Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 10
b
„Ég kann vel við mig í þjónustuhlutverk
inu, að reyna að dekra við kúnnana."
öllu tilheyrandi. Líf númer tvö
er bóndi á Minni Borg í
Grímsnesi með kýr, kindur,
börn, símstöð og fleira. Þetta
líf hófst 1972, sama ár og við
hjónin giftum okkur. Ég segi
oft í gríni að maðurinn minn
hafi gifst mér til fjár, þá aðal-
lega sauðfjár. Hann var bú-
fræðingur og við bæði Reyk-
víkingar en amma mín átti
jörð sem við tóku á leigu. Á
þessum árum var svolítið í
tísku að fara upp í sveit eða út
á land. Við vorum í Grímsnes-
inu til ársins 1979 og þar eign-
uðumst við þrjú börn. Síðan
fórum við til Svíþjóðar og hóf-
um þriðja lífið, námsmannalíf-
ið. Þar dvöldum við til ársins
1983. Maðurinn minn vann og
ég stundaði háskólanám.
Fjórða lífið hófst þegar við
fluttum aftur í sveitina en þar
bjuggum við á árunum 1983-
1987. Þá var ég kennari á
Ljósafossi og kenndi mínum
eigin börnum.
Var ekki erfitt að kenna
þeim?
Nei. Það var mjög þægilegt
að vera kennari í sveitinni og
hafa fáa nemendur í bekk.
Maður þekkti þau svo vel.
Auk þess eru það forréttindi
að fá að vera svona mikið með
börnunum sínum.
Fimmta lífið er Reykjavík-
urlíf á árunum 1987-1998. Ég
var fimm ár í Rauðakross-
húsinu og sex ár hjá Heimili
og skóla. Og nú erum við farin
að lifa sjötta lífinu.
I Borgarnesið er ég komin
til að vera og ætla að njóta
þess. Mér finnst alveg frábært
að búa hérna. Ég hugsa nú
samt að ég geri eitthvað nýtt
áður en ég fer á eftirlaun."
Hvernig finnst þér að vera
orðin sjoppueigandi?
„Mér finnst það mjög
skemmtilegt. Þetta er mikið
samskiptastarf og fjölbreytt.
Ég kann vel við mig í þjón-
ustuhlutverkinu, að reyna að
dekra við kúnnana. Hérna
hittir maður alla vini og
vandamenn því þeir koma
alltaf við á leiðinni í gegnum
Borgarnes. Stundum hefur
maður tíma til að tala við þá,
stundum ekki. Þetta er krefj-
andi, ögrandi en mjög
skemmtilegt.
Unnur er nánast ómissandi í
eldhúsinu og með stuttu milli-
bili koma starfsmenn og þurfa
að fá ráðleggingar hjá henni
um hin ýmsu mál. í ljós kemur
að Unnur eldar "mömmumat"
í hádeginu og vörubflstjórarn-
ir í nágrenninu flykkjast til
hennar á mínútunni tólf.
Þennan ágæta dag ætlar hún
að bjóða upp á bjúgu og upp-
stúf. Kartöflurnar eru komnar
í pott og Unnur tilbúin að
halda áfram að svara spurn-
ingum.
Kyssast í vinnunni
Saknarðu einhvers úr
Reykjavík?
„Nei. Ég sakna að minnsta
kosti ekki umferðarinnar. Ég
er svo fegin að vera laus við
hana. Það er helst að ég sakni
fjölskyldu minnar, barna, ætt-
ingja og vina. Maður hittir þá
síður af því að vinnutíminn
hjá okkur er lengri en við höf-
um vanist á undanförnum
árum.
Hérna áður átti maður oft
frí á kvöldin yfir sumartímann
og gat ræktað vinina en hér er
það erfiðara. Mágur minn er
með okkur í rekstrinum
þannig að við getum þó aðeins
tekið okkur frí. Dóttir okkar,
sem er tuttugu og þriggja ára,
er að líka flytja til okkar og
ætlar að hefja nám á Bifröst
næsta vetur, þannig að við
fáum aftur heimasætu í húsið.
Okkur er mjög vel tekið
hérna. Við höfum kynnst
mörgum og Borgnesingar eru
mjög almennilegir í okkar
garð. Auðvitað er það líka
undir manni sjálfum komið,
hvað maður er tilbúinn að
gefa af sjálfum sér.
Ég finn að andinn á lands-
byggðinni er svolítið að fara
suður því þar sé allt betra. Ég
held að fólk átti sig ekki á því
þegar rætt er um kostnað, að
það er svo margt sem er ódýr-
ara á landsbyggðinni. Það er
miklu minna sem fer t.d. í
rekstur á bfl. Auk þess er oft
hægt að leysa mörg mál á ein-
faldan hátt í minni bæjarfélög-
um. Fólk bjargar gjarnan mál-
unum hvert fyrir annað. í
borginni er hægt að vera mjög
einmana ef það eru bara
mamma, pabbi, börn og bfll.
Hér er líka frábært menning-
arlíf, fín sundlaug, góð heilsu-
gæsla og svo margt annað sem
er ómetanlegt.
Fylgistu með skólamálum í
Borgarnesi?
„Já. Skólinn er ágætur.
Hérna er framsækið kennara-
lið með þróunarstarf í gangi,
góð lestrarkennsla og stuðn-
ingur við börn og mjög öflugt
félagslíf. Ég heyri ekkert ann-
að en gott af skólanum.
Hafið þið hjónin einhvern
tíma fyrir áhugamál?
„Já. Já. Við kyssumst mikið.
Það er hægt að sinna því þegar
við erum að vinna svona mik-
ið saman. Okkur finnst mjög
skemmtilegt að vinna saman.
Við höfum áhuga á golfi og
reynum að fara saman á golf-
völlinn. Við höfum líka gaman
af því að ferðast, förum í
göngur á hverju sumri með
sama hópnum og í sumarbú-
stað. Okkur langar að læra
dans. Ég ligg í bókum og ætt-
fræði og hann horfir á fótbolta
og í framtíðinni þeysist hann
líklega um á nýja mótorhjól-
inu sem hann var að festa
kaup á.
Er gamall draumur að ræt-
ast hjá honum?
„Já, ég hugsa það. Hann er
svo hógvær
að hann
hefur ekki talað hátt um þetta.
Börnin vissu ekkert af því og
voru alveg undrandi þegar
pabbi birtist á mótorhjóli. Ég
er ekki ennþá búin að prófa
að fara með honum á rúntinn,
en minn tími kemur."
Unnur hefur svarað sam-
viskusamlega öllum þeim
spurningum sem fyrir hana
voru lagðar en er farin að
ókyrrast. Karlarnir hennar
vilja matinn á réttum tíma og
því rétt að fara að huga að
uppstúfinu. Þessi orkumikla
kona er ekki lengi að töfra
fram ekta íslenskan mat og á
slaginu tólf mæta fastakúnn-
arnir, setjast og bíða þess að
Unnur beri fram matinn.
Unnur hugsar greinilega vel
um karlana í Borgarnesi enda
er hún að eigin sögn ákaflega
brjóstgóð kona!
Eg segi oft í gríni að maðurinn minn hafi gifst mér til fjár, aðallega sauðfjár.“
10 Vikan