Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 48
A HVAÐA ÞROSKASTIGI Ertu alltaf sama litla stelpan og þorir ekki að horfast í augu við það að verða fullorðin? Svaraðu spurning- unum sem hér fara á eftir og kannaðu viðbrögð þín, við ýmsum aðstæðum, sem koma upp um tilfinningalegan þroska þinn. Hvað gerir þú þegar þér er gefinn konfekt- kassi? a) Velur einn mola og hugsar með þér að þú getir borð- að hann einhvern tímann seinna. b) Nartar í nokkra mola og skilur þá eftir hálfa af því þér finnst þeir ekki nógu góðir. c) Hættir ekki fyrr en kassinn er tómur og þér illt í mag- anum. Hvenær borgar þú oftast reikningana þína? a) Fyrsta dag hvers mánaðar. b) Þegar þú hefur tíma. c) Sjaidan - satt að segja er bankareikningurinn þinn ein sorgarsaga. Hvernig myndir þú lýsa fatainnkaupum þínum? a) Þú kaupir eitthvað um ieið og þú sérð það og skilur svo ekkert í því hvað þú hefur verið að hugsa þegar þú lítur inn í fataskápinn þinn. b) Þú veist nákvæmlega hvað þú vilt og lætur afgreiðslu- fólkið ekki hafa áhrif á val- ið. c) Þú kíkir í búðir einungis þegar þig vantar eitthvað sérstakt. Hver eru viðbrögð þín þegar þú rekst á vin- konu úti á götu sem þú hefur ekki séð lengi? a) Þú kallar á hana, hleypur til hennar og faðmar hana að þér. b) Þú heilsar henni innilega og segir að það sé allt of langt síðan þið sáust síð- ast. c) Þú bíður eftir því að hún nálgist þig að fyrra bragði, ef verið gæti að hún hafi verið að forðast þig, og heilsar henni jafn innilega og hún heilsar þér. Hvað gerir þú þegar besta vinkona þín hringir í þig grátandi og segist vera viss um að kærastinn hennar haldi fram hjá sér? a) Þú reynir að róa hana og spyrð hvort hún hafi stað- festan grun um framhjá- haldið. b) Þú verður jafnreið og hún - hvernig gat hann gert þetta! c) Þú stingur upp á því að þið farið í flottustu kjólana ykk- ar, farið út og málið bæinn rauðan. Loksins fékkstu stöðuhækkunina sem þú hefur svo lengi beðið eftir. Hvað gleður þig mest? a) Ánægjan yfir því að yfir- maður þinn kann að meta störf þín. b) Hærri laun, betra starfs- heiti og framtíð svo björt að hér eftir verður þú að ganga með sólgleraugu. c) Að fá loksins þína eigin skrifstofu; einhver annar verður að gera öll leiðin- legu verkin og þú þarft ekki lengur að taka við skipun- um frá heimskum deildar- stjóranum. Hvar og hvernig nýtur þú kynlífsins best? a) í hálfrökkvuðu herbergi með ilmandi kertum og ró- legri, rómantískri tónlist. b) Hvar sem er, hvenær sem er og hvernig sem er. c) Þar sem hætta er á að ein- hver sjái til ykkar - það gerir ástarleikinn meira spennandi. L______; Hvernig elskar þú? a) Þú leggur allan þinn metn- að í að þið njótið bæði ást- arleiksins sem best.. b) Þú ert innileg og umfram allt rómantísk. c) Eins og íþróttamaður sem ætlar sér að komast fyrstur í mark. ÖHvað líkar þér verst við kynlífið? a) Krumpuðu rúmfötin. b) Getnaðarvarnirnar. c) Þegar þú færð ekki full- nægingu. Hvernig bregstu við þegar einhver nákom- inn þér deyr? a) Þú lamast af sorg. b) Þú grætur eins oft og þú getur - grátur er nú einu sinni besta meðalið. c) Þú hellir þér af fullum krafti út í að undirbúa jarðarför- ina og sérð til þess að þú hafir nóg að gera. Hvers vegna sleistu sambandinu við kærastann þinn? a) Hann vildi giftast þér en þú ert ekki tilbúin til að binda Þig- b) Hann var letiblóð - þú vilt eiga metnaðarfullan mann. c) Þérfannst hann leiðinlegur og óspennandi. Þú ert í boði og ein- hver skorar á þig að stíga upp á borð og 10 12 dansa trylltan dans. Hvernig bregst þú við? a) Þú ert alveg til, svo framar- lega sem þú ert búin að fá þér nokkur glös. b) Þér finnst það nú ekki mik- ið mál. c) Ekki til að tala um! Þér dettur ekki í hug að gera þig að fífli. Vinir þfnir búa inni á þér í litlu íbúðinni þinni í eina viku. Hvernig bregstu við óþægindin- um sem þvf fylgja? a) Hvaða óþægindum? Þér líður aldrei betur en þegar þú hefur gesti. b) Þér finnst þetta allt í lagi svo framarlega sem þú þarft ekki að víkja úr rúmi fyrir þá. 13 48 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.