Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 7
s j o k u
I
I
ráð að bíða hans, en flýðu
sem fætur toguðu. Næsta
sumar ætlaði sá enski að
ganga aftur í hellinn og vildi
fá Grím með sér. En Grímur
kvað sína hjálp nú óþarfa og
mundu þeir einfærir. Þá
lagði sá enski af stað með
hóp manna. Veður var ágætt
og þeir komust greiðlega
upp að björgunum. En þar
var þá engan helli að sjá -
Bárður hafði lokað honum
svo, að engi maður finnur
hann framar."
A Snæfellsnesi hefur verið
mikið um hulda vætti og
misgóða eins og örnefni á
nesinu benda til. Innst eru
það Ljósufjöll, bústaður
bjartra vætta, en nyrst
standa Svörtuloft, íverustað-
ur ára og púka. Þar á milli
hafa svo búið álfar, dísir og
aðrir góðir vættir sem gætt
hafa hagsmuna ábúenda.
Yfir þessu öllu hefur svo
jökullinn, hásæti Bárðar
Snæfellsáss gnæft og miðlað
anda hans og gæsku til
manna og málleysingja.
Orkuna sem streymir frá
honum um hug Bárðar má
heimfæra til helgisagna um
Krist og allt um ljúkandi
kraft hins æðsta Guðs.
Þótt enn hafi jarðnesku
jöklana
Jesús ei þítt
hans sól hefur grundvallar
sökklana
sett upp á nýtt
myrkrið er hvítt.
Ingimar Erlendur
í dag er trúin á Jökulinn
engu minni en í heiðni,
menn bugta sig í lotningu í
Reykjavík á fögru sumar-
kvöldi þegar hann rís úr glit-
hafinu og sest í garðinn
heima hjá þeim eða á ver-
öndina og býður dús. Það ■
eru samdar sögur og ljóð og
gerðar kvikmyndir um
þennan ægishjálm íslands og
frægð hans vex með tíman-
um. Menn hugleiða orkuna
sem streymir frá honum og
spá um raunverulegt gildi
þessara fornu sagna, nú þeg-
ar öldin og árþúsund Bárðar
rennur sitt skeið. En með
nýjum tímum opnar Jökull-
inn sig á ný og gersemar
hans birtast, ferðalangar
sem undir Jökul koma eru á
einu máli um hversu magn-
þrungið loftið frá honum sé
og bætandi fyrir sál og geð,
enda er Snæfellsjökull talinn
ein af sjö orkustöðvum jarð-
ar, fyllt bláma alheimsins Is-
landi í vil.
7