Vikan


Vikan - 17.05.1999, Síða 36

Vikan - 17.05.1999, Síða 36
Rauð grænmetissósa (austurlensk) 2 laukar 3 giilrœtur 1 grœn paprika 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 chílepipar 1/2 tsk. sykur 1/2 dós tómatsósa (Hunt's) Aðferð: Allt grænmetið er saxað niður í smátt. Laukurinn er steiktur sér í smá olíu í 5 - 7 mínútur. Síðan er öllu blandað saman við og látið krauma vel. Þessa sósu má bera fram heita jafnt sem kalda. Lambaiundir á teini 1 - 2 lambalundir á niann Marínering. „Original stek- och griUolja" frá Caj P. 's dijon sinnep (miðað við 8 lundir eru u.þ.b. 2 msk. af sinnepi og u.þ.b. 100 g af grillolíunni) Aðferð: Kjötið er látið liggja í maríner- ingunni yfir nótt. Síðan er það þrætt á grillpinna og grillað smástund, síðan er pinnunum snúið. Berið fram með grill- uðum kartöflum og beikonvöfðum sykur- baunum eða belgbaunum. Rauða græn- metissósan er einning mjög góð með þessum rétti. Griliaðar kartöflur (fyrir fjóra) 3/4 kg nýjar kartöflur salt 75 g smjör fínsaxaðar, ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja, dill eða Itvað sem hver vill Aðferð: Flysjið kartöflurnar og sjóðið í léttsöltu vatni í 5 mínútur. Takið úr soð- inu og látið kólna og þorna vel. Þræðið kartöflurnar upp á grillpinna og penslið með smjöri. Setjið pinnana á grillið í u.þ.b. 10 -15 mínútur. Stráið kryddjurt- unum yfir kartöflurnar áður en þær eru bornar fram. Beikonvafðar sykur- eða belgbaunir 500 g sykur- eða belgbaunir 1 pk. beikon í sneiðum Aðferð: Sjóðið baunirnar í léttsöltu vatni í 2 mínútur. Látið renna af þeim. Skiptið þeim niður í 8 skammta. Vefjið beikonsneið þétt utan um hvern skammt. Grillið baggana í 5 -10 mínútur, eða þar til beikonið er orðið brúnt. 36 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.