Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 28
Mynd: Gísli Egill Hrafnsson Lífsreynslusaga Atti með honunt bestu helgi ævinnar Eg hélt fram hjá manninum mínum og hef aldrei séð eft- ir því. Við höfðum verið í hjónabandi í rúm ellefu ár og sambandið var ágætt. Hann var að byggja upp fyr- irtæki á þessum árum og all- ur hans tími fór í það. Ég hugsaði mest um börnin og heimilið og vann hlutastarf í verslun. Það kom stundum fyrir að maðurinn minn fór út með mönnum sem hann átti viðskipti við og mér var þá einstaka sinnum boðið með. Einhverju sinni fór ég með honum að hitta tvo Breta sem hér voru staddir. Kvöldið var mjög ánægju- legt og mér líkaði vel við mennina. Annar þeirra var sérlega kurteis og stima- mjúkur við mig og það var notaleg tilfinning að finna virðinguna gagnvart mér sem manneskju sem fólst í kurteisi hans. Við buðum þeim til kvöld- verðar heima hjá okkur stuttu seinna og aftur fann ég fyrir því að mér líkaði sérlega vel við annan þeirra. Hann talaði mest við mig þetta kvöld meðan maður- inn minn sinnti félaga hans og við komumst að því að við áttum mörg sameiginleg áhugamál. Hann var nýskil- inn við konuna sína og sakn- aði barnanna sinna tveggja mjög mikið. Hann átti nokkra terríerhunda, sem hann var að rækta, og ég er mjög hrifin af þeirri hunda- tegund, hef sjálf átt hund af þeirri tegund. Tveimur dögum seinna hélt maðurinn minn utan í viðskiptaferð og börnin voru komin út um hvippinn og hvappinn á námskeið og í sveit. Mér leiddist einveran og ákvað að fá mér bíltúr til að hressa mig við. Þegar ég ók eftir Hringbrautinni sá ég kurteisa, skemmtilega Bret- ann sem skömmu áður hafði setið kvöldverðarboð hjá okkur. Ég stöðvaði bílinn og spurði hann hvort ég gæti ekið honum eitthvað. Hann svaraði því til að eiginlega vissi hann ekkert hvert hann væri að fara eða hvað hann ætti að gera. Hann hefði týnt flugmiðanum sínum og því ekki komist úr landi um leið og félaginn. Nú átti hann ekki far heim fyrr en eftir helgina og var að reyna að drepa tímann aleinn í ókunnu landi. Ég bauð honum í bíltúr til Þingvalla og ákvað að reyna að upplýsa manninn eitt- hvað um þennan fræga sögustað okkar Islendinga. Þetta var um miðjan ágúst og Þingvellir byrjaðir að skarta haustlitunum. Veðrið var yndislegt, sólskin og hiti, varla skýhnoðri á himni. Við gengum fyrst niður í Al- mannagjá, síðan gegnum Hestagjá og þaðan hringinn í kringum vatnið. Við áttum einstaklega vel saman. Það kom í ljós að hann hafði lesið mikið og þekkti vel marga af mínum uppáhaldsrithöfundum. Ég sagði honum þjóðsögur tengdar svæðinu en við höfðum bæði mjög gaman af þjóðsögum. Hann benti mér á að auðvelt væri að sjá hvers vegna Islendingar tryðu svo sterkt á álfa og tröll. I umhverfinu væri svo margt sem tæki á sig manns- mynd í fjarlægð, ekki síst eftir að skyggja tæki. Við skemmtum okkur lengi við að sjá myndir í hrauninu. Hann sagði mér líka margar sögur sem tengdust heima- héraði hans í Englandi og meðal annars það að í húsi hans væri reimt. Lávarður nokkur hafði byggt húsið handa ástkonu sinni og komið henni þar fyrir í hæfilegri fjarlægð frá höll sinni. Stúlkuvesalingur- inn hafði orðið vitlaus í ein- angruninni, því auðvitað mátti hún helst alls ekki sjást, og drepið sig. Síðan var sagt að hún gengi aftur í húsinu og engir elskendur gætu orðið hamingjusamir þar. Hann hló við og sagðist samt ekki kenna henni um skilnað sinn. Það hjónaband hefði verið vonlaust frá upp- hafi. Þegar við gengum að Val- höll var tekið að skyggja. Gæsapar synti á vatninu og dalalæða var að leggjast yfir vatnið og upp í hlíðarnar í kring. Ég sagði frá honum frá gömlu vikivakakvæði sem segir frá álfasveininum sem er að reyna tæla til sín mennska mey. Viðlagið segir að margt búi í þokunni en hana muni aldrei iðra þess að fylgja honum. Hann horfði djúpt í augun á mér og sagðist skilja vel hvernig huldumanninnum hefði lið- ið. Þetta var í fyrsta sinn sem eitthvað í þessa áttina fór á milli okkar og ég fann hvernig það fór um mig heitur straumur. Mér hafði liðið svo vel með honum all- an daginn og ég sem var vön að vera frekar feimin og hlé- dræg hafði ekki fundið fyrir neinu slíku. Þvert á móti fannst mér ég geta rætt við hann um hluti sem ég hafði ekki einu sinni sagt mannin- um mínum. Ég talaði um hversu einmana og einangr- uð mér hefði fundist ég vera meðan börnin voru lítil og hversu mikið ég saknaði þeirra nú þegar þau voru orðin eldri og sjálfstæðari. Ég fyndi að nú vildu þau miklu frekar vera með vin- um sínum en mér og vin- konur mínar væru upptekn- ar af eigin lífi. Oft væri ég ein heilu dag- ana og reyndi að hafa ofan af fyrir sjálfri mér í auðu húsi. Mig langaði að læra og gera eitthvað fyrir sjálfa mig en skorti kjark til að fara af stað. Hann hafði hvatt mig til að láta verða af því að rjúfa einangrunina og lifa lífinu. Mér fannst einhvern veginn eftir að tala við hann að ég gæti allt og nú gaf hann berlega í skyn að hann hefði áhuga á fleiru en and- legri velferð minni. 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.