Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 45
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir þýddi.
birtu hér inn.
Mér finnst þeir ljótir. Og
það kemur hvort sem er lítil
sem engin birta inn um þá.
Þú ræður. Hann stakk
blokkinni í vasann. Eitthvað
fleira?
Það þarf að hljóðeinangra
þetta herbergi.
Veggirnir eru svo þykkir
að þungarokkshljómsveit
gæti spiiað hér á fullu án
þess að nágrannarnir heyrðu
nokkurn skapaðan hlut.
Fínt. En upp á efri hæð-
ina?
Hann leit undrandi á hana
og skildi ekki hvað hún átti
við.
Heldur þú að hávaðinn
heyrist upp á efri hæðina?
Skiptir það einhverju
máli? Þetta verður hvort
sem er þinn eigin hávaði,
þannig að..
Já, ég veit það, en ég vil
samt láta hljóðeinangra allt
saman. Er það ekki hægt?
Vissulega er það hægt. Eg
get einangrað loftin, þéttari
hurð.
Sem er hægt að læsa báð-
um megin frá, sagði hún.
Hann ætlaði að fara að
segja að það væri ekki nauð-
synlegt en hætti við það þeg-
ar hann sá svipinn á andliti
hennar. Þess í stað sagði
hann: Eins og þú vilt.
Hún leit á hann og spurði:
Hvernig var stelpan?
Hvaða stelpa?
Sú sem hélt veisluna.
Sagði ég að það hefði ver-
ið stelpa?
Sagðir þú það ekki?
Kannski ég hafi bara verið
viss um að það hafi verið
stelpa. Segðu mér frá henni.
Það er nú ekki mikið að
segja, hún var bara stelpa
sem var með mér í skóla. Eg
man ekki einu sinni hvað
hún heitir. Af hverju hefur
þú svona mikinn
áhuga á henni?
Mig langar að
vita sem mest um
fyrri íbúa hússins,
sagði hún.
Ef þú ert að
velta því fyrir þér
hvort hér hafi ein-
hvern tíma búið
axarmorðingi get-
ur þú verið alveg
róleg. Ef ég man
rétt var stelpan
feimin og ófram-
færin. Það var
ekkert hættulegt
við hana.
Um leið og
Viktoría kom inn í
svefnherbergið
tók hún fram bók-
ina sem hún
geymdi í nátt-
borðsskúffunni.
Hún opnaði hana
og leitaði að and-
liti Sam Regis.
Rusty hafði boðist
til þess að hafa
samband við hann.
Fínt, þá slapp hún
við að gera það
sjálf. Þetta gekk
framar vonum.
Hún tók brúð-
una úr skápnum og þrýsti
henni að sér meðan hún
hugsaði um Sam Regis. Hún
mundi vel eftir honum, sér-
staklega ruddalegum hlátr-
inum. Hann hélt meira að
segja áfram að hlæja eftir að
þú varst farin að gráta
Rósalía, sagði hún við brúð-
una.
Rusty var í vefnaðarvöru-
deildinni þegar hann kom
auga á rauðgullið hárið.
Brosandi gekk hann að
henni og klappaði henni á
öxlina. Hæ, sagði hann glað-
lega. Svo við hittumst þá aft-
ur hér. Hann leit á inn-
kaupavaginn hennar. Þú
vildir kannski vera svo væn
að aka varlega?
Kvörtunardeildin er inni á
ganginum til vinstri. Hún
smeygði vagninum framhjá
honum.
Bíddu aðeins! Hann greip
í vaginn.
Ég þarf á smá hjálp að
halda, sagði hann og brosti
vandræðalega. Þú ert greini-
lega með meirapróf í inn-
kaupum og mér datt í hug
hvort þú gætir hjálpað mér.
Með hvað?
Ég er að leita að glugga-
tjaldaefni, útskýrði hann.
Og þú getur það ekki
hjálparlaust?
Hann andvarpaði. Ég hef
aldrei keypt gardínur fyrr,
þannig að..
Það er nú ekki erfitt. Þú
lítur í kringum þig, sérð eitt-
hvað sem þér þykir fallegt
og kaupir það.
Hann greip efnisstranga
og horfði hjálparvana á
hana. Hvað með þetta?
Hræðilegt. Gott og vel,
hvar eiga gardínurnar að
vera?
Ertu búin að koma bóka-
hillunum saman? spurði
Rustý þegar hann stuttu
Vikan 45