Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 33
einstöku náttúrukyrrðar á
þessum slóðum.
Víða um Vestfirði er nátt-
úrufegurð einstök, djúpir
firðir og tignarleg fjöll. í
fjöruborðinu er hægt að
rekast á reka eða sjósorfna
steina með hrúðukörlum.
Fjörur eru fleiri á Vestfjörð-
um en víða annars staðar.
Þaðan hafa menn hafa sótt
lífsviðurværi í hafið til þess
að framfleyta fjölskyldunni.
Þó að sumarið sé háanna-
tíminn í ferðaþjónustunni,
þá er ekki þar með sagt að
ferðaþjónustan leggist í
dvala að vetri til, því að
haldin er árleg Skíðavika á
Isafirði um páskana. Að-
sóknin þangað hefur verið
mjög góð undanfarin ár.
Hvergi er jafn mikið um
vetrarríki eins og á Vest-
fjörðum og óhætt er að segja
að tækifæri til vetraríþrótta
eru fjölbreytt á Vestfjörðum.
Þaðan hafa komið margir af
bestu skíðamönnum lands-
ins hin síðari ár.
Hér hefur aðeins verið
stiklað á stóru af því sem
Vestfirðir bjóða og það er
því ekki úr vegi að halda í
vesturátt og skoða
sjálfur.
Tjöruhúsið í Neðsta-
kaupstað á ísafirði.
Hér verður hægt að
fá sér kaffi í sumar.
Brot
af Steini
Safn Steins Emilssonar á Bolungaruík
Það fer ekki mikið fyrir
Náttúrugripasafni
Vestfjarða sem hefur
aðsetur á annarri hæð í fyrr-
verandi ríkidæmi Jóns Frið-
geirs Einarssonar. Þegar
stigið er út úr lyftunni á
annarri hæð blasir við inn-
gangur að hársnyrtistofu og
þegar grennslast er fyrir um
safnið kemur forstöðumaður
þess, Þorleifur Eiríksson
óðar til dyra og leiðir mann í
allan sannleika um staðsetn-
ingu safnsins.
Þegar inn er komið blasa
við standar fullir af uppstopp-
uðum fuglum. Þarna er að
finna hátt í 160 tegundir af
íslenskum varpfuglum og
flækingum. Þar getur einnig
að líta hrafn með hvítar fjaðr-
ir, en það telst mjög sjald-
gæft. Eftir endilöngum vegg
einum má sjá ísbjörninn
fræga sem fangaður var á
umdeildan hátt af áhöfn
nokkurri.
Það er ár síðan safnið var
opnað og móttökur hafa ver-
ið góðar, jöfn og góð aðsókn.
í safninu er einnig að finna
fjölbreytt steinasafn, en
steinasafn þetta er hluti af
steinasafni Steins Emilsson-
ar sem var fyrsti íslenski
jarðfræðingurinn. Erfingjar
Steins ráðstöfuðu safninu til
Náttúrustofu Vestfjarða, en
það er sú stofnun sem held-
ur utan um Náttúrugripasafn
Vestfjarða. Á Náttúrustofu
Vestfjarða fara fram ýmsar
rannsóknir og með tilkomu
Náttúrugripasafnsins gefst
tækifæri að kynna rannsóknir
Náttúrustofu Vestfjarða fyrir
almenningi. Þess má geta að
steinasafnið er alls hálft tonn
að þyngd, en aðeins hluti
þess er á staðnum.
Til stendur að setja upp
sýningu á rauðvið eða surt-
arbrandi, sem fannst í námu
í botni Súgandafjarðar.
Rauðviður þessi er talinn
vera 12-14 milljón ára gamall
sem er þó ekki hár aldur að
mati jarðfræðinga. Hér er um
að ræða heillegan rauðvið
sem virðist hafa legið undir
hrauni og varðveist vel. Með
tilkomu safnsins hefur bæst
við enn ein skemmtileg við-
bót í ferðamannaþjónustuna
á Vestfjörðum.
Texti og myndir: Egill Egilsson