknirinn andvarpaði.
Svo dró hann djúpt að sér
andann og horfði beint í
augu Helmer Kristoffersen.
Ég veit satt að segja ekki
hvernig ég á að fara að því
að segja þér þetta, sérstak-
lega undir þessum kringum-
stæðum. En hjá því verður
ekki komist. Fyrir stundu
var komið hingað með ung-
an mann sem hafði fallið
niður af háhýsi. Ég sá strax
að þarna var kominn Nils,
sonur þinn. Hann hefur svo
oft komið í heimsókn til
bróður síns að ég var ekki í
nokkrum vafa að þetta var
Nils. Skilríkin sem fundust á
honum staðfestu það.
Helmer Kristoffersen
gekk aftur á bak og studdi
sig við vegginn. Það var
ekki blóðdropi í andliti hans
og hann átti erfitt með and-
ardrátt.
Þetta getur ekki verið
satt! Segðu mér að þetta sé
einhver misskilningur! Það
getur ekki verið að þetta sé
Nils! Er hann mikið slasað-
ur?
Hann er í öndunarvél og
satt að segja er hann mjög
alvarlega slasaður. Hann er
heiladauður og ég vil ekki
gefa þér falsvonir.
Helmer Kristofferson lét
sig falla þungt niður í stól.
Þungur líkaminn titraði og
skalf.
Yfirlæknirinn lagð hönd á
handlegg hans.
Ég geri mér grein fyrir því
hversu hræðilegt þetta er
fyrir þig. En alltaf má finna
glætu í myrkrinu. Nils er
með sterkt og heilbrigt
hjarta. Með þínu samþykki
get ég nú þegar hafið skurð-
aðgerðina og Erik getur
öðlast nýtt og betra líf.
Helmer Kristoffersen sat
hreyfingarlaus í stólnum.
Augnaráðið var flöktandi,
andardrátturinn þungur og
óreglulegur.
Hvað vilt þú að ég geri?
Samþykkir þú þetta?
Feiti maðurinn stóð
snögglega á fætur, lyfti
krepptum hnefunum og
glennti upp rauðsprengd
augun. Hryglukenndur and-
ardráttur reyndi að brjóta
sér leið úr hálsi hans.
Yfirlæknirinn, rétt náði
því að grípa Helmer
Kristoffersen áður en hann
féll andvana í gólfið.
48 Vikan