Vikan


Vikan - 29.03.1999, Page 58

Vikan - 29.03.1999, Page 58
Leikhússpjall Svölu Arnardóttur og Arthúrs Björgvins Hótel Hekla eftir Lindu Vilhjálms- dóttur og Anton Helga Jónsson. Leikstjóri: Hlín Agn- arsdóttir. Leikarar: Hinrik Olafsson og Þórey Sig- þórsdóttir / Kaffileik- húsið Ljóðið til fólksins bS Kaffileikhúsið er ekki sérlega henlugt sem leikhús, en það hefur mikinn „sjarma“. Nálægðin við áhorfendur, brak í gólffjölum og gamalt „dótarf' upp um alla veggi skapa ósköp vinalega stemmningu. Þetta er eins og að líta inn hjá gamalli frænku á sunnudegi sem hitar fyrir mann súkkulaði. A: Þetta er einmitt glúrin aðferð til að færa leiklistina nær fólki; að sýna á svona notalegum veitinga- stað, þar sem gestir og áhorfendur geta glatt bæði gómana og sálina á einu bretti. Og í þessu umhverfi er vel við hæfi að sýna leikrit eins og Hótel Heklu, því þar er einmitt líka verið að gera tilraun til að færa listina, í þessu tilviki ljóðlistina, nær fólki. S: Og merkilegt nokk; þetta tekst. Ekki síst vegna þess að ljóðin eru sett í nýtt og óvenjulegt samhengi. Höfundarnir virðast vera að gera tilraun til að koma nútímaljóðinu út fyrir þann þagn- armúr sem er búið að reisa í kring- um það. Þeir leiða áhorfendum fyrir sjónir að viðhorf á borð við „ég les aldrei ljóð“ eða „ljóð eiga ekki heima í nútímasamfélagi" séu ekkert annað en fáránlegar klisjur. Ljóðið er þvert á móti lifandi og á brýnt erindi til okkar, enda sprott- ið upp úr þeim tilfinningalega jarð- vegi sem er sameign okkar allra, eða í það minnsta flestra. A: Einstaka spekingur hefur jafn- vel haldið því fram að ljóðið eigi að vera þungamiðjan í lífi okkar. Hótel Hekla Þannig sagði sá frægi maður Nietzsche á sínum tíma að ham- ingja manns væri fólgin í því að gera sitt eigið líf að ljóði. Og þar átti hann ekki bara við einhverjar sérstakar hátíðarstundir, heldur sjálft hversdagslífið; við ætturn að móta hverja minnstu athöfn jafn nostursamlega og við værum að yrkja ljóð. Hann hélt því jafnvel fram að við ættum að byrja hvern dag með því að fara ljóðrænum höndum um eggið sem við borðuð- um í morgunmat. S: Boðskapurinn í Hótel Heklu er kannski ekki alveg á þessum heim- spekilegu nótum. Þar snýst málið frekar um að leggja ljóðin í munn fólks sem við erum ekki vön að tengja við ljóðalestur. Með því að gera þetta er verið að gefa ljóðinu nýtt líf. Það dettur t.d. engum í hug að flugfreyja byrji að fara með ljóð í háloftunum. A: Það er hins vegar skemmtileg hugmynd að nota einmitt flug- freyju í þessu samhengi, enda má segja að fáar starfsstéttir séu „há- fleygari“. Þess er líka skemmst að minnast að annar höfundanna, Linda Vilhjálmsdóttir, fékk á sín- um tíma nokkrar sjónvarpsþulur til að lesa ljóðin sín á sýningu á Kjar- valsstöðum. Það var alveg sama hugsunin sem þar bjó undir; að koma okkur á óvart með því að taka frasana sem við búumst við af vörum þessara ágætu kvenna og leggja þeim í staðinn nútímaljóð í munn. Og ef við förum enn dýpra í saumana á þessu, þá er þetta um leið mikilvægur þáttur ljóðlistar- innar sjálfrar; að búa til óvæntar og nýstárlegar tengingar, m.ö.o. að stokka upp þann heim sem við höf- um fyrir augunum. S: Þessi „uppstokkun“, eða rugl- ingur á hlutverkum, gerir leikritið líka mjög fyndið. Og leikstjórinn, Hlín Agnarsdóttir, gerir sér bein- línis far um að mjólka „húmorinn“ í verkinu. Sýningin er full af alls kyns glettum og frískleika. Þar má t.d. nefna atriðið þegar Tómas fær- ir flugfreyjunni kampavín á Hótel Heklu. Það er einstaklega fyndin „sena“, þar sem þessi leikstjórnar- stíll nýtur sinn hvað best. A: Og svo að við höldum nú áfram að hrósa leikstjóranum, þá virðist honum (henni) hafa tekist að laða fram það besta í leikurunum, því bæði Hinrik og Þórey standa sig með mikilli prýði. Þóreyju tókst t.d. á köflum að undirstrika „ritúalið“ í tali og fasi flugfreyj- unnar á einstaklega skoplegan hátt. Og Hinrik túlkaði yfirgangssaman, en þó um leið uppburðarlítinn mömmudrenginn, Tómas, með skemmtilegum tilþrifum. Draumur eða veruleiki? S: Já, það er gaman að sjá leikara móta hlutverk sín jafn vel í smæstu smáatriðum og þau gera þarna. Það skiptir öllu máli í gamanleik eða skopstælingu að hver einasta hreyfing og öll svipbrigði séu rétt útfærð. Svo er líka annað sem gef- ur sýningunni aukið gildi, en það er leikurinn með draum og veru- leika. Það er aldrei alveg Ijóst, hvort um er að ræða draum eða veruleika. Mörkin þarna á milli eru látin vera óljós. Þetta á sér reyndar margar fyrirmyndir í leiklistarsög- unni, án þess að við förum nánar út íbá sálma hér. A: Og þar með erum við enn og aftur komin að kviku nútímaljóðs- ins; þar eru skilin á milli draums og veruleika víða óljós. í því sam- bandi nægir að nefna tímamóta- verk á borð við „Eyðilandið“ (The Waste Land) eftir Thomas Eliot. Og auðvitað á þetta líka við um líf- ið sjálft; þar eru skilin ekki alltaf skörp á milli draums og veruleika. Og kannski er líf okkar, þegar upp er staðið, ekki annað en „draumur um veruleika..." Hvað um það, sýningin í Kaffileikhúsinu vekur margar spurningar urn lífið og ljóð- ið. Hún kitlar hláturtaugarnar, auk þess að koma misfjörugum heila- frumum í létta sveiflu. Og þá er mikið sagt. S: Og þar með er ekki annað eftir en að óska öllum, sem að sýning- unni komu, til hamingju með vel lukkað framtak. 55 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.