Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 9
„Manneskja eins og ég sleppir aldrei
tækifæri til að láta á sér bera.“
kvæmdastjóri til ársins 1998.
Ég var alltaf ákveðin í því að
ég ætlaði ekki að verða ævi-
ráðin í þessu starfi. Mér finnst
að þeir sem standa í forsvari í
foreldrahreyfingu þurfi að
eiga börn í skóla, en ég átti
það ekki lengur. Það er heldur
ekki gott til lengdar að svona
samtök tengist of mikið við
ákveðna persónu. Upphaflega
var kannski nauðsynlegt að
hafa svona afgerandi forystu-
sauð eins og mig en nú er búið
að vinna jarðveginn fyrir áhrif
foreldra og þá er hægt nota
aðrar leiðir. Ég er afar sátt við
það, ég skilaði mínu á þessu
sviði og núna taka aðrir við.
Ég hef tekið smáverkefni að
mér fyrir samtökin, svo sem
námskeið eða fundi. Mann-
eskja eins og ég sleppir aldrei
tækifæri til að láta á sér bera."
Foreldrar moka flórinn
Hvaða menntun hefur Unn-
ur?
„Ég er með BA-próf í bók-
menntum og uppeldisfræði frá
háskóla í Svíþjóð. Ég hef
kennararéttindi og hef starfað
sem kennari. Það var mér
styrkur í foreldrastarfinu að
þekkja skólann innanfrá. Það
kom mér líka til góða að eiga
fjögur börn sem stunduðu
nám í ýmsum skólum. Elstu
börnin hófu nám í skóla í Sví-
þjóð, en börnin mín voru
einnig við nám í Ljósafoss-
skóla, á Selfossi, í Breiðholts-
skóla, Verslunarskólanum og í
Fjölbrautarskóla. Með fjögur
börn í skólakerfinu fær maður
víðtæka reynslu af því að vera
foreldri skólabarns.
Ég segi oft að gamni mínu,
þegar verið er að tala um að
foreldrar hafi ekki forsendur
og vit á skólamálum, að ég
þekki mann sem giftist aftur
þegar hann var kominn yfir
fertugt og elstu börnin komin
yfir tvítugt. Hann fór að eign-
ast börn aftur og er nú að
nálgast sextugt en yngsta
barnið er ekki ennþá komið í
skóla. Hann reiknaði út að
hann myndi eiga barn í grunn-
skóla í 42 ár samfleytt. Ef
hann hefur ekki vit á því
hvernig það er að eiga barn í
skóla, þá veit ég ekki hver
hefur vit á því. Hann veit ná-
kvæmlega hvað það er að
senda barnið í skólann á
morgnana og fá það heim á
daginn, hvernig því líður og
hann veit talsvert um það sem
gerist innan veggja skólans."
Finnst þér viðhorf skóla-
stjórnenda til foreldra hafa
breyst á undanförnum árum?
„Já, það finnst mér. Við get-
um sagt að þar hafi mikið
áunnist. Til að byrja með var
ekki vinsælt að foreldrar væru
að skipta sér af skólanum.
Þetta er alþjóðlegt viðhorf,
ekki séríslenskt. Margir gagn-
rýna skólann og segja að hann
hafi ekki áhuga á samstarfi við
foreldra en það má ekki
gleyma því að það er líka til
fólk sem hefur ekki mikinn
áhuga á börnunum sínum.
Okkur hættir oft til að horfa á
þá sem ekki standa sig, bæði
foreldra og þá skóla sem ekki
vilja samstarf. Það er ekki gott
ef efla á samstarfið. Foreldrar
eru upp til hópa áhugasamir
um skólagönguna enda þykir
engum vænna um krakkana
en foreldrunum. Auðvitað er
misjafnt hvernig fólk ræktar
sín börn en það stendur for-
eldrunum næst. Allir foreldrar
óska að börnunum þeirra
gangi vel og allir kennarar
óska þess líka að nemendun-
um gangi vel því það er mesta
fullnæging í starfinu ef vel
gengur.
í starfinu hjá Heimili og
skóla var stór hluti verkefn-
anna fólginn í því að stappa
stálinu í foreldra og benda
þeim á leiðir til að láta skóla-
stjórnendur hlusta á sig. Það
er þó fyrst og fremst kennar-
inn sem foreldrarnir þurfa að
ná góðu sambandi við. Það er
næstum því hægt að tala um
kennaralotterí, það er, hvernig
kennara fær barnið. Sá sem á
þrjú börn í skóla getur fengið
þrjá mismunandi reynslu-
heima af þeim. Kennarinn
gegnir gífurlega mikilvægu
hlutverki en skólastarfið er
líka mjög viðkvæmt í heild
sinni. Ég get bent á dæmi:
Ef upp kæmi salmonella hér
á mínum veitingastað væri allt
sett á fullt af utanaðkomandi
„Við hjónin kyssumst mikið. Það er hægt að sinna því þegar við
erum að vinna svona mikið saman.“
aðilum og okkur sem vinnum
hér. Ef hins vegar eitthvað er
að innan veggja skólans er allt
svo viðkvæmt. Stundum er
eins og enginn vilji ganga í
málin, jafnvel ekki fræðsluyf-
irvöld sem bera ábyrgð á
framgangi skólastarfsins. A
meðan allt er í lagi, gengur vel
en þegar eitthvað fer úrskeið-
is, þá þurfa foreldrarnir oft að
þrýsta á yfirvöld, þeir þurfa að
moka flórinn. Það er von að
margur hugsi: Bitnar þetta á
barninu mínu? Hvað verður
um dóttur mína ef ég fer að
atast í þessu, ef ég er með "
leiðindi" við kennarann?
Hlutverk Heimils og skóla
er annars vegar að koma sjón-
armiðum foreldra á framfæri
við stjórnvöld og láta foreldra-
röddina heyrast. Hins vegar
felst það í því að stappa stál-
inu í foreldra og aðstoða for-
eldrafélögin svo að þau geti
verið vettvangur foreldranna í
skólanum.
Kenndi börnunum
sínum
Þú minntist á að þú værir að
lifa sjötta lífinu þínu. Hvernig
voru fyrstu fimm lífin?
„Fyrsta lífið er náttúrlega
heimasætan á Seltjarnarnesi
og menntaskólaapían með
Vikan 9