Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 17

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 17
ró yfir þeim. Þeir fara líka fyrr að sofa." Það er greinilegt að Guð- mundur hefur í nógu að snúast. Hann hendist í símann áður en hann lýkur við setninguna og kallar: „Prófaðu að tala við hann Gunnar." Gunnar er veiðivörðurinn á svæðinu og er í rólegheitum að fylla út veiðiskýrslur. Hann er einn af mörgum eigendum ár- innar. Gunnar upplýsir að veiði- húsið hafi verið byggt í nokkrum áföngum og sífellt sé verið að byggja við það. Bændurnir í kringum ána eiga húsið en Stangveiðifélagið rekur það. Nokkur lítil veiðihús eru stað- sett við ána en nánast ekkert notuð. Gómar hann marga veiðiþjófa við Norðurá? „Nei. Ekki get ég nú sagt það. Mitt hlutverk er nú frekar að sýna mönum hvar þeir eigi að veiða og geti veitt. Ég er nú lítið í því að hirða upp veiðiþjófa." Guðmundur mætir galvaskur á svæðið og það er farið að róast í kringum hann. Hvað er nú skemmtilegast við starfið hans? „Að vakna klukkan hálfsex" svarar hann að bragði og þeir Gunnar hlæja dátt. „Nei, það er mjög gaman að vera hérna. Fólkið sem kemur hingað, er á leiðinni að skemmta sér og allir eru hressir. Það telst til undantekninga ef menn eru í fýlu eða með leiðindi." Er áfengisneysla til vandræða á svæðinu? „Nei, alls ekki. Hún hefur minnkað heilmikið með árun- um. Við sjáum greinilegan mun á því. Þeir Gunnar eru sammála um það og taka fram að fólkið sé meira upptekið af veiði- mennskunni núna en það var kannski áður. Menn vilja vera klárir í slaginn á morgnana. Flestir sem eru við veiðar í Norðurá dvelja í þrjá daga. Þeir byrja klukkan fjögur á fyrsta deginum, veiða í tvo heila daga og síðasta daginn er veitt frá morgni til klukkan eitt. Guðmundur hefur varla lokið við síðustu setninguna þegar rykmökkur leggst yfir veiðihúsið og nánasta umhverfi. Brjálaðir veiðimenn Tíu jeppar og fólksbílar eru komnir á bílastæðið og hama- gangurinn á stæðinu er eins og hann gerist bestur í hasarmynd- um. Átján karlar flykkjast inn í veiðhúsið með tilheyrandi hróp- um og köllum. "Hvar á ég að vera?" „Á ég að vera úti eða hérna inni?" Eftir smástund áttar blaða- maðurinn sig á hvað er að ger- ast. Hópurinn sem átti að hefja veiði klukkan fjögur er mættur, klukkan tvö. Og þvílík Iæti! Guðmundur má hafa sig allan við að fylgja mönnum til her- bergja og vísa þeim réttu leið- ina. Veiðistangirnar sveiflast til, töskum kastað og blaðamaður þakkar fyrir að lenda ekki í risa- stórum háf, sem gæti verið ætl- gekk að samræma þessar óskir var ákveðið að mynda eitt stórt veiðibandalag, Fossbræðurna með góðum árangri. Sumir fé- Iaganna hafa veitt saman í tutt- ugu ár en aðrir eru á byrjunar- reit. I hópnum má finna norsk- an veiðimann sem kemur ár hvert og eltir íslenskan lax með félögunum. Guðmundur til- kynnir að samkvæmt reglum megi ekki mæta svona snemma aður Keikó! Þegar búið er að róa mann- skapinn kemur í ljós að hér er á ferðinni 18 manna hópur sem kallar sig Fossbræður og bera derhúfur merktar hópnum. Meðlimir hópsins voru upp- haflega í þremur veiðihópum sem allir vildu veiða á sama tíma, í fyrsta hollinu sem færi í ána á eftir „elítunni" eins og þeir orðuðu það. Þar sem illa og hann ætlar að íhuga að senda þá í burt. Gleðin ræður ríkjum hjá Fossbræðurnum og synd að segja að þolimæðin hafi verið með þeim þennan ágæta dag. Þeir gátu hreinlega ekki beðið eftir að komast út að veiða. Þeir minntu á krakka sem bíða spenntir eftir að opna jólapakk- ana! Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.