Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 52

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 52
Texti: Asgeir T. Ingólfsson Star Wars Episode I: The Phantom Menace i k a r a r n i r ií Þ langalöngu í sólkerfi langt, langt í burtu ..." - Þessi upphafsorð Stjörnu- stríðs áttu einu sinni við Harrison Ford - þau virðast enn eiga við Mark Hammil sem hefur lítið sem ekkert sést eftir að Logi geim- gengill vann fullnaðarsigur á hinu illa keisaraveldi. Hvort einhver leikaranna í nýju Stjörnustríðs- myndunum á eftir að verða jafn- stór stjarna og Ford eða hverfa jafn algerlega og þau Hammil og systir hans í Stjörnustríði, Carrie Fisher, skal ósagt látið. Þó er hið síðarnefnda í raun afar ólíklegt - einfaldlega vegna þess að ólíkt því sem var fyrir tuttugu árum þá eru flestir leikararnir þegar nokk- uð þekktir. Jake Lloyd, sem leikur Svarthöfðann verðandi, Anakin Skywalker, er að vísu aldurs síns vegna lítt reyndur og hefur helst getið sér orð fyrir að leika í jóla- mynd með Arnold Schwarzenegger. Aftur á móti eru Liam Neeson, Natalie Portman og Ewan McGregor þegar orðinn nokkuð þekkt, enda töluvert fjöl- hæfari leikarar en Hammil kall- inn. Þannig að við skulum rifja aðeins upp hvað þau hafa að- hafst í þessu sólkerfi áður en við förum í það næsta. Liam Neeson Þegar litið er á hlutverkaskrá Liams Neeson þá er merkilegt að hann skuli ekki enn vera orðinn stærri stjarna en raun ber vitni - þó Stjörnustríð sé á góðri leið með að breyta því. Hann er nokk- urs konar Charlton Heston okkar tíma, en til upprifjunar þá hafa þeir Móses, Ben-Húr, Michalang- elo, Guð og Júlíus Cesar verið á hlutverkalista hans. Neeson aftur á móti varð frægur fyrir að leika Oskar Schindler í meistaraverki Spiel- bergs, Schindler's List. í kjölfarið fylgdu svo hlutverk skosku þjóðhetjunnar Rob Roy og írsku þjóðhetj- unnar Michael Collins í samnefndum mynd- um, sú síðarnefnda afar persónuleg fyrir hann og leikstjórann Neil Jordan, enda báðir írar og búnir að ganga með myndina í maganum í áratug rétt eins og gyðingur- inn Spielberg með Lista Schindlers. Síð- ast sáum við hann svo í hlutverki Jean Valjean í nýrri útgáfu Bille August afVesal- ingunum. Þannig að það var nokkuð Ijóst að krafturinn var svo sannarlega í þessum manni, rétt eins og Jedi-meistaranum Qui- Gon Jinn (beristfram Kvæ-Gon) sem Neeson leikur í Star Wars. En það að sjá nýju myndina verð- ur þó varla jafn áhrifamikið fyrir Neeson og þegar hann sá þá upprunalegu í Belfast fyrir 22 árum. Hann þurfti að hlaupa í gegnum sprengjuregn á leið sinni í bíóið og þurfti að óttast loftárás- ir Breta á sama tíma og Logi geimgengill reyndi að komast lif- andi frá bardaganum við keisara- veldið. Þannig að eftir að hafa barist við enska heimsveldið í myndunum um Rob Roy og Michael Collins þá er kominn tími til að hverfa aftur í tímann til að halda í horfinu áður en Logi karl- inn fæðist. Ewan McGregor Ewan Gordon McGregor er eins konartákngervingur bresku ný- bylgjunnar, enda var hann í nán- ast annarri hverri mynd sem frá Bretlandseyjum kom á tímabili. Mest á hann þó orðstír sinn að þakka leikstjóranum Danny Boyle, handritshöfundinum John Hodge og framleiðandanum Andrew McDonald sem náðu með myndum sínum um undir- heima Bretaveldis að vekja breska kvikmyndagerð til raun- veruleikans þegar hún hafði gleymt sér í öllum búningadröm- unum frá þeim tímum þegar Bretland var enn almennilegt heimsveldi. En McGregor minnti þá rækilega á hvenig fyrir Bretum var komið með upphafs- og loka- samtali Trainspotting, ævintýra- þrá og metnaður nítjándu aldar voru orðin að lífsgæðakapphlaupi tuttugustu aldarinnar - og dreggj- ar þessa þjóðfélags voru með hjálp Boyle og félaga farnar að koma upp á yfirborðið. Eftir Shall- ow Grave og Trainspotting var svo komið að því að sigra Amer- íku. Það gekk nú svona svona í fyrstu tilraun, A Life Less Ordin- ary sjálfsagt ekki nógu venjuleg til þess. En nú hafa þeir skipt liði, þríeykið Boyle-Hodge-McDonald hefur fengið stórstjörnuna ungu Leonardo DiCaprio til liðs við sig þar sem honum skolar upp úr ís- hafinu, þar sem hann endaði í lok Titanic, á suðræna sólarströnd í The Beach. Á meðan mun McGregor sem Obi-Wan Kenobi reyna að slá þau aðsóknarmet sem Titanic sló (og fyrsta Star Wars-myndin átti áður), nokkrum áratugum áður en hann verður jafn gamall og hinn magnaði sir Alec Guiness var fyrir tveim ára- tugum. Natalie Portman Drottningin Amidala, sem síðar mun eignast þau Loga og Lilju með Anakin geimgengli, er leikin af Natalie Portman, einhverri ótrúlegustu táningsstúlku sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Ástæð- an fyrir því er sú að þrátt fyrir að Portman sé orðin vel þekkt, að- eins nýorðin átján, þá var hún aldrei beinlínis barnastjarna. Hún hefur nefnilega leikið fullorðins- hlutverk frá því hún var ellefu ára og hóf kvikmyndaferilinn sem hin munaðarlausa Mathilda sem bið- ur leigumorðingjann Léon (Jean Reno) að hjálpa sér að læra fagið í Léon - einstakri mynd sem er þrátt fyrir alla skotbardagana fyrst og fremst hugljúf ástarsaga konu í barnslíkama og drengs í líkama manns. Síðan heillaði hún Timothy Hutton upp úr skónum í hinu lítt þekkta meistarastykki Beautiful Girls - og skyggði þar á ekki minni leikkonur en Umu Thurman og Miru Sorvino, sem báðar voru þó upp á sitt besta. Eftir að tökum á The Phantom Menace lauk tók hún til við að leika Önnu Frank á Broadway, nokkuð sem George Lucas segir góðan undirbúning fyrir mynd númer tvö, þar sem ástarsaga hennar og Anakin verður í brennidepli. Það er í þó í sjálfu sér alger vitleysa í Lucas, hún þarf engan undirbúning, þetta er allt meðfætt, kallast snilligáfa hér á jörð, "The Force" annarsstaðar. 52 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.