Vikan


Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 22.06.1999, Blaðsíða 54
Lífsreynslusaga „Þó að ég vilji segja sögu mína hér i Vik- unni þá hef ég augljós- ar ástæður fyrir því að ég kýs nafnleynd. Mér liggur margt á hjarta og slúðursögur um vændi á íslandi eru stórlega ýktar að mínu mati og gefa alls ekki rétta mynd af raun- veruleika þeirra kvenna sem sagðar eru stunda vændi. Það er jafnan slegið upp glæsilegri glansmynd af konum sem eiga að vera með hálfgerða brókarsótt og gefið er í skyn að þær hafi meira en ráðherralaun upp úr krafsinu. Ég seldi afnot af líkama mínum um tveggja ára skeið og tel það vera eitt sama mesta ógæfu- unglii spor sem ég þó m hef stigið í 9eð. I lífinu. örvæi Reynsla mín af vændi var afar nei- kvæð og niðurlægjandi. Því er það mér hjartans mál að segja sögu mína og svipta þessari rómantísku og óraun- sæju hulu af vændinu sem getur gefið ung- lingsstúlkum kolranga hugmynd um eðli málsins. seldi mig Eg tel mig hafa átt frem- ur hefðbundna æsku. Engin stórvægileg vandamál voru á ferðinni nema ef til vill sú staðreynd að ég drakk töluvert áfengi á mínum unglingsárum. Neyslan var þó eingöngu bundin við helgar og líklega drakk ég ekki meira en jafnaldrar mínir. Petta var dæmigerð hegðun fyrir flestallt ungt fólk í hverfinu mínu. Ég missti meydóminn fimmt- án ára gömul og man lítið eftir þeirri reynslu þar sem ég var ölvuð. Ég átti kærasta sem var tveimur árum eldri. Það slitnaði upp úr þessu sambandi eftir eitt ár og í kjölfar þess kynntist ég öðrum strákum. Mér fannst kynlíf ekkert sérlega eftirsókn- arvert né spennandi og drakk meira áfengi en ella ef ég vissi að ég kæmist ekki undan ein- hverju keleríi. Ég var einfald- lega ekki nægilega þroskuð til að gera mér grein fyrir því að „Ég var því aftur komin í sama farið og þegar ég var unglingur, farin að sofa hjá þó mér væri það þvert um geð. Það var einhvers konar örvænting sem heltók mig það væri ekki ófrávíkjanleg regla að sofa hjá strákum sem ég væri hrifin af. Ég lét undan þrýstingi af þeirra hálfu því ég hélt í barnaskap mínum að ann- ars vildu þeir ekkert meira með mig hafa. Það reyndist aftur á móti vera reginmisskilningur eins og ég komst síðar að. Eftir að hafa sofið hjá mér misstu þeir fljótlega áhugann og létu sig hverfa. Það var sárt. Nú, ég var um tvítugt þegar ég fór í fast samband aftur og hóf sambúð. Ég varð ófrísk og maðurinn, sem var átta árum eldri en ég, yfirgaf mig þegar ég átti eftir u.þ.b. mánuð af með- göngunni. Það var ólýsanleg sorg sem ég gekk í gegnum á því tímabili og ég varð mjög bit- ur. Þegar dóttir mín fæddist fannst mér ég hins vegar fá uppreisn æru og ég hellti mér af miklum krafti út í móðurhlut- verkið. Líf mitt hafði öðlast æðri tilgang og ég grét ekki manninn lengur; var eiginlega fegin að vera laus við hann og geta notið samverunnar við dóttur mína í friði. Einstæö móðir með veikt barn En ég var fljót að komast að raun um hversu erfitt það er að vera einstæð móðir í þessu þjóðfélagi og ég gat með naum- indum framfleytt okkur á með- an ég fékk fæðingarorlof en eins og allir vita er það greitt í aðeins sex mánuði. Ég var kom- in með skuldahala á eftir mér sem lengdist sífellt. Ég fékk illa launaða vinnu skömmu eftir að fæðingarorlofinu lauk og fjár- hagurinn var í molum. Ég átti orðið erfitt með svefn og var haldin stöðugum kvíða. Litla stúlkan mín var með króníska eyrnabólgu og grét tímunum saman. Ég var alltaf með hana hjá læknum og þeir settu hana oftast á sýklalyf, en ein ferð í lyfjaverslun til að kaupa lyf setti mánaðarbókhaldið í veru- legan mínus. Ég stal stundum klósettpappír ef ég átti leið framhjá kaffihúsi eða veitinga- stað og fékk leyfi til að bregða mér á salernið. Ég stakk rúllun- um ofan í töskuna mína og hugsaði sem svo að nú gæti ég keypt nokkra mjólkurpotta. Ég er sannfærð um að enginn hefði trúað því að ég stæli klósett- pappír af almenningssalernum því ég bar það ekki utan á mér að vera svo illa stödd. Fjölskylda mín gerði það sem í hennar valdi stóð til að hlaupa undir bagga með mér en það eiga allir nóg með sitt. Ég átti líka mjög erfitt með að þiggja nokkra hjálp því ég þráði að vera sjálfstæð. Stöku sinnum fór ég út á lífið með vinkonum mínum. Það segir sig sjálft að ég hafði alls ekki efni á því en til að halda geðheilsu var mér nauðsynlegt að geta horfið frá ömurlegum hversdagsleikanum og á vit æv- intýra næturinnar. Þá puntaði maður sig, fékk lánaðan falleg- an kjól hjá stelpunum og drakk ódýrt vodka. Ég hafði vínið líka í veskinu mínu á böllunum og drýgði það með kóki sem ég keypti á barnum. Ég hafði ekki efni á öðru og gekk alltaf heim að ballinu loknu til að spara kostnað við leigubíla. Mér finnst mjög gaman að dansa og gerði það óspart. Við stelpurnar gerðum góðlátlegt grín að sjálf- um okkur og kölluðum þetta útstáelsi „veiðikvöld" en það vísaði til þess að við vorum á höttunum eftir því að kynnast væntanlegum maka. Þeir karl- menn sem voru á skemmtistöð- unum virtust þó ekki vera þar í nákvæmlega sömu erindagjörð- um því annað hvort voru þeir giftir eða einfaldlega í leit að hjásvæfu. Smám saman aðlag- aðist ég þessu umhverfi og hafði ekki trú á að ég myndi kynnast almennilegum manni sem væri hrifinn af mér. Ég var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.