Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 38

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 38
H u n n Ég vildi ég ætti Höfundur: María Solveig Héðinsdóftir Suma daga kemur yfir mig og vinkonur mínar alveg óum- ræðanleg þörf fyrir það að eiga konu. Þessa daga erum við al- veg eins og ræningjarnir í Kar- dimommubæ, þeir Kasper, Jesper og Jónatan. Við munum öll hvað þá vantaði heim til sín, jú konu. Þeir sjálfir höfðu öðrum hnöppum að hneppa, þeir voru ræningjar og máttu ekkert vera að því að sýsla heima við, auk þess þurfti einhver að hugsa um ljónið. Við vinkonurnar erum nú ekki ræn- ingjar og engin eigum við ljónin (sumar eiga ketti, hunda, fugla eða fiska) auk barna, bíls og eigin- manns. En ræningjarnir voru á undan okkur, þeir rændu Soffíu frænku og við höldum bara að svoleiðis konur séu ekki á lausu. Konan mín ætti að vera heimavinnandi. Hún ætti að hugsa vel um fötin mín, hafa þau hrein og strokin, tilbúin hvenær sem ég þyrfti á þeim að halda. Hún ætti að sjá um föt barnanna (og að sjálfsögðu að kaupa fötin líka). Hún ætti að hugsa um heimilið og auk daglegra þrifa, tiltektar í skápum og skúffum gæti hún pússað upp þröskulda, lakkað þá og borið olíu á útihurðina. Blessuð pottablómin nytu verka hennar og umpottunin yrði regluleg. Auk þess gæti hún borið viðarvörn á gluggana og sólpallinn. Svo ætti hún að fylgjast með námi barnanna, mæta á fundi í skólanum og auðvitað að aðstoða börnin við námið, auk þess sem hún ætti auðvitað að skutla þeim í spilatíma og á íþróttaæfingar. Innkaup, matseld og bakstur kæmu í hennar hlut (skólanesti barnanna fellur hér undir) svo og smá snúningar fyr- ir aldraðar frænkur og frændur (svona eins og að skjótast með þau til læknis, út í búð og apótek, í heimsóknir og svoleiðis nokkuð). Svo sæi hún auð- vitað um allt pakka- og tækifærisgjafastandið: Fólk er alltaf að eiga afmæli, að flytja eða eignast börn og hún yrði alveg tilvalin í að sjá um þetta smáræði. Hún myndi náttúrulega passa upp á alla þessa daga og muna að hringja í alla sem á að hringja í. Inn á milli myndi hún svo panta klippingu fyrir mig (og hina í fjölskyldunni), hringja til læknisins og fá hjá honum lyfseðil fyrir mig, og svo myndi hún náttúr- lega einnig útvega barnapíu ef ég, nú eða reyndar konan mín og ég, ætluðum út á lífið. Fyrir utan þetta vildi ég að konan mín væri pen og póleruð, vel að sér um flesta hluti, smekkleg og skemmtileg. Hún þyrfti að geta tekið vel á móti fólki og mætti alls ekki verða fúl af minnsta tilefni (eins og til dæmis þó að ég kæmi ekki heim í matinn sem ég var sjálf búin að panta!). Svo þyrfti hún auðvitað að vera í líkamsrækt (það er engin kona með konum nema að vera í lík- amsrækt - þó svo að mér fyndist hún nú alveg geta pússað silfrið eða unnið í garðinum í staðinn - það er nú líka líkamsrækt). Þegar briddsklúbburinn, skólasysturnar, saumaklúbburinn, vinnufélagarnir, vinkonurnar og fjölskyldan kæmu í heimsókn út- byggi hún veitingar að hætti hússins - en sú sæla! Vinkonur mínar og ég vitum að við eignumst aldrei svona konu. Ekki getum við rænt henni eins og þeir Kasper, Jesper og Jónatan gerðu og auðvitað vitum við að einu konurnar sem við eignumst erum bara við sjálfar. Þess vegna þeysumst við af stað á morgnana kl. 6:20, förum í smá húsverk, sturtu, vekj- um, bjóðum og borðum morgunmat, förum í vinn- una ...og...og...og og ... leggjumst svo á koddann um miðnættið (eða seinna), og þess vegna erum við svo sammála um það að við erum stundum svo þreyttar að við nennum bara ekki að...! Var ekki einhver að segja að meðalaldur okkar íslensku stelpnanna færi hríðlækkandi? 38 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.