Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 52
Texti: Asgeir T. Ingólfsson
Star Wars Episode I: The Phantom Menace
i k a r a r n i r
ií
Þ
langalöngu í sólkerfi
langt, langt í burtu ..." -
Þessi upphafsorð Stjörnu-
stríðs áttu einu sinni við Harrison
Ford - þau virðast enn eiga við
Mark Hammil sem hefur lítið sem
ekkert sést eftir að Logi geim-
gengill vann fullnaðarsigur á hinu
illa keisaraveldi. Hvort einhver
leikaranna í nýju Stjörnustríðs-
myndunum á eftir að verða jafn-
stór stjarna og Ford eða hverfa
jafn algerlega og þau Hammil og
systir hans í Stjörnustríði, Carrie
Fisher, skal ósagt látið. Þó er hið
síðarnefnda í raun afar ólíklegt -
einfaldlega vegna þess að ólíkt
því sem var fyrir tuttugu árum þá
eru flestir leikararnir þegar nokk-
uð þekktir. Jake Lloyd, sem leikur
Svarthöfðann verðandi, Anakin
Skywalker, er að vísu aldurs síns
vegna lítt reyndur og hefur helst
getið sér orð fyrir að leika í jóla-
mynd með Arnold
Schwarzenegger. Aftur á móti eru
Liam Neeson, Natalie Portman og
Ewan McGregor þegar orðinn
nokkuð þekkt, enda töluvert fjöl-
hæfari leikarar en Hammil kall-
inn. Þannig að við skulum rifja
aðeins upp hvað þau hafa að-
hafst í þessu sólkerfi áður en við
förum í það næsta.
Liam Neeson
Þegar litið er á hlutverkaskrá
Liams Neeson þá er merkilegt að
hann skuli ekki enn vera orðinn
stærri stjarna en raun ber vitni -
þó Stjörnustríð sé á góðri leið
með að breyta því. Hann er nokk-
urs konar Charlton Heston okkar
tíma, en til upprifjunar þá hafa
þeir Móses, Ben-Húr, Michalang-
elo, Guð og Júlíus Cesar verið á
hlutverkalista hans.
Neeson aftur á móti
varð frægur fyrir að
leika Oskar Schindler
í meistaraverki Spiel-
bergs, Schindler's
List. í kjölfarið fylgdu
svo hlutverk skosku
þjóðhetjunnar Rob
Roy og írsku þjóðhetj-
unnar Michael Collins
í samnefndum mynd-
um, sú síðarnefnda
afar persónuleg fyrir
hann og leikstjórann
Neil Jordan, enda
báðir írar og búnir að
ganga með myndina í
maganum í áratug
rétt eins og gyðingur-
inn Spielberg með
Lista Schindlers. Síð-
ast sáum við hann
svo í hlutverki Jean
Valjean í nýrri útgáfu
Bille August afVesal-
ingunum. Þannig að það var
nokkuð Ijóst að krafturinn var svo
sannarlega í þessum manni, rétt
eins og Jedi-meistaranum Qui-
Gon Jinn (beristfram Kvæ-Gon)
sem Neeson leikur í Star Wars.
En það að sjá nýju myndina verð-
ur þó varla jafn áhrifamikið fyrir
Neeson og þegar hann sá þá
upprunalegu í Belfast fyrir 22
árum. Hann þurfti að hlaupa í
gegnum sprengjuregn á leið sinni
í bíóið og þurfti að óttast loftárás-
ir Breta á sama tíma og Logi
geimgengill reyndi að komast lif-
andi frá bardaganum við keisara-
veldið. Þannig að eftir að hafa
barist við enska heimsveldið í
myndunum um Rob Roy og
Michael Collins þá er kominn tími
til að hverfa aftur í tímann til að
halda í horfinu áður en Logi karl-
inn fæðist.
Ewan McGregor
Ewan Gordon McGregor er eins
konartákngervingur bresku ný-
bylgjunnar, enda var hann í nán-
ast annarri hverri mynd sem frá
Bretlandseyjum kom á tímabili.
Mest á hann þó orðstír sinn að
þakka leikstjóranum Danny
Boyle, handritshöfundinum John
Hodge og framleiðandanum
Andrew McDonald sem náðu
með myndum sínum um undir-
heima Bretaveldis að vekja
breska kvikmyndagerð til raun-
veruleikans þegar hún hafði
gleymt sér í öllum búningadröm-
unum frá þeim tímum þegar
Bretland var enn almennilegt
heimsveldi. En McGregor minnti
þá rækilega á hvenig fyrir Bretum
var komið með upphafs- og loka-
samtali Trainspotting, ævintýra-
þrá og metnaður nítjándu aldar
voru orðin að lífsgæðakapphlaupi
tuttugustu aldarinnar - og dreggj-
ar þessa þjóðfélags voru með
hjálp Boyle og félaga farnar að
koma upp á yfirborðið. Eftir Shall-
ow Grave og Trainspotting var
svo komið að því að sigra Amer-
íku. Það gekk nú svona svona í
fyrstu tilraun, A Life Less Ordin-
ary sjálfsagt ekki nógu venjuleg
til þess. En nú hafa þeir skipt liði,
þríeykið Boyle-Hodge-McDonald
hefur fengið stórstjörnuna ungu
Leonardo DiCaprio til liðs við sig
þar sem honum skolar upp úr ís-
hafinu, þar sem hann endaði í lok
Titanic, á suðræna sólarströnd í
The Beach. Á meðan mun
McGregor sem Obi-Wan Kenobi
reyna að slá þau aðsóknarmet
sem Titanic sló (og fyrsta Star
Wars-myndin átti áður), nokkrum
áratugum áður en hann verður
jafn gamall og hinn magnaði sir
Alec Guiness var fyrir tveim ára-
tugum.
Natalie Portman
Drottningin Amidala, sem síðar
mun eignast þau Loga og Lilju
með Anakin geimgengli, er leikin
af Natalie Portman, einhverri
ótrúlegustu táningsstúlku sem
sést hefur á hvíta tjaldinu. Ástæð-
an fyrir því er sú að þrátt fyrir að
Portman sé orðin vel þekkt, að-
eins nýorðin átján, þá var hún
aldrei beinlínis barnastjarna. Hún
hefur nefnilega leikið fullorðins-
hlutverk frá því hún var ellefu ára
og hóf kvikmyndaferilinn sem hin
munaðarlausa Mathilda sem bið-
ur leigumorðingjann Léon (Jean
Reno) að hjálpa sér að læra fagið
í Léon - einstakri mynd sem er
þrátt fyrir alla skotbardagana
fyrst og fremst hugljúf ástarsaga
konu í barnslíkama og drengs í
líkama manns. Síðan heillaði hún
Timothy Hutton upp úr skónum í
hinu lítt þekkta meistarastykki
Beautiful Girls - og skyggði þar á
ekki minni leikkonur en Umu
Thurman og Miru Sorvino, sem
báðar voru þó upp á sitt besta.
Eftir að tökum á The Phantom
Menace lauk tók hún til við að
leika Önnu Frank á Broadway,
nokkuð sem George Lucas segir
góðan undirbúning fyrir mynd
númer tvö, þar sem ástarsaga
hennar og Anakin verður í
brennidepli. Það er í þó í sjálfu
sér alger vitleysa í Lucas, hún
þarf engan undirbúning, þetta er
allt meðfætt, kallast snilligáfa hér
á jörð, "The Force" annarsstaðar.
52 Vikan