Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 4
Kceri lesandi...
Hjá okkur á Vikunni ríkir mikil kœti þessa dagana.
Það þarfengan að undra, Vikan erfarin að standa undir nafni, þ.e.a.s.
farin að koma út vikulega, og ekki nóg með það, Vikunni vex stöðugt ás-
megin í öllum skilningi.
Síðasta skoðanakönnun sýndi svo ekki verður um villst að Vikan er, þrátt
fyrir ungan aldur, komin ífremstu röð tímarita og lesendur hennar eru
ánœgðir með uppistöðuefni blaðsins.
Húrra fyrir ykkur, lesendur góðir, sem hafið keypt og lesið blaðið okkar, stutt við bakið á okkur, hrósað okkur þeg-
ar við eigum það skilið og bent okkur á gott efni sem þið viljið að við birtum ykkur til ánœgju! Megi okkur lánast
að flytja ykkur áfram það efni sem þið hafið ánægju af að lesa.
íþessu blaði viljum við færa ykkur Vesturland og Vestfirði í máli og myndum á silfurfati. Efnið þaðan á sjálfsagt
eftir að vekja áhuga einhverra á að fara og skoða þessa landshluta með eigin augum.
Vegalengdir á íslandi eru alltafað styttast. Fyrir tvö hundruð árum þurftu menn að œtla sér nokkra daga og veglegt
nesti tilferðalaga milli landshluta ogfóru ekki slíkar ferðir að gamni sínu. Bœndur í Borgarfirði fóru helst ekki til
Reykjavíkur nema til að versla stórt og menn voru yfirleitt ekki að skreppa slíkt að óþörfu. í dag skreppa menn
milli Reykjavíkur og Vestfjarða á einum degi og þykir engum mikið þótt vegir þar mœttu að ósekju vera betri.
Reykvíkingar eru ekki nema tvo og hálfan tíma að skreppa vestur að Snæfellsjökli og klukkutíma og varla það á
Skagann síðan göngin komu.
Það er því ekkert stórmál lengur að skreppa eina helgi á Vesturland til að njóta alls þess sem þar er í boði. Mannlíf
og náttúra eru stórkostleg bæði á Vesturlandi og Vestfjörðum, og þar gefst enn kostur á að njóta hinnar óspilltu
náttúru.
Vikan býður lesendum sínum íþægilega kynningarferð í vesturátt að þessu sinni.
Komið með okkur og skoðið meðal annars ísafjarðarkaupstað, landsfrægan ísbjörn á Bolungavík, Norðurá í
Borgarfirði og hinn dulmagnaða Snæfellsjökul. Kynnist mannlífinu á þessum stöðum, ferðist með fegurðardrottn-
ingu íslands um heimaslóðir hennar á Akranesi og margt, margtfleira.
Og síðast en ekki síst, njótið Vikunnar!
Jóhanna Harðardóttir
Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði
Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599
Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal-
ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Simi: 515 5515
Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515
5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími:
515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður
Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V.
Helgadóttir Auglýsingastjórar Krístín Guðmunds-
dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is
Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein-
grimsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð i áskrift ef
Steingerður Hrund Margrét V. Kristín Anna B. Guðmundur grejtt er með greiöslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef
Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Guðmunds- Þorsteins- Ragnar greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið í
... - . , „ . ... . .. „. . c. -___PrentsmiðjunniOdda hf. Oll réttindi áskilin varðandi
dóttir blaðamaður blaðamaður dottir dottir Steingrimsson efni og mýndir
blaðamaður auglýsinga- auglýsinga- Grafískur
stjóri stjóri hönnuður
Húrra fyrir
lesendum!